Punktur & basta: AC Milan í frjálsu falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 15:00 AC Milan leikmaðurinn Sandro Tonali er hér sparkaður niður á móti Sassuolo. AP/Antonio Calanni Punktur & basta fór yfir leiki helgarinnar í ítalska fótboltanum og þá sérstaklega óvæntan skell AC Milan liðsins. Ítölsku meistararnir í AC Milan eru að upplifa mjög erfiða tíma núna. AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Ítalski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira