Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona burstaði Sporting

Barcelona virtist loksins hrökkva í gírinn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið vann 6-1 útisigur á Sporting Gijon.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry ekki í hóp Barca vegna veikinda

Thierry Henry verður ekki í leikmannahópi Barcelona á morgun þegar liðið mætir Sporting Gijón í spænsku úrvalsdeildinni vegna sýkingar í hálsi. Eiður Smári verður þó á sínum stað í hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

David Villa meiddur

Spænski landsliðsmaðurinn David Villa gæti misst af næstu þremur leikjum Valencia vegna meiðsla. Villa spilaði aðeins tólf mínútur í sigri Valencia á Maritimo í Portúgal í gærkvöld, en kenndi sér meins eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki búnir að gleyma Ronaldo

Stuðningsmenn Real Madrid virðast ekki vera búnir að gleyma Cristiano Ronaldo hjá Manchester United þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi ákveðið að vera um kyrrt á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Forlan frá keppni í mánuð

Framherjinn Diego Forlan hjá Atletico Madrid verður frá keppni í um það bil mánuð vegna meiðsla á læri sem hann varð fyrir í sannfærandi 3-0 útisigri liðsins á PSV í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Endurfæddur Eto´o

Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona tileinkaði þjálfara sínum Pep Guardiola markið sem hann skoraði gegn Sporting í Meistaradeildinni í gærkvöldi og segist hafa fundið nýtt líf hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hleb frá í 3-4 vikur

Miðjumaðurinn Alex Hleb hjá Barcelona verður frá keppni næstu 3-4 vikurnar eftir að hafa meiðst á ökkla í leik Barcelona og Racing Santander um helgina. Hann mun því missa af leik Barcelona og Sporting annað kvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Versta byrjun Barcelona í 35 ár

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur eðlilega áhyggjur af skelfilegri byrjun liðsins í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur ekki unnið leik eftir tvær umferðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex mörk í fyrri hálfleik

Real Madrid vann 4-3 sigur á Numancia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en sex markanna komu í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn veldur Barcelona vonbrigðum

Tímabilið hjá Barcelona byrjar a slæmum nótum. Fyrst tap fyrir nýliðum Numancia og í kvöld gerði liðið 1-1 jafntefli við Racing Santander á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Pique: Maradona tilheyrir fortíðinni

Diego Maradona er duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir ummæli sín um allar hliðar fótboltans. Í nýlegu viðtali skaut hann föstum skotum að Lionel Messi, argentínska landsliðsmanninn hjá Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o tekur upp gamla siði

Framherjinn Samuel Eto´o virðist vera kominn í sama farið og á síðasta keppnistímabili þegar hann kom sér í ónáð hjá þjálfara Barcelona með lélegri mætingu á æfingar.

Fótbolti
Fréttamynd

Real hefur ekki unnið á Riazor síðan 1991

Segja má að leiktíðin á Spáni hafi byrjað hörmulega fyrir stórveldin Barcelona og Real Madrid. Barcelona tapaði opnunarleik sínum í deildinni gegn Numancia á útivelli í gær 1-0 og ekki gekk betur hjá erkifjendum þeirra, meisturum Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid tapaði líka

Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í spænska boltanum - rétt eins og Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona tapaði fyrsta leiknum

Vertíðin hefst ekki vel hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Barcelona. Hans menn töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Numancia á útivelli, 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid óstöðvandi?

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, er fullur bjartsýni eftir að liðið hampaði Ofurbikarnum á Spáni í gær. Real Madrid vann 4-2 sigur en þetta var síðari viðureignin gegn Valencia.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia vann heimaleikinn naumlega

Í gær fór fram fyrri viðureign Valencia og Real Madrid um hinn svokallaða Ofurbikar á Spáni. Þessi viðureign svipar til leiksins um Samfélagsskjöldinn í enska boltanum en í stað eins leiks er leikið heima og að heiman.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto'o áfram hjá Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sagði á blaðamannafundi í kvöld að sóknarmaðurinn Samuel Eto'o væri ekki á förum. Guardiola leggur mikla áherslu á að halda Eto'o sem hefur verið orðaður við önnur lið.

Fótbolti