Tækni Ný ofurryksuga sem þjappar ryki í litla teninga LG mun setja nýja ofurryksugu á markað innan skamms. Ryksugan er pokalaus og notast þess í stað við háþrýstitækni sem pressar rykið saman í litla teninga. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:37 65 milljóna króna demantsfartölva Fartölvan frá Luvaglio mun kos ta 65 milljónir. Meira er vitað um útlit hennar en innviði. Fyrir nokkrum vikum sögðum við frá milljón dala fartölvu frá breska snobbfyrirtækinu Luvaglio. Meira er vitað um tölvuna núna, þó svo að innviðir hennar séu enn leyndarmál. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:32 Hraðamet internetsins slegið Hópur rannsóknarmanna undir stjórn Háskólans í Tókýo hafa slegið hraðamet internetsins, tvisvar á tveimur dögum. Stjórnendur háhraða Internet2 netsins tilkynntu á þriðjudaginn að þeir hefðu hinn 30. desember sent gögn á hraðanum 7.67 gígabit á sekúndu, með venjulegum samskiptareglum. Viðskipti erlent 25.4.2007 18:44 Sinclair ZX Spectrum 25 ára Heimilistölva Sir Clive Sinclair, ZX Spectrum, er 25 ára. Fyrsta eintakið var selt í London þann 23. apríl árið 1982. Viðskipti erlent 24.4.2007 16:55 Nokia kynnir gullsíma Finnski símaframleiðandinn Nokia kynnti á dögunum nýjan síma í eðalsímalínunni 8800 Sirocco. Síminn ber nafnið Nokia 8800 Sirocco Gold og er húðaður með 18 karata gulli og skreyttur með hvítagulli. Honum fylgir Bluetooth headset í svipuðu útliti. Sirocco er nafnið á lúxus símalínunni frá Nokia. Viðskipti erlent 24.4.2007 13:38 Fyrsta indverska fraktgeimflaugin Indverjar sendu í morgun geimflaug á loft sem flutti 352 kílóa ítalskan gervihnött sem á að kanna upphaf alheimsins. Viðskipti erlent 23.4.2007 14:12 Stjórnaðu tölvunni með farsímanum Þeir sem spila tónlist úr tölvnni sinni, kannast líklega við óþægindin af að þurfa að skríða undan teppabunkanum úr sófanum og fara að tölvunni til að skipta um lag. Margir hafa leyst þetta mál með því að hafa fartölvu við hendina og spila músíkina úr henni. Gallinn við það fyrirkomulag er snúrur út um allt. Viðskipti innlent 23.4.2007 10:41 Fjórða öryggisuppfærsla Apple á árinu Apple sendi frá sér stóra öryggisuppfærslu á fimmtudaginn fyrir notendur Mac OS X. Uppfærslan á að laga 25 öryggisgalla í stýrikerfinu. Mikilvægustu gallarnir sem verið var að laga gætu gefið tölvuþrjótum full yfirráð yfir tölvunni. Viðskipti erlent 22.4.2007 18:12 Myspace með fréttaþjónustu Netsamfélagssíðan MySpace.com er komin með "Beta" eða tilraunaútgáfu af fréttaþjónustu sem leyfir notendum að ákvarða hvaða fréttir eru í forgangi. Viðskipti erlent 22.4.2007 17:04 Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. Viðskipti erlent 12.4.2007 09:24 Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær. Erlent 11.4.2007 08:57 Vísindamenn rækta hjartaloku Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára. Erlent 2.4.2007 11:06 Windows Vista fyrir Makka. Það hefur verið hægt að ræsa Windows XP stýrikerfið á Mökkum í tæpt ár með hugbúnaðnum Boot Camp sem hægt er að sækja frítt á heimasíðu Apple. Þessi hugbúnaður notar tækni sem hefur verið kölluð “Dual Boot“, en hún virkar þannig að tölva getur haft tvö eða fleiri stýrikerfi uppsett, en aðeins eitt stýrikerfi getur verið virkt í einu. Þetta þýðir að það þarf að endurræsa tölvuna til að skipta úr einu kerfi í annað. Viðskipti innlent 30.3.2007 10:17 Vísir sækir á Mogga Um þriðjungi fleiri netnotendur heimsækja mbl.is en visir.is, samkvæmt símakönnun Capacent í janúar og febrúar. Vefmælingar Modernus, sem telja raunverulegar heimsóknir, sýna á sama tíma að bilið milli risanna tveggja á vefnum minnkar stöðugt. Viðskipti innlent 29.3.2007 14:13 Mikil eftirspurn eftir Apple iPhone Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. Viðskipti erlent 28.3.2007 09:44 Lengstu vefföngin 63 stafir EURid, stofnunin sem sér um að skrá evrópsku .eu-vefföngin, hefur skráð sex vefföng sem fylla hámarkslengdina, 63 stafi. Þar á meðal eru fullt nafn velsks bæjar og fyrstu 63 tölustafirnir í óendanlegu tölunni pí. Viðskipti erlent 26.3.2007 21:48 Er tölvan þín örugg? Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Viðskipti innlent 26.3.2007 18:49 Apple TV komið í verslanir vestra Apple eru byrjaðir að selja nýja Apple TV sjónvarpstengiboxið í verslunum í Bandaríkjunum. Búist er við að íslenskir kaupendur geti nálgast vöruna um miðjan næsta mánuð. Apple TV tengist þráðlaust við tölvur, bæði Apple og PC tölvur og streymir myndskeiðum í sjónvarpið. Viðskipti erlent 24.3.2007 18:27 Stofna veitu til höfuðs YouTube Bandarískar sjónvarpsstöðvar áætla nú að stofna vefveitu til höfuðs YouTube. NBC og Fox áætla að selja þætti á borð við 24, House og Heroes á vefnum sem og vinsælar kvikmyndir. Tilgangurinn er að hafa betri stjórn á dreifingu efnis á vefnum. Viðskipti erlent 23.3.2007 10:43 Milli Árósa og Kaupmannahafnar með háhraðalest á hálftíma Árósar gætu orðið úthverfi Kaupmannahafnar og þessar tvær stærstu borgir Danmerkur á einu og sama atvinnusvæðinu verði hugmyndir samgöngumógúls að veruleika. Þetta yrði veruleikinn ef byggð yrði brú yfir Kattegat-sundið á milli Sjálands og Jótlands og segulhraðlest mundi flytja farþega á milli borganna tveggja á minna en hálftíma. Viðskipti erlent 22.3.2007 07:44 Sýndarheimar 70 milljarða virði Markaður fyrir hlutverkatölvuleiki sem fólk spilar yfir netið er talinn vera meira en 70 milljarða króna virði á ári. Talið er að markaðurinn muni enn vaxa og vera helmingi meira virði fyrir árið 2011. Þetta er niðurstaða sérfræðinga tæknitímaritsins Screen Digest. Milljónir manna um heim allan eyða töluverðum hluta af tíma sínum í þessum sýndarheimum, til að mynda eru um 7,6 milljónir spilara skráðir í leikinn World of Warcraft og þeim fjölgar um 1500 á dag. Með örðum orðum er þetta samfélag álíka fjölmennt og Búlgaría eða Sviss og fjölgar margfalt hraðar. Viðskipti erlent 21.3.2007 07:58 Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma. Viðskipti erlent 20.3.2007 09:45 Sérstakt vefsvæði um málefni EES-samnings Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakt vefsvæði, „Brussel-setrið", sem tileinkað er þeim málaflokkum EES-samningsins er verða félagsmálaráðuneytið. Það var Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sem opnaði vefsvæðið formlega fyrir skemmstu. Viðskipti erlent 19.3.2007 11:11 Sími fyrir fullorðna Símafyrirtækið Emporia hefur sent frá sér nýja tegund farsíma, sem er sérstaklega ætlaður eldri borgurum. Síminn er sérstakur fyrir það að stafir á lyklaborði og skjá eru miklu stærri en í öðrum farsímum, og því auðveldari aflestrar. Hægt er að fá tvo skjáliti, svart og appelsínurautt, en á þeim skera stafirnir sig best úr. Þá eru aukaprógrömm afskaplega fá, síminn er eiginlega bara til þess að tala í. Viðskipti erlent 19.3.2007 10:49 A380 til Bandaríkjanna Nýja Airbus A380 risaþotan lendir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í dag. Þetta er jómfrúrflug þotunnar yfir Atlantshafið. Flugið er á vegum þýska flugfélagsins Lufthansa, með um 500 farþega frá Frankfurt til New York og þaðan áfram til Chicago. Búist er við því að fyrstu vélarnir af þessari gerð verði afhentar flugfélögum í október, tveimur árum á eftir áætlunum. Viðskipti erlent 19.3.2007 08:32 PS3 í verslanir á föstudag PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjavísir 18.3.2007 09:43 Bílar skiptist á upplýsingum Brátt gætu nýir