Spænski boltinn

Fréttamynd

Espanyol - Real Madrid í beinni á Sýn

Leikur Espanyol og Real Madrid er nú hafinn í beinni lýsingu Arnars Björnssonar á Sýn, en þar á undan var leikur Recreativo og Sevilla í beinni og það voru gestirnir sem höfðu auðveldan sigur 4-1. Þá er enn eftir leikur Getafe og Atletico í spænska boltanum og svo verður leikur úr NFL í beinni auk Tiger Woods mótsins í golfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Íþróttaveislan á Sýn heldur áfram alla helgina

Það er búið að vera mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag og halda beinar útsendingar áfram langt fram á kvöld. Nú stendur Race of Champions sem hæst og klukkan 20:50 verður leikur Zaragoza og Valencia í spænska boltanum í beinni. Þá er rétt að minna á golfmót Tiger Woods í beinni klukkan 20 á Sýn Extra.

Fótbolti
Fréttamynd

Gonzalo Higuain á leið til Real Madrid?

Talsmaður argentínska liðsins River Plate segir að félagið sé hársbreidd frá því að ná samningum við Real Madrid á Spáni um sölu á framherjanum efnilega Gonzalo Higuain. Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur slegið í gegn í heimalandi sínu undanfarið og talið er að Real muni kaupa hann í janúar fyrir rúmar 8 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla lagði Real Madrid

Sevilla vann í kvöld mikilvægan 2-1 sigur á Real Madrid í uppgjöri liðanna í spænska boltanum. David Beckham kom Real yfir snemma leiks með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Freddy Kanoute jafnaði fyrir Sevilla og það var svo varamaðurinn Chevanton sem skoraði sigurmark heimamanna með glæsilegri hjólhestaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Sevilla fór því upp fyrir Real í annað sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho tryggði Barcelona sigur

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar Barcelona sigraði Real Sociedad 1-0 í spænsku deildinni. Barcelona er því enn á toppnum en mátti þakka fyrir að sleppa með öll þrjú stigin í kvöld enda var liðið nokkuð frá sínu besta. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Nú er að hefjast bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Sociedad í beinni á Sýn

Nú er hafin leikur Barcelona og Real Sociedad í spænska boltanum og er hann sýndur beint í lýsingu Harðar Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á sínum stað í byrjunarliði Barcelona en síðar í kvöld verður svo á dagskrá Sýnar leikur Sevilla og Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábær ef ég skora - Feitur ef ég skora ekki

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er orðinn dauðleiður á þeirri umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár, en kappinn skoraði tvö mörk fyrir Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid og vitað er að Fabio Capello er ósáttur við líkamlegt ástand framherjans snjalla.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro meiddur eftir tæklingu samherja

Nýkjörinn knattspyrnumaður Evrópu, ítalski miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, missir væntanlega af sínum þriðja leik í röð með félaginu eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu liðsins í morgun. Cannavaro varð þá fyrir harkalegri tæklingu frá félaga sínum Ruud Van Nistelrooy og reiddist sá ítalski í kjölfarið og neitaði að taka í hönd félaga síns eftir æfinguna.

Fótbolti
Fréttamynd

Við munum vinna Werder Bremen

Leikmenn Barcelona munu mæta sigurvissir til leiks gegn Werder Bremen í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli gegn Levante um helgina. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit og nægir Bremen annað stigið í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Real einu stigi á eftir Barcelona

Real Madrid heldur áfram að saxa á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og eftir 2-1 sigur liðsins á Atletico Bilbao í kvöld munar nú aðeins einu stigi. David Beckham og Ronaldo komu inn á í hálfleik hjá Real í kvöld og breyttu gangi leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Rikjaard óánægður með nýtingu sinna manna

Frank Rikjaard, þjálfari Barcelona, skaut föstum skotum að leikmönnum sínum í samtali við spænska fjölmiðla eftir jafntefnisleikinn gegn Levante í gær og gagnrýndi þá fyrir að nýta færin ekki nægilega vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Faðir leikmanns fékk hjartaáfall og lést

Hörmulegt atvik átti sér stað í viðureign Tenerife og Ponferradina í spænsku 2. deildinni í gær þegar faðir eins leikmanns Tenerife fékk hjartaáfall er hann horfði á leikinn úr áhorfastúkunum og lést.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona náði aðeins jafntefli

Barcelona fór illa að ráði sínu gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og varð að láta sér lynda jafntefli, 1-1. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Barcelona og náði ekki að seta mark sitt á leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn eitt áfallið fyrir Valencia

Spænska stórliðið Valencia varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar úrugvæski landsliðsmaðurinn Mario Regueiro meiddist á hné á æfingu og verður frá keppni í 6-7 mánuði. Meiðslin eru nákvæmlega þau sömu og félagi hans Edu lenti í fyrir aðeins tveimur vikum, en nú eru 8 af fastamönnum liðsins á sjúkralista.

Fótbolti
Fréttamynd

Riquelme byrjaður að æfa á ný

Argentínski landsliðsmaðurinn Juan Roamn Riquelme er nú byrjaður að æfa með liði sínu Villarreal á ný eftir sex daga leyfi. Riquelme var í Argentínu til að vera viðstaddur fæðingu síns þriðja barns og missti fyrir vikið af leik Villarreal og Barcelona um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Bilbao rekur þjálfarann

Baskaliðið Atletic Bilbao rak í dag þjálfarann Felix Sarriugarte eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir Sevilla í spænsku deildinni í gær, en liðið datt niður á fallsvæðið í deildinni í kjölfarið. Bilbao hefur aldrei fallið úr efstu deild í sögu félagsins, en liðið slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð og er sömuleiðis í vandræðum nú.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro þakkar landsliðinu og Juventus

Ítalska landsliðið og Juventus voru Fabio Cannavaro ofarlega í huga í kvöld þegar hann tók við Gullknettinum, sem er viðurkenning sem afhent er knattspyrnumanni ársins að mati franska tímaritsins France Football. Cannavaro tileinkaði hluta verðlaunanna heimaborg sinni Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári semur við Adidas

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í gær undir samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas sem gilda mun til ársins 2012. Samkvæmt samningnum mun Eiður leika í Predator skóm Adidas á næstu árum og mun taka þátt í þróun á nýjum vörum frá fyrirtækinu. Hann kemst þar með í hóp stórstjarna á borð við Beckham, Kaka og Gerrard sem þegar eru með samning við Adidas.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro fær Gullknöttinn

Þýskir fjölmiðlar hafa nú gefið það út að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði sæmdur titlinum knattspyrnumaður Evrópu og fái Gullknöttinn frá franska blaðinu France Football. Úrslitin verða formlega kunngjörð í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Við vorum heppnir

Fabio Capello viðurkenndi fúslega að hans menn í Real Madrid hefðu haft heilladísirnar á sínu bandi í gær þegar þeir lögðu Valencia 1-0 á Mestalla í Valencia. Þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 13 mánuði, en Fabio Capello er greinilega að setja stimpil sinn á lið Real Madrid sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar á eftir Barcelona og Sevilla.

Fótbolti
Fréttamynd

Calderon ekki búinn að gefast upp

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, er enn ekki búinn að gefa upp alla von á að lokka brasilíska miðjumanninn Kaka hjá AC Milan til Madrid. Real skrifaði undir sjónvarpssamning á dögunum sem færir félaginu yfir milljarð evra í tekjur og Calderon segir að í kjölfarið verði félaginu fært að bjóða í alla bestu knattspyrnumenn heimsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul tryggði Real mikilvægan sigur

Gulldrengurinn Raul tryggði liði sínu Real Madrid mikilvægan 1-0 útisigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Markið skoraði fyrirliðinn á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Carlos og er Real komið í annað sæti deildarinnar fyrir vikið. Leik Atletico Bilbao er að ljúka í beinni útsendingu á Sýn en þar hafa gestirnir frá Sevilla 2-1 forystu og hirða annað sætið af Real með sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham orðaður við West Ham

Þrálátur orðrómur er enn á kreiki um gjörvalla Evrópu þess efnis að David Beckham muni fara frá Real Madrid í janúar því hann sé ekki inni í framtíðaráformum Fabio Capello þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Dreymdi um að skora svona mark

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að hann hafi dreymt um að skora mark eins og það sem hann skoraði gegn Villarreal í gær allar götur frá því hann var barn. Áhorfendur á Nou Camp stóðu á fætur og hylltu Ronaldinho eftir markið stórkostlega í gærkvöld og fengu áhorfendur Sýnar að sjá herlegheitin í beinni útsendingu. Markið má sjá í íþróttafréttum klukkan 12 á VefTV hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður á skotskónum í frábærum knattspyrnuleik

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu þegar Barcelona lagði Villarreal 4-0 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það var hinsvegar snillingurinn Ronaldinho sem stal senunni eins og svo oft áður, en hann skoraði tvö marka Barca og það síðara var hreint út sagt stórkostlegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Tevez rauk heim eftir að vera skipt af velli

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham á yfir höfði sér sekt eftir að hann rauk beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í sigri liðsins á Sheffield United. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins var ekki sáttur við framkomu leikmannsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona - Villarreal í beinni á Sýn

Nú er að hefjast leikur Barcelona og Villarreal í spænska boltanum og er hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona. Klukkan 20:50 verður svo leikur Atletico Madrid og Real Sociedad sýndur beint.

Fótbolti
Fréttamynd

Carlos og Guti framlengja hjá Real Madrid

Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos og spænski miðjumaðurinn Guti skrifuðu báðir undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í dag. Carlos 33 ára og er nú samningsbundinn Real fram til 2008 og Guti, sem er þrítugur, hefur framlengt til ársins 2010. Þeir verða væntanlega báðir í eldlínunni í kvöld þegar Real fær Lyon í heimsókn í Meistaradeildinni en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra 2 klukkan 19:30.

Fótbolti