Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2020 20:22 Frá vettvangi sprengingarinnar í Nashville. AP/Mark Humphrey Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. Rannsókn lögreglu hefur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs beinst að Anthony Warner, 63 ára manni sem vitað er að átti sambærilegan húsbíl og þann sem sprakk í loft upp. Talið er að hann hafi komið fyrir sprengiefni í bílnum og ekið honum á vettvang sprengingarinnar, þar sem hann varaði fólk við því að koma sér í burtu. Uppfært: 22:25 - Yfirvöld hafa staðfest að Warner átti bílinn sem sprakk og að hann hafi verið í honum. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarkerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Öryggismyndavélar höfðu áður tekið upp hljóð þar sem einhver virtist skjóta um tuttugu skotum á svæðinu. Samkvæmt samantekt Washington Post var það áður en viðvaranirnar heyrðust. Í frétt Guardian er vísað í héraðsmiðla frá Bandaríkjunum þar sem rætt var við Steve Fridrich. Hann starfaði með Warner og sagði í viðtali að rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefðu spurt hann hvort Warner hefðu verið tortrygginn gagnvart 5G tækni. Fregnir hafa borist af því að rannsakendum hafi borist ábendingar um að Warner hafi kokgleypt samsæriskenningar um að til stæði að nota 5G senda til að njósna um fólk og annað sem við kemur tækninni. Alls konar samsæriskenningar varðandi 5G hafa litið dagsins ljós að undanförnu og tóku þær mikinn kipp samhliða faraldri nýju kórónuveirunnar. Á þessu ári hefur verið kveikt í fjarskiptamöstrum víða og jafnvel ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Sjá einnig: Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum John Cooper, borgarstjóri Nashville, sagði í viðtali í dag að útlit væri fyrir að árásin tengdist innviðum og gaf hann því áðurnefndum fregnum um ástæður árásarinnar byr undir báða vængi. Douglas Korneski, sem stýrir rannsókninni á sprengjuárásinni, segir þó að of snemmt sé að segja til um ástæður þess að húsbíllinn hafi verið sprengdur í loft upp. Hundruð rannsakenda vinni að því að skoða fjölmargar ábendingar og engin ein kenning sé öðrum ofar að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Rannsókn lögreglu hefur samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs beinst að Anthony Warner, 63 ára manni sem vitað er að átti sambærilegan húsbíl og þann sem sprakk í loft upp. Talið er að hann hafi komið fyrir sprengiefni í bílnum og ekið honum á vettvang sprengingarinnar, þar sem hann varaði fólk við því að koma sér í burtu. Uppfært: 22:25 - Yfirvöld hafa staðfest að Warner átti bílinn sem sprakk og að hann hafi verið í honum. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarkerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Öryggismyndavélar höfðu áður tekið upp hljóð þar sem einhver virtist skjóta um tuttugu skotum á svæðinu. Samkvæmt samantekt Washington Post var það áður en viðvaranirnar heyrðust. Í frétt Guardian er vísað í héraðsmiðla frá Bandaríkjunum þar sem rætt var við Steve Fridrich. Hann starfaði með Warner og sagði í viðtali að rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefðu spurt hann hvort Warner hefðu verið tortrygginn gagnvart 5G tækni. Fregnir hafa borist af því að rannsakendum hafi borist ábendingar um að Warner hafi kokgleypt samsæriskenningar um að til stæði að nota 5G senda til að njósna um fólk og annað sem við kemur tækninni. Alls konar samsæriskenningar varðandi 5G hafa litið dagsins ljós að undanförnu og tóku þær mikinn kipp samhliða faraldri nýju kórónuveirunnar. Á þessu ári hefur verið kveikt í fjarskiptamöstrum víða og jafnvel ráðist á starfsmenn fjarskiptafyrirtækja. Sjá einnig: Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum John Cooper, borgarstjóri Nashville, sagði í viðtali í dag að útlit væri fyrir að árásin tengdist innviðum og gaf hann því áðurnefndum fregnum um ástæður árásarinnar byr undir báða vængi. Douglas Korneski, sem stýrir rannsókninni á sprengjuárásinni, segir þó að of snemmt sé að segja til um ástæður þess að húsbíllinn hafi verið sprengdur í loft upp. Hundruð rannsakenda vinni að því að skoða fjölmargar ábendingar og engin ein kenning sé öðrum ofar að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22 Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30
Bjóða verðlaunafé til handa þeim sem geta gefið upplýsingar um sprenginguna Fyrirtæki og sjónvarpsstjörnur hafa boðið allt að þrjú hundruð þúsund dollara, eða sem nemur um 38,5 milljónum króna, í verðlaunafé fyrir vísbendingar um þann sem ber ábyrgð á mikilli sprengingu sem varð í Nashville í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 16:22
Sprenging í Nashville talin vera viljaverk Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið. 26. desember 2020 08:11