bílar verið útbúnir með búnaði sem leyfir ökumönnum að skiptast á upplýsingum um umferðarteppur og hættur í umferðinni. Tækjabúnaðurinn tengir saman tölvur í bílum með þráðlausu neti og leyfir ökumönnum að slá inn upplýsingar og eins greina bílarnir sjálfir upplýisingar á borð við meðalhraða og veghita. Þetta hjálpar öðrum ökumönnum að haga aksturslagi eftir aðstæðum og velja leiðir fram hjá umferðarhnútum. Viðskipti erlent 17.3.2007 16:17 Berjast fyrir útbreiðslu HD-sjónvarps Stöðugt eykst þrýstingur á sjónvarpsstöðvar og dreifingaraðila um að bjóða sjónvarp í svokölluðum HD-gæðum. Nú hefur hópur söluaðila hafið herferð í Bretlandi til að tryggja að HD staðallinn nái útbreiðslu. Tíðnin sem HD-gæðin þurfa hefur hins vegar verið seld fyrirtæki sem dreifir ókeypis sjónvarpi í hefðbundnum gæðum. Viðskipti erlent 15.3.2007 11:10 Skaðabótamál höfðað gegn YouTube Afþreyingarfyrirtækið Viacom, sem meðal annars rekur tónlistarsjónvarpsstöðina MTV, hefur höfðað skaðabótamál gegn myndbandaveitunni YouTube og fyrirtækinu Google, sem er eigandi hennar, fyrir brot á höfundarréttarlögum. Viðskipti erlent 13.3.2007 22:03 Viacom ætlar í mál við Google Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Viacom Media hefur tilkynnt að það ætli að höfða mál á hendur netfyrirtækisins Google vegna brota á höfundarrétti. Google keypti YouTube á síðasta ári og segir Viacom að netveitan hafi sýnt þar sjónvarpsefni sem verndað er með höfundarréttarlögum.Samsteypan krefst eins milljarða dala, jafnvirði 67,5 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Viðskipti erlent 13.3.2007 14:43 « ‹ 71 72 73 74 75 76 77 78 79 … 85 ›
Ný ofurryksuga sem þjappar ryki í litla teninga LG mun setja nýja ofurryksugu á markað innan skamms. Ryksugan er pokalaus og notast þess í stað við háþrýstitækni sem pressar rykið saman í litla teninga. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:37
65 milljóna króna demantsfartölva Fartölvan frá Luvaglio mun kos ta 65 milljónir. Meira er vitað um útlit hennar en innviði. Fyrir nokkrum vikum sögðum við frá milljón dala fartölvu frá breska snobbfyrirtækinu Luvaglio. Meira er vitað um tölvuna núna, þó svo að innviðir hennar séu enn leyndarmál. Viðskipti erlent 26.4.2007 15:32
Hraðamet internetsins slegið Hópur rannsóknarmanna undir stjórn Háskólans í Tókýo hafa slegið hraðamet internetsins, tvisvar á tveimur dögum. Stjórnendur háhraða Internet2 netsins tilkynntu á þriðjudaginn að þeir hefðu hinn 30. desember sent gögn á hraðanum 7.67 gígabit á sekúndu, með venjulegum samskiptareglum. Viðskipti erlent 25.4.2007 18:44
Sinclair ZX Spectrum 25 ára Heimilistölva Sir Clive Sinclair, ZX Spectrum, er 25 ára. Fyrsta eintakið var selt í London þann 23. apríl árið 1982. Viðskipti erlent 24.4.2007 16:55
Nokia kynnir gullsíma Finnski símaframleiðandinn Nokia kynnti á dögunum nýjan síma í eðalsímalínunni 8800 Sirocco. Síminn ber nafnið Nokia 8800 Sirocco Gold og er húðaður með 18 karata gulli og skreyttur með hvítagulli. Honum fylgir Bluetooth headset í svipuðu útliti. Sirocco er nafnið á lúxus símalínunni frá Nokia. Viðskipti erlent 24.4.2007 13:38
Fyrsta indverska fraktgeimflaugin Indverjar sendu í morgun geimflaug á loft sem flutti 352 kílóa ítalskan gervihnött sem á að kanna upphaf alheimsins. Viðskipti erlent 23.4.2007 14:12
Stjórnaðu tölvunni með farsímanum Þeir sem spila tónlist úr tölvnni sinni, kannast líklega við óþægindin af að þurfa að skríða undan teppabunkanum úr sófanum og fara að tölvunni til að skipta um lag. Margir hafa leyst þetta mál með því að hafa fartölvu við hendina og spila músíkina úr henni. Gallinn við það fyrirkomulag er snúrur út um allt. Viðskipti innlent 23.4.2007 10:41
