Box Óvíst með bardaga Hopkins og Jones Draumabardagi þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones Jr gæti nú verið í hættu, því illa gengur að semja um peningahliðina á bardaganum, sem fyrirhugaður var þann 11. mars næstkomandi. Báðir hnefaleikarar mega að vísu muna fífil sinn fegurri, en þó var talið víst að húsfyllir yrði þegar þessir fyrrum kóngar í sínum þyngdarflokki mættust aftur í hringnum. Sport 13.1.2006 17:57 Keppir í fyrsta sinn við útlending Vonarstjarna breskra hnefaleika, hinn 19 ára gamli Amir Khan, keppir í fyrsta skipti við útlendan andstæðing á atvinnumannsferli sínum í Nottingham þann 28. janúar nk. Hann mun keppa við hinn 21 árs gamla Vitali Marynov, en Englendingar vonast til að Khan verði orðinn stórstjarna í hnefaleikaheiminum á næsta ári. Sport 13.1.2006 16:38 Líklegur til afreka á HM Kínverska snókerundrið Ding Junhui fór á kostum á HM í gær og er talinn líklegur til afreka. Sport 13.1.2006 09:46 Mayweather vill berjast við Hatton á árinu Þjálfari hnefaleikarans Floyd Mayweather segir að bardagi milli Mayweather og Ricky Hatton á árinu sé nú mjög raunhæfur möguleiki, ekki síst eftir að Zab Judah tapaði óvænt fyrir Carlos Baldomir á dögunum. Hatton hefur lengið viljað berjast í Bandaríkjunum til að verða sér út um meiri peninga og hróður á heimsvísu og nú lítur út fyrir að sá draumur gæti orðið að veruleika fljótlega. Sport 11.1.2006 14:44 Jones og Hopkins berjast aftur Hinir frábæru hnefaleikamenn Roy Jones Jr og Bernard Hopkins hafa samþykkt að mætast í hringnum í vor, en þeir félagar börðust síðast árið 1993. Þar hafði Roy Jones betur, en eftir það skildu leiðir og þeir urðu báðir óumdeildir meistarar í sinni þyngd í meira en áratug. Sport 26.12.2005 02:21 Drátturinn í Meistaradeildinni beint á NFS Í dag klukkan 11:00 verður dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Áhugasömum er bent á að hægt er að sjá dráttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni NFS. Stöðinni er hægt að ná á rás 6 á Digital Ísland hjá 365 eða hér á Vísi VefTV. Sport 16.12.2005 09:45 Stjarnan í undanúrslit Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit SS-bikarkeppninnar í handbolta þegar liðið lagði Þór á Akureyri, 28-30. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi en Stjarnan leiddi með einu marki í leikhléi, 16-17. Sport 7.12.2005 23:32 Manchester United úr leik Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Benfica í Portúgal. Paul Scholes kom United yfir á 6. mínútu en Geovanni og Beto skoruðu mörk Benfica. United hefði nægt jafntefli í leiknum þar sem Villarreal sigraði Lille en United var aldrei líklegt til að jafna í leiknum. Sport 7.12.2005 23:27 Jermaine Taylor er konungur millivigtarinnar Jermaine Taylor varði titil sinn sem óumdeildur meistari í millivigt hnefaleika í nótt þegar hann sigraði Bernard Hopkins öðru sinni síðan í júlí. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 115-113 Taylor í vil og þó Hopkins hafi ekki verið sáttur við niðurstöðuna, var hún ótvíræð í þetta sinn eftir að úrslitin í fyrri bardaganum höfðu verið nokkuð loðin. Sport 4.12.2005 14:29 Hopkins ætlar að ganga frá Taylor "Böðullinn" Bernard Hopkins ætlar að setja á svið sýningu í kvöld þegar hann mætir Jermain Taylor öðru sinni í bardaga þar sem krýndur verður óumdeilanlegur konungur millivigtarinnar í hnefaleikum. Hopkins, sem hafði ekki tapað á