Ítalski boltinn

Fréttamynd

Full­yrða að Rüdiger sé á leið til Juventus

Ítalski fjölmiðillinn La Gazzetta Dello Sport fullyrðir að þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger muni ganga í raðir Juventus í sumar. Þjóðverjinn er í dag leikmaður Chelsea en verður samningslaus er yfirstandandi tímabil rennur sitt skeið.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvæntur Bennacer hetja AC Milan

AC Milan vann nauman eins marks útisigur á Cagliari í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Milan er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekkjandi jafntefli hjá Inter

Inter Milan þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrr í dag vann Napoli 2-1 sigur á Udinese.

Fótbolti
Fréttamynd

Patrik Sigurður og Samúel Kári í undanúrslit

Íslendinglið Viking í Noregi komst í dag í undanúrslit norsku bikarkeppninnar með 5-0 útisigri á KFUM Oslo. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson leika með Viking.

Fótbolti
Fréttamynd

Pisa missir toppsætið

Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa misstigu sig rækilega í toppbaráttu ítölsku B deildarinnar í fótbolta. Pisa var í heimsókn hjá Ascoli þar sem heimamenn unnu 2-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli í toppslag seríu B

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce sem gerði 1-1 jafntefli við Brescia í toppslag ítölsku B deildarinnar. Þórir spilaði 45 mínútur áður en honum var skipt af leikvelli í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Allt of margir hlutir ekki gengið upp“

„Þetta tímabil hefur tekið mikið á,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, vonsvikinn yfir því hvernig ræst hefur úr dvöl hans í Feneyjum í vetur. Meiðsli eiga sinn þátt í því.

Fótbolti
Fréttamynd

Vlahovic með tvennu í fimm marka leik

Juventus sækir Empoli heim í baráttu sinni fyrir því að ná sæti í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, á sama tíma og liðið er í 16-liða úrslitum keppninnar í ár.

Fótbolti