Fjórða öryggisuppfærsla Apple á árinu Apple sendi frá sér stóra öryggisuppfærslu á fimmtudaginn fyrir notendur Mac OS X. Uppfærslan á að laga 25 öryggisgalla í stýrikerfinu. Mikilvægustu gallarnir sem verið var að laga gætu gefið tölvuþrjótum full yfirráð yfir tölvunni. Viðskipti erlent 22.4.2007 18:12
Myspace með fréttaþjónustu Netsamfélagssíðan MySpace.com er komin með "Beta" eða tilraunaútgáfu af fréttaþjónustu sem leyfir notendum að ákvarða hvaða fréttir eru í forgangi. Viðskipti erlent 22.4.2007 17:04
Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. Viðskipti erlent 12.4.2007 09:24
Stofnfrumumeðferð hjálpar sykursjúkum Fólk með sykursýki gat hætt að nota insúlínsprautur þar sem líkami þeirra fór að framleiða insúlín eftir að fólkið gekkst undir stofnfrumumeðferð. 15 manns með sykursýki af gerð 1 tóku þátt í rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í gær. Erlent 11.4.2007 08:57
Vísindamenn rækta hjartaloku Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára. Erlent 2.4.2007 11:06
Windows Vista fyrir Makka. Það hefur verið hægt að ræsa Windows XP stýrikerfið á Mökkum í tæpt ár með hugbúnaðnum Boot Camp sem hægt er að sækja frítt á heimasíðu Apple. Þessi hugbúnaður notar tækni sem hefur verið kölluð “Dual Boot“, en hún virkar þannig að tölva getur haft tvö eða fleiri stýrikerfi uppsett, en aðeins eitt stýrikerfi getur verið virkt í einu. Þetta þýðir að það þarf að endurræsa tölvuna til að skipta úr einu kerfi í annað. Viðskipti innlent 30.3.2007 10:17
Vísir sækir á Mogga Um þriðjungi fleiri netnotendur heimsækja mbl.is en visir.is, samkvæmt símakönnun Capacent í janúar og febrúar. Vefmælingar Modernus, sem telja raunverulegar heimsóknir, sýna á sama tíma að bilið milli risanna tveggja á vefnum minnkar stöðugt. Viðskipti innlent 29.3.2007 14:13
Mikil eftirspurn eftir Apple iPhone Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. Viðskipti erlent 28.3.2007 09:44
Lengstu vefföngin 63 stafir EURid, stofnunin sem sér um að skrá evrópsku .eu-vefföngin, hefur skráð sex vefföng sem fylla hámarkslengdina, 63 stafi. Þar á meðal eru fullt nafn velsks bæjar og fyrstu 63 tölustafirnir í óendanlegu tölunni pí. Viðskipti erlent 26.3.2007 21:48
Er tölvan þín örugg? Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Viðskipti innlent 26.3.2007 18:49
Apple TV komið í verslanir vestra Apple eru byrjaðir að selja nýja Apple TV sjónvarpstengiboxið í verslunum í Bandaríkjunum. Búist er við að íslenskir kaupendur geti nálgast vöruna um miðjan næsta mánuð. Apple TV tengist þráðlaust við tölvur, bæði Apple og PC tölvur og streymir myndskeiðum í sjónvarpið. Viðskipti erlent 24.3.2007 18:27
Stofna veitu til höfuðs YouTube Bandarískar sjónvarpsstöðvar áætla nú að stofna vefveitu til höfuðs YouTube. NBC og Fox áætla að selja þætti á borð við 24, House og Heroes á vefnum sem og vinsælar kvikmyndir. Tilgangurinn er að hafa betri stjórn á dreifingu efnis á vefnum. Viðskipti erlent 23.3.2007 10:43
Milli Árósa og Kaupmannahafnar með háhraðalest á hálftíma Árósar gætu orðið úthverfi Kaupmannahafnar og þessar tvær stærstu borgir Danmerkur á einu og sama atvinnusvæðinu verði hugmyndir samgöngumógúls að veruleika. Þetta yrði veruleikinn ef byggð yrði brú yfir Kattegat-sundið á milli Sjálands og Jótlands og segulhraðlest mundi flytja farþega á milli borganna tveggja á minna en hálftíma. Viðskipti erlent 22.3.2007 07:44
Sýndarheimar 70 milljarða virði Markaður fyrir hlutverkatölvuleiki sem fólk spilar yfir netið er talinn vera meira en 70 milljarða króna virði á ári. Talið er að markaðurinn muni enn vaxa og vera helmingi meira virði fyrir árið 2011. Þetta er niðurstaða sérfræðinga tæknitímaritsins Screen Digest. Milljónir manna um heim allan eyða töluverðum hluta af tíma sínum í þessum sýndarheimum, til að mynda eru um 7,6 milljónir spilara skráðir í leikinn World of Warcraft og þeim fjölgar um 1500 á dag. Með örðum orðum er þetta samfélag álíka fjölmennt og Búlgaría eða Sviss og fjölgar margfalt hraðar. Viðskipti erlent 21.3.2007 07:58
Yahoo komið með leitarvél fyrir farsíma Bandaríska netfyrirtækið Yahoo kynnti í gær leitarvél fyrir farsíma með vafra. Með leitarvélinni, sem heitir OneSearch, þykir Yahoo hafa náð nokkru forskoti á netleitarfyrirtækið Google sem hefur í bígerð að búa til svipaðan hugbúnað fyrir farsíma. Viðskipti erlent 20.3.2007 09:45
Sérstakt vefsvæði um málefni EES-samnings Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakt vefsvæði, „Brussel-setrið", sem tileinkað er þeim málaflokkum EES-samningsins er verða félagsmálaráðuneytið. Það var Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sem opnaði vefsvæðið formlega fyrir skemmstu. Viðskipti erlent 19.3.2007 11:11
Sími fyrir fullorðna Símafyrirtækið Emporia hefur sent frá sér nýja tegund farsíma, sem er sérstaklega ætlaður eldri borgurum. Síminn er sérstakur fyrir það að stafir á lyklaborði og skjá eru miklu stærri en í öðrum farsímum, og því auðveldari aflestrar. Hægt er að fá tvo skjáliti, svart og appelsínurautt, en á þeim skera stafirnir sig best úr. Þá eru aukaprógrömm afskaplega fá, síminn er eiginlega bara til þess að tala í. Viðskipti erlent 19.3.2007 10:49
A380 til Bandaríkjanna Nýja Airbus A380 risaþotan lendir í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í dag. Þetta er jómfrúrflug þotunnar yfir Atlantshafið. Flugið er á vegum þýska flugfélagsins Lufthansa, með um 500 farþega frá Frankfurt til New York og þaðan áfram til Chicago. Búist er við því að fyrstu vélarnir af þessari gerð verði afhentar flugfélögum í október, tveimur árum á eftir áætlunum. Viðskipti erlent 19.3.2007 08:32
PS3 í verslanir á föstudag PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjavísir 18.3.2007 09:43
Bílar skiptist á upplýsingum Brátt gætu nýir bílar verið útbúnir með búnaði sem leyfir ökumönnum að skiptast á upplýsingum um umferðarteppur og hættur í umferðinni. Tækjabúnaðurinn tengir saman tölvur í bílum með þráðlausu neti og leyfir ökumönnum að slá inn upplýsingar og eins greina bílarnir sjálfir upplýisingar á borð við meðalhraða og veghita. Þetta hjálpar öðrum ökumönnum að haga aksturslagi eftir aðstæðum og velja leiðir fram hjá umferðarhnútum. Viðskipti erlent 17.3.2007 16:17
Berjast fyrir útbreiðslu HD-sjónvarps Stöðugt eykst þrýstingur á sjónvarpsstöðvar og dreifingaraðila um að bjóða sjónvarp í svokölluðum HD-gæðum. Nú hefur hópur söluaðila hafið herferð í Bretlandi til að tryggja að HD staðallinn nái útbreiðslu. Tíðnin sem HD-gæðin þurfa hefur hins vegar verið seld fyrirtæki sem dreifir ókeypis sjónvarpi í hefðbundnum gæðum. Viðskipti erlent 15.3.2007 11:10
Skaðabótamál höfðað gegn YouTube Afþreyingarfyrirtækið Viacom, sem meðal annars rekur tónlistarsjónvarpsstöðina MTV, hefur höfðað skaðabótamál gegn myndbandaveitunni YouTube og fyrirtækinu Google, sem er eigandi hennar, fyrir brot á höfundarréttarlögum. Viðskipti erlent 13.3.2007 22:03
Viacom ætlar í mál við Google Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Viacom Media hefur tilkynnt að það ætli að höfða mál á hendur netfyrirtækisins Google vegna brota á höfundarrétti. Google keypti YouTube á síðasta ári og segir Viacom að netveitan hafi sýnt þar sjónvarpsefni sem verndað er með höfundarréttarlögum.Samsteypan krefst eins milljarða dala, jafnvirði 67,5 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Viðskipti erlent 13.3.2007 14:43