ferlinum fyrr en hann tapaði fyrir Taylor, sagði að sigur mótherja síns hafi verið rán um hábjartan dag og ætlar að sýna það og sanna í kvöld að hann sé sá besti. Sport 3.12.2005 19:44 Berst ekki næsta hálfa árið Hnefaleikarinn Ricky Hatton mun ekki berjast næsta hálfa árið vegna ljótra skurða sem hann hlaut í bardaganum við Carlos Maussa um síðustu helgi. Hatton hafði mikla yfirburði í bardaganum en skarst mjög illa eftir að höfuð þeirra skullu saman og þurfi að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum eftir bardagann. Sport 29.11.2005 18:51 Blóðugur sigur hjá Ricky Hatton Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er heimsmeistari hjá IBF og WBC samböndunum eftir öruggan en blóðugan sigur gegn Carlos Maussa í Sheffield í nótt. Þrátt fyrir að hljóta ljóta skurði við bæði augu mjög snemma í bardaganum, var sigur Hatton aldrei í hættu og hann vann á rothöggi í níundu lotu. Sport 27.11.2005 14:05 Taylor er bara "gervimeistari" Hnefaleikarinn Bernard Hopkins, eða "Böðullinn" eins og hann er jafnan kallaður, segir að andstæðingur sinn Jermain Taylor sé ekkert annað en gervimeistari og ætlar að gersigra hann þegar þeir mætast í hringnum þann 3. desember næstkomandi. Sport 23.11.2005 16:47 Biður Klitschko afsökunar Hnefaleikafrömuðurinn umdeildi Don King hefur beðið Úkraínumanninn Vitali Klitschko afsökunar á miður fallegum orðum sem hann lét falla í garð Klitschkos í kjölfar þess að hann dró sig úr bardaganum gegn Hasim Rahman. Sömu meiðsli leiddu siðan til þess að Klitschko lagði hanskana á hilluna. Sport 22.11.2005 19:50 Ricky Hatton í besta formi á ferlinum Hnefaleikarinn Ricky Hatton segist vera í besta formi sem hann hafi verið í á ævi sinni og hlakkar til að verja IBF titil sinn gegn Carlos Maussa á laugardagskvöldið, en sá bardagi verður í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22.11.2005 21:05 Mayweather stóð við stóru orðin Hnefaleikarinn Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í gær og lumbraði auðveldlega á Sharmba Mitchell, en það tók hann aðeins sex lotur að láta dómarann stöðva bardagann, svo vel saumaði hann að andstæðingi sínum. Mayweather hefur unnið alla 35 bardaga sína á ferlinum. Sport 20.11.2005 18:27 Mayweather drjúgur með sig Hinn ósigraði Floyd Mayweather er heldur betur drjúgur með sig fyrir bardagann við Sharmba Mitchell í nótt og segist vera farinn að hugsa um næsta bardaga, sem væntanlega muni skila honum meiri tekjum en bardagi kvöldsins. WBC belti Mayweather verður ekki undir í bardaganum í kvöld, sem sýndur er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 19.11.2005 15:31 Langar að berjast aftur við Lewis Þungaviktarhnefaleikarinn Vitali Klitschko, sem nýlega lagði hanskana á hilluna, segir að sér þætti freistandi að snúa aftur í hringinn ef hann fengi tækifæri til að berjast við gamla keppinaut sinn Lennox Lewis. Sport 14.11.2005 14:15 Prinsinn getur komist á toppinn á ný Fyrrum þjálfari hnefaleikakappans Prince Naseem Hamed, segir að hann eigi fína möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn ef hann ákveði að snúa aftur í hringinn, en hinn 31 árs gamli Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara í þrjú ár. Sport 10.11.2005 19:47 Vitali Klitschko hættur Þungavigtarhnefaleikarinn Vitali Klitschko hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 34 ára gamall vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur átt við að stríða á undanförnum mánuðum. Fyrirhuguðum andstæðingi hans Hasim Rahman hefur því verið afhent WBC meistarabeltið, en þeir áttu að berjast núna 12. nóvember. Sport 10.11.2005 13:52 Bruno viðurkennir kókaínneyslu Fyrrum hnefaleikakappinn Frank Bruno hefur viðurkennt að hafa verið djúpt sokkinn í kókaínneyslu árið 2000 og segir í samtali við breska blaðið News of the world að hann hafi lent í alvarlegu þunglyndi í kjölfar neyslu sinnar. Hann hefur þó snúið við blaðinu og er hættur öllu slíku í dag. Sport 23.10.2005 15:03 Castillo kom fram hefndum Mexíkóski boxarinn Jose Luis Castillo kom fram hefndum gegn Diego Corrales í nótt, þegar dómarinn stöðvaði annan bardaga þeirra í fjórðu lotu eftir að Castillo hafði lumbrað duglega á Corrales og slegið hann í gólfið. Sport 23.10.2005 15:03 Castillo var of þungur Mexíkóski boxarinn Jose Luis Castillo mun ekki geta endurheimt WBC léttvigtartitil sinn í hnefaleikum, eftir að honum mistókst að ná réttri þyngd fyrir bardagann við Diego Corrales. Sport 23.10.2005 15:03 Klitschko sigraði Peter á stigum Úkraínski þungaviktarhnefaleikarinn Wladimir Klitschko sigraði "Nígerísku Martröðina" Samuel Peter í bardaga um IBF og WBO titilinn í boxi í Bandaríkjunum í nótt, þrátt fyrir að vera þrisvar sinnum laminn í gólfið af hinum áður ósigraða andstæðingi sínum. Sport 23.10.2005 14:59 Hnefaleikari lætur lífið Bandaríski hnefaleikarinn Levander Johnson lét lífið á sjúkrahúsi í gær eftir að blætt hafði inn á heila hans í bardaga gegn mexókóska boxaranum Jesus Chaves á laugardaginn. Johnson var 35 ára gamall og var fluttur í skyndi á sjúkrahús eftir að hafa tapað bardaganum í 11. lotu, en hann féll í yfirlið í búningsherbergi eftir bardagann. Sport 23.10.2005 14:58 Loksins mætast Klitschko og Rahman Eftir langa mæðu virðist nú bardagi þeirra Vitaly Klitschko og Hasim Rahman loksins ætla að fara fram og hefur verið settur á 12. nóvember í Las Vegas í Bandaríkjunum. Viðureign þeirra félaga hefur verið frestað í tvígang vegna meiðsla Úkraínumannsins. Sport 17.10.2005 23:45 Don King ánægður með Khan Umboðsmaðurinn umdeildi Don King átti ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á ungstirninu Amir Khan, eftir að hann vann sinn annan bardaga sem atvinnumaður um helgina. King líkti breska hnefaleikaranum við Sugar Ray Robinson. Sport 14.10.2005 06:41 Khan verður betri en Prinsinn Brendan Ingle, maðurinn sem þjálfaði Prinsinn (Naseem Hamed), segir að Amir Khan verði betri en Prininn hafi nokkurn tíman verið. En prinsinn er fyrrum heimsmeistari í fjaðurvigt. Mikið Amir Khan æði er nú í Bretlandi og langt síðan jafn mikil spenna hefur verið fyrir hnefaleikum þar í landi .... Sport 13.10.2005 19:32 Fyrsta tap Hopkins í 12 ár Hnefaleikakappinn Bernard Hopkins tapaði fyrsta bardaga sínum í rúm tólf ár þegar mótherji hans, Jermain Taylor, hafði betur í Las Vegas í gærkvöldi. Hinn fertugi Hopkins var að verja titil sinn í millivigt í 21. sinn. Sport 13.10.2005 19:31 Ver titilinn í 21. sinn Klukkan eitt í nótt verður bein útsending á Sýn frá Las Vegas en þar verða háðir nokkrir athyglisverðir hnefaleikabardagar. Sá bardagi sem flestra augu beinist að er viðureign Bernard Hopkins og Jermain Taylor. Þeir félagar berjast um heimsmeistaratitilinn í millivigt og ver Hopkins nú titil sinn í 21. sinn. Sport 13.10.2005 19:31 « ‹ 30 31 32 33 34 ›
