Vatn

Fréttamynd

Ferðaðist frá Flat­eyri til Ísa­fjarðar til að fylla á vatns­flöskur

Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga.

Innlent
Fréttamynd

Neyslu­vatnið í Bolungar­vík drullugt og í ó­lagi

Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast.

Innlent
Fréttamynd

Förum var­lega með heita vatnið okkar

Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það.

Skoðun
Fréttamynd

Mikið tjón eftir að her­bergið fylltist af vatni

Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að opna sund­laugar í Reykja­vík í fyrra­málið

Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Kópavogi búast þau við því að geta opnað allar sundlaugar aftur í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort önnur sveitarfélög opni líka. 

Innlent
Fréttamynd

Öllum sund­laugum á höfuð­borgar­svæðinu lokað

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu.

Innlent
Fréttamynd

Nóg af heitu vatni á Sel­fossi

Selfyssingar hafa dottið í lukkupottinn þegar heitt vatn er annars vegar því mikið af heitu vatni hefur verið að finnast í nokkrum borholum í bæjarfélaginu. Vatnið kemur sér einstaklega vel þar sem íbúum fjölgar mjög hratt á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn lög­reglu á á­höfn Hugins VE lokið

Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Saurgerlar fundust í neyslu­vatni

Saurgerlar og E.coli bakteríur hafa fundist í neysluvatni við reglubundið eftirlit á Borgafirði eystra. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu HEF veitna þar sem segir að nauðsynlegt sé að sjóða vatn áður en þess er neytt.

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega 40 lekar komið upp

Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að láta vita af lekum

Veitur biðla til fólks sem vör hafa orðið fyrir leka í kjölfar heitavatnsleysisins á höfuðborgarsvæðinu að hringja í neyðarsíma þeirra og láta vita af þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þurft að skrúfa fyrir vatnið víða vegna leka

Veitur hafa þurft að skrúfa fyrir heitt vatn á litlum og afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna leka eftir að heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir lekana á dreifðu svæði og að unnið sé að því að laga þá.

Innlent
Fréttamynd

Í­búð í Grafar­vogi á floti í sjóðandi vatni

Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð.

Innlent
Fréttamynd

Unnið í alla nótt og allt sam­kvæmt á­ætlun

Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun

Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun.  „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis.

Innlent
Fréttamynd

Engin út­köll vegna vatns­leka í nótt

Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjumörg út­köll vegna vatnsleka á höfuð­borgar­svæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2.

Innlent
Fréttamynd

„Þung skref“ að höfða mál gegn máttar­stólpa

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja síðasta haust. 

Innlent