Laufey Lín

Tárin runnu niður kinnar
Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum.

Ferðatösku Laufeyjar stolið
Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld.

Elton John við Laufeyju: „Sem tónlistarmaður veit ég hve góður tónlistarmaður þú ert“
Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey er nýjasti gestur bresku tónlistargoðsagnarinnar Elton John í hlaðvarpinu hans, Rocket Hour. Í þættinum fer hann fögrum orðum um tónlist Laufeyjar.

Best klæddu á Grammys: Laufey skein skært í Chanel
Grammy verðlaunin fóru fram í 66. skipti í gærkvöldi með pomp og prakt í Crypto höllinni í Los Angeles. Stjörnurnar glitruðu á rauða dreglinum í sínu allra fínasta pússi og þar á meðal voru Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín og Ólafur Arnalds, sem hlaut tilnefningu.

Laufey spilaði á selló með Billy Joel
Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel.

Laufey hlaut Grammy-verðlaun
Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched.

Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld
Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds.

Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins.

Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði
Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars.

Stjörnulostinn þingmaður tíu árum síðar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var stjörnulostin þegar hún rakst á tvíburasysturnar Laufeyju Lín og Juniu Lin Jónsdætur í verslun í Garðabænum.

Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel
Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi.


Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“
„Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag.

Hæstánægð með metvinsældir sem þó komi mikið á óvart
„Ég er mjög ánægð. Það er mjög skemmtilegt að sjá svona tölur,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir, innt eftir viðbrögðum við fréttum af því að hún hafi slegið stórstjörnum á borð við Tony Bennett og Lady Gaga við, með útgáfu djassplötu sinnar.

Fannst sárt að sjá fólk verja Íslensku óperuna
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir gagnrýnir uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly harðlega. Sýningin vakti mikið umtal í síðustu viku í kjölfar þess sem hópurinn var sakaður um menningarnám.

Ömurlegt að upplifa sig sem útlending á Íslandi
„Það var ótrúlega gaman að sjá framan í fólkið, sem ég sé bara myndir af á netinu,“ segir Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona. Hún var að ljúka sínu fyrsta „sóló“ tónleikaferðalagi.

Kítón, Gjugg og Laufey Lín á meðal verðlaunahafa
Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í Hörpu í gær 1. desember. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

„Jólin eru tíminn fyrir okkur að vera á einum stað og njóta“
Tónlistarkonan Laufey er með sanni rísandi súperstjarna í hinum stóra tónlistarheimi og hefur haldið tónleika víðsvegar. Hérlendis hélt hún tvenna uppselda tónleika í Hörpu í lok október og kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves fyrir stútfullum sal í Fríkirkjunni á milli þess sem hún var í tónleikaferðalagi um Evrópu.

„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“
Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir.

Laufey Lín með eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna
Tónlistarkonan og djass söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir situr í tíunda sæti yfir vinsælustu nýju plöturnar á topplista Spotify í Bandaríkjunum. Platan heitir Everything I Know About Love og kom út 26. ágúst síðastliðinn.

Bubbi spáði Laufeyju velgengni fyrir átta árum og reyndist sannspár
Íslendingur sem fékk boð um að syngja í hinum sívinsæla bandaríska spjallaþætti Jimmy Kimmel segir að það hafi verið súrrealískt að fá boð í þáttinn. Hún segir spennandi hluti á döfinni og er að eigin sögn að lifa drauminn.

Laufey lofuð í Rolling Stone
Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám.

Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish
Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram.

Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram
Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur.

Talandi um alvöru talent - Laufey Lín í lokaþættinum
Óaðfinnanleg frammistaða eins og sjá má.

Algjörlega ómótstæðileg - Laufey Lín sló í gegn
Bubbi lofaði Laufey sem var frábær í einu orði sagt.

„Þú ert komin með fjögur glæsileg Já!“
Laufey Lín syngur og spilar á píanó í undanúrslitum Ísland Got Talent.

Tvíburasystur sigruðu í Samfés
Þær Laufey Lín og Júnía Lín fögnuðu sigri í Laugardalshöll í dag.