
Sport
Khan of upptekinn fyrir leiklistina

Breski hnefaleikarinn Amir Khan sagