Bandaríkin

Fréttamynd

Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar taka annað flugmóðurskip í notkun

Kínverjar hafa lagt mikið í það að koma upp nútíma flota á undanförnum árum með framleiðslu herskipa, kafbáta og svokallaðra stuðningsskipa. Xi Jinping sagði í fyrra að floti Kína þyrfti að vera af "heimsklassa“.

Erlent
Fréttamynd

Trump sakar demókrata um valdarán í harðorðu bréfi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði demókrata á þingi um "ólöglegt valdarán“ og að heyja stríð gegn lýðræðinu, í bréfi sem hann skrifaði og stílað var á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Erlent
Fréttamynd

Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu

Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis.

Bílar
Fréttamynd

Leikarinn Danny Aiello er látinn

Bandaríski leikarinn Danny Aiello, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Sal í kvikmyndinni Do the Right Thing, er látinn 86 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn vilja stutt réttarhöld

Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót.

Erlent