Óvíst með bardaga Hopkins og Jones Draumabardagi þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones Jr gæti nú verið í hættu, því illa gengur að semja um peningahliðina á bardaganum, sem fyrirhugaður var þann 11. mars næstkomandi. Báðir hnefaleikarar mega að vísu muna fífil sinn fegurri, en þó var talið víst að húsfyllir yrði þegar þessir fyrrum kóngar í sínum þyngdarflokki mættust aftur í hringnum. Sport 13.1.2006 17:57
Keppir í fyrsta sinn við útlending Vonarstjarna breskra hnefaleika, hinn 19 ára gamli Amir Khan, keppir í fyrsta skipti við útlendan andstæðing á atvinnumannsferli sínum í Nottingham þann 28. janúar nk. Hann mun keppa við hinn 21 árs gamla Vitali Marynov, en Englendingar vonast til að Khan verði orðinn stórstjarna í hnefaleikaheiminum á næsta ári. Sport 13.1.2006 16:38
Líklegur til afreka á HM Kínverska snókerundrið Ding Junhui fór á kostum á HM í gær og er talinn líklegur til afreka. Sport 13.1.2006 09:46
Mayweather vill berjast við Hatton á árinu Þjálfari hnefaleikarans Floyd Mayweather segir að bardagi milli Mayweather og Ricky Hatton á árinu sé nú mjög raunhæfur möguleiki, ekki síst eftir að Zab Judah tapaði óvænt fyrir Carlos Baldomir á dögunum. Hatton hefur lengið viljað berjast í Bandaríkjunum til að verða sér út um meiri peninga og hróður á heimsvísu og nú lítur út fyrir að sá draumur gæti orðið að veruleika fljótlega. Sport 11.1.2006 14:44
Jones og Hopkins berjast aftur Hinir frábæru hnefaleikamenn Roy Jones Jr og Bernard Hopkins hafa samþykkt að mætast í hringnum í vor, en þeir félagar börðust síðast árið 1993. Þar hafði Roy Jones betur, en eftir það skildu leiðir og þeir urðu báðir óumdeildir meistarar í sinni þyngd í meira en áratug. Sport 26.12.2005 02:21
Drátturinn í Meistaradeildinni beint á NFS Í dag klukkan 11:00 verður dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Áhugasömum er bent á að hægt er að sjá dráttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni NFS. Stöðinni er hægt að ná á rás 6 á Digital Ísland hjá 365 eða hér á Vísi VefTV. Sport 16.12.2005 09:45
Stjarnan í undanúrslit Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit SS-bikarkeppninnar í handbolta þegar liðið lagði Þór á Akureyri, 28-30. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi en Stjarnan leiddi með einu marki í leikhléi, 16-17. Sport 7.12.2005 23:32
Manchester United úr leik Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Benfica í Portúgal. Paul Scholes kom United yfir á 6. mínútu en Geovanni og Beto skoruðu mörk Benfica. United hefði nægt jafntefli í leiknum þar sem Villarreal sigraði Lille en United var aldrei líklegt til að jafna í leiknum. Sport 7.12.2005 23:27
Jermaine Taylor er konungur millivigtarinnar Jermaine Taylor varði titil sinn sem óumdeildur meistari í millivigt hnefaleika í nótt þegar hann sigraði Bernard Hopkins öðru sinni síðan í júlí. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 115-113 Taylor í vil og þó Hopkins hafi ekki verið sáttur við niðurstöðuna, var hún ótvíræð í þetta sinn eftir að úrslitin í fyrri bardaganum höfðu verið nokkuð loðin. Sport 4.12.2005 14:29
Hopkins ætlar að ganga frá Taylor "Böðullinn" Bernard Hopkins ætlar að setja á svið sýningu í kvöld þegar hann mætir Jermain Taylor öðru sinni í bardaga þar sem krýndur verður óumdeilanlegur konungur millivigtarinnar í hnefaleikum. Hopkins, sem hafði ekki tapað á ferlinum fyrr en hann tapaði fyrir Taylor, sagði að sigur mótherja síns hafi verið rán um hábjartan dag og ætlar að sýna það og sanna í kvöld að hann sé sá besti. Sport 3.12.2005 19:44
Berst ekki næsta hálfa árið Hnefaleikarinn Ricky Hatton mun ekki berjast næsta hálfa árið vegna ljótra skurða sem hann hlaut í bardaganum við Carlos Maussa um síðustu helgi. Hatton hafði mikla yfirburði í bardaganum en skarst mjög illa eftir að höfuð þeirra skullu saman og þurfi að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum eftir bardagann. Sport 29.11.2005 18:51
Blóðugur sigur hjá Ricky Hatton Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton er heimsmeistari hjá IBF og WBC samböndunum eftir öruggan en blóðugan sigur gegn Carlos Maussa í Sheffield í nótt. Þrátt fyrir að hljóta ljóta skurði við bæði augu mjög snemma í bardaganum, var sigur Hatton aldrei í hættu og hann vann á rothöggi í níundu lotu. Sport 27.11.2005 14:05
Taylor er bara "gervimeistari" Hnefaleikarinn Bernard Hopkins, eða "Böðullinn" eins og hann er jafnan kallaður, segir að andstæðingur sinn Jermain Taylor sé ekkert annað en gervimeistari og ætlar að gersigra hann þegar þeir mætast í hringnum þann 3. desember næstkomandi. Sport 23.11.2005 16:47
Biður Klitschko afsökunar Hnefaleikafrömuðurinn umdeildi Don King hefur beðið Úkraínumanninn Vitali Klitschko afsökunar á miður fallegum orðum sem hann lét falla í garð Klitschkos í kjölfar þess að hann dró sig úr bardaganum gegn Hasim Rahman. Sömu meiðsli leiddu siðan til þess að Klitschko lagði hanskana á hilluna. Sport 22.11.2005 19:50
Ricky Hatton í besta formi á ferlinum Hnefaleikarinn Ricky Hatton segist vera í besta formi sem hann hafi verið í á ævi sinni og hlakkar til að verja IBF titil sinn gegn Carlos Maussa á laugardagskvöldið, en sá bardagi verður í beinni útsendingu á Sýn. Sport 22.11.2005 21:05
Mayweather stóð við stóru orðin Hnefaleikarinn Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í gær og lumbraði auðveldlega á Sharmba Mitchell, en það tók hann aðeins sex lotur að láta dómarann stöðva bardagann, svo vel saumaði hann að andstæðingi sínum. Mayweather hefur unnið alla 35 bardaga sína á ferlinum. Sport 20.11.2005 18:27
Mayweather drjúgur með sig Hinn ósigraði Floyd Mayweather er heldur betur drjúgur með sig fyrir bardagann við Sharmba Mitchell í nótt og segist vera farinn að hugsa um næsta bardaga, sem væntanlega muni skila honum meiri tekjum en bardagi kvöldsins. WBC belti Mayweather verður ekki undir í bardaganum í kvöld, sem sýndur er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 19.11.2005 15:31
Langar að berjast aftur við Lewis Þungaviktarhnefaleikarinn Vitali Klitschko, sem nýlega lagði hanskana á hilluna, segir að sér þætti freistandi að snúa aftur í hringinn ef hann fengi tækifæri til að berjast við gamla keppinaut sinn Lennox Lewis. Sport 14.11.2005 14:15
Prinsinn getur komist á toppinn á ný Fyrrum þjálfari hnefaleikakappans Prince Naseem Hamed, segir að hann eigi fína möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn ef hann ákveði að snúa aftur í hringinn, en hinn 31 árs gamli Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara í þrjú ár. Sport 10.11.2005 19:47
