Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. mars 2025 15:19 Laufey sat í fremstu röð á sýningu tískuhússins Chloé í París á dögunum. Peter White/Getty Images Það er ekkert lát á ævintýrum íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Síðustu daga hafa hún og Júnía tvíburasystir hennar notið lífsins í París og fylgst með heitustu tískuhúsum heimsins sýna það helsta í stefnu og straumum tískunnar. Laufey var meðal annars einn af aðal gestum tískusýningar Chloé og sátu þær systur þar í fremstu röð, sem þykir einstaklega eftirsóknarvert meðal tískuunnenda. Hún klæddist mintugrænum, gegnsæjum og léttum sumarkjól frá Chloé og segir að henni hafi liðið eins og álfadís. Tímaritið V magazine er svo hrifið af Laufeyju að það fékk hana til að deila þessum skemmtilega degi þar sem hún segir meðal annars að þessi upplifun hafi verið allt sem hana dreymdi um og meira. Laufey birti sömuleiðis skemmtilega myndasyrpu á Instagram af hátísku og frönskum þar sem hún og Júnía virðast lifa sínu besta lífi í góðra vina hópi. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Laufey Lín Tíska og hönnun Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Laufey var meðal annars einn af aðal gestum tískusýningar Chloé og sátu þær systur þar í fremstu röð, sem þykir einstaklega eftirsóknarvert meðal tískuunnenda. Hún klæddist mintugrænum, gegnsæjum og léttum sumarkjól frá Chloé og segir að henni hafi liðið eins og álfadís. Tímaritið V magazine er svo hrifið af Laufeyju að það fékk hana til að deila þessum skemmtilega degi þar sem hún segir meðal annars að þessi upplifun hafi verið allt sem hana dreymdi um og meira. Laufey birti sömuleiðis skemmtilega myndasyrpu á Instagram af hátísku og frönskum þar sem hún og Júnía virðast lifa sínu besta lífi í góðra vina hópi. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey)
Laufey Lín Tíska og hönnun Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira