Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Henderson skaut Liverpool áfram

Jordan Henderson var hetja Liverpool í kvöld er hann skoraði eina mark leiksins gegn Udinese í kvöld. Sigurinn tryggði Liverpool sigur í riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Liðsmunurinn dugði FCK ekki | Ragnar og Rúrik úr leik

FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir stuðningsmenn Roma í fimm ára bann

Tveir stuðningsmenn Roma, 25 ára og 26 ára, hafa verið bannaðir frá knattspyrnuleikjum á Ítalíu næstu fimm árin vegna aðildar að árás á stuðningsmenn Tottenham á öldurhúsi í Rómarborg á fimmtudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter steinlá í Rússlandi

Þremur fyrstu leikjum kvöldsins í Evrópudeild UEFA er nú lokið en í þeim mátti finna tvo rússneska sigra á ítölskum liðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Henderson: Þetta er mitt tækifæri

Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, ætlar að gera sitt besta í kvöld til að sýna stjóranum Brendan Rodgers að hann eigi heima í byrjunarliði félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Anzhi lagði Liverpool

Liverpool fór ekki neina frægðarför til Rússlands í dag því liðið tapaði, 1-0, gegn Anzhi Makhachkala í Evrópudeild UEFA. Það var Lacina Traore sem skoraði eina mark leiksins. Lyfti boltanum smekklega í netið.

Fótbolti
Fréttamynd

Downing skaut Liverpool í toppsætið

Liverpool er komið á toppinn í sínum riðli í Evrópudeildinni eftir 1-0 sigur á Anzhi á Anfield í kvöld. Liverpool fékk góða hjálp frá svissneska liðinu Young Boys sem vann Udinese á sama tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi tryggði Tottenham jafntefli

Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn í Evrópukeppni hjá Tottenham í kvöld þegar hann tryggði sínum 1-1 jafntefli á útivelli á móti slóvenska liðinu NK Maribor í 3.umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool teflir fram sterku liði gegn Anzhi

Liverpool hefur leyft sér hingað til í Evrópudeildinni að tefla ekki fram sínu sterkasta liði en það verður breyting á því í kvöld er það mætir ríka rússneska félaginu Anzhi Makhachkala.

Fótbolti
Fréttamynd

Brendan Rodgers: Við erum að fá á okkur alltof auðveld mörk

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var að vonum ekki sáttur eftir 2-3 tap á móti Udinese í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á Anfield. Liverpool komst yfir í leiknum og var með mikla yfirburði stóran hluta hans en skelfilegur kafli í seinni hálfleik fór með leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sannfærandi sigur Newcastle

Newcastle átti ekki í miklum vandræðum með franska liðið Bordeaux en Frakkarnir voru efstir í riðlinum fyrir leikinn. Newcastle skoraði þrjú mörk á fyrstu 49 mínútunum og vann öruggan 3-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool fékk á sig þrjú mörk í seinni og tapaði á Anfield

Liverpool náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og varð að sætta sig við 2-3 tap fyrir ítalska félaginu Udinese á heimavelli sínum í A-riðli Evrópudeildarinnar á Anfield í kvöld. Ítalarnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik og Liverpool sat eftir með svekkjandi tap.

Fótbolti
Fréttamynd

Samuel Eto´o skoraði bæði mörk Anzhi

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o skoraði bæði mörk rússneska félagsins Anzhi þegar liðið vann 2-0 heimasigur á svissneska liðinu Young Boys í öðrum leik liðanna í A-riðli Evrópudeildarinnar. Anzhi hefur stigi meira en Liverpool sem spilar seinna í kvöld.

Fótbolti