Bandaríkin

Fréttamynd

Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði

Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum.

Erlent
Fréttamynd

Mun færri mót­mæla en búist var við

Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50.

Erlent
Fréttamynd

Vill vinda ofan af em­bættis­verkum Trumps sem fyrst

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Face­book bannar vopna­aug­lýsingar í Banda­ríkjunum

Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Öll fimm­tíu ríki Banda­ríkjanna búa sig undir ó­eirðir

Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka hvort þing­­menn hafi að­­stoðað á­rásar­mennina

Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Breska af­brigðið verði orðið ráðandi í mars

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð.

Erlent
Fréttamynd

Biden vill bæta í bólu­setningar

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni.

Erlent
Fréttamynd

Kynnti 1.900 milljarða dala að­gerða­pakka

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í gærkvöldi aðgerðapakka sem ætlað er að örva bandarískan efnahag í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Alls er fyrirhugað að verja 1.900 milljörðum Bandaríkjadala til ýmissa verkefna og meðal annars fá allir landsmenn 1.400 dala eingreiðslu, um 180 þúsund krónur.

Erlent
Fréttamynd

Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Lady Gaga og Jennifer Lopez syngja fyrir Biden

Tónlistar- og leikkonurnar Lady Gaga og Jennifer Lopez munu syngja við innsetningarathöfn Joes Biden þegar hann tekur við embætti Bandaríkjaforseta eftir viku. Frá þessu sagði nefndin sem sér um athöfnina í dag.

Lífið
Fréttamynd

Election-stjarnan Jessi­ca Camp­bell er látin

Bandaríska leikkonan Jessica Campbell, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni Election frá árinu 1999, er látin, 38 ára að aldri. Hún er sögð hafa hnigið niður á heimili sínu og hafi ekki tekist að bjarga lífi hennar. Ekki liggur fyrir hvað dró Campbell til dauða.

Lífið
Fréttamynd

Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf

Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi.

Erlent
Fréttamynd

Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni.

Erlent
Fréttamynd

Gæti misst af þrjátíu milljörðum

Þýski forritarinn Stefan Thomas á ekki nema tvær tilraunir eftir til að finna lykilorðið að harða disknum sínum. Venjulega væri það ekkert stórmál en á þessum diski Thomas er Bitcoin-veski með rafmynt að andvirði 31 milljarðs íslenskra króna.

Viðskipti erlent