Vitali Klitschko hættur Þungavigtarhnefaleikarinn Vitali Klitschko hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 34 ára gamall vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur átt við að stríða á undanförnum mánuðum. Fyrirhuguðum andstæðingi hans Hasim Rahman hefur því verið afhent WBC meistarabeltið, en þeir áttu að berjast núna 12. nóvember. Sport 10.11.2005 13:52
Bruno viðurkennir kókaínneyslu Fyrrum hnefaleikakappinn Frank Bruno hefur viðurkennt að hafa verið djúpt sokkinn í kókaínneyslu árið 2000 og segir í samtali við breska blaðið News of the world að hann hafi lent í alvarlegu þunglyndi í kjölfar neyslu sinnar. Hann hefur þó snúið við blaðinu og er hættur öllu slíku í dag. Sport 23.10.2005 15:03
Castillo kom fram hefndum Mexíkóski boxarinn Jose Luis Castillo kom fram hefndum gegn Diego Corrales í nótt, þegar dómarinn stöðvaði annan bardaga þeirra í fjórðu lotu eftir að Castillo hafði lumbrað duglega á Corrales og slegið hann í gólfið. Sport 23.10.2005 15:03
Castillo var of þungur Mexíkóski boxarinn Jose Luis Castillo mun ekki geta endurheimt WBC léttvigtartitil sinn í hnefaleikum, eftir að honum mistókst að ná réttri þyngd fyrir bardagann við Diego Corrales. Sport 23.10.2005 15:03
Klitschko sigraði Peter á stigum Úkraínski þungaviktarhnefaleikarinn Wladimir Klitschko sigraði "Nígerísku Martröðina" Samuel Peter í bardaga um IBF og WBO titilinn í boxi í Bandaríkjunum í nótt, þrátt fyrir að vera þrisvar sinnum laminn í gólfið af hinum áður ósigraða andstæðingi sínum. Sport 23.10.2005 14:59
Hnefaleikari lætur lífið Bandaríski hnefaleikarinn Levander Johnson lét lífið á sjúkrahúsi í gær eftir að blætt hafði inn á heila hans í bardaga gegn mexókóska boxaranum Jesus Chaves á laugardaginn. Johnson var 35 ára gamall og var fluttur í skyndi á sjúkrahús eftir að hafa tapað bardaganum í 11. lotu, en hann féll í yfirlið í búningsherbergi eftir bardagann. Sport 23.10.2005 14:58
Loksins mætast Klitschko og Rahman Eftir langa mæðu virðist nú bardagi þeirra Vitaly Klitschko og Hasim Rahman loksins ætla að fara fram og hefur verið settur á 12. nóvember í Las Vegas í Bandaríkjunum. Viðureign þeirra félaga hefur verið frestað í tvígang vegna meiðsla Úkraínumannsins. Sport 17.10.2005 23:45
Don King ánægður með Khan Umboðsmaðurinn umdeildi Don King átti ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á ungstirninu Amir Khan, eftir að hann vann sinn annan bardaga sem atvinnumaður um helgina. King líkti breska hnefaleikaranum við Sugar Ray Robinson. Sport 14.10.2005 06:41
Khan verður betri en Prinsinn Brendan Ingle, maðurinn sem þjálfaði Prinsinn (Naseem Hamed), segir að Amir Khan verði betri en Prininn hafi nokkurn tíman verið. En prinsinn er fyrrum heimsmeistari í fjaðurvigt. Mikið Amir Khan æði er nú í Bretlandi og langt síðan jafn mikil spenna hefur verið fyrir hnefaleikum þar í landi .... Sport 13.10.2005 19:32
Fyrsta tap Hopkins í 12 ár Hnefaleikakappinn Bernard Hopkins tapaði fyrsta bardaga sínum í rúm tólf ár þegar mótherji hans, Jermain Taylor, hafði betur í Las Vegas í gærkvöldi. Hinn fertugi Hopkins var að verja titil sinn í millivigt í 21. sinn. Sport 13.10.2005 19:31
Ver titilinn í 21. sinn Klukkan eitt í nótt verður bein útsending á Sýn frá Las Vegas en þar verða háðir nokkrir athyglisverðir hnefaleikabardagar. Sá bardagi sem flestra augu beinist að er viðureign Bernard Hopkins og Jermain Taylor. Þeir félagar berjast um heimsmeistaratitilinn í millivigt og ver Hopkins nú titil sinn í 21. sinn. Sport 13.10.2005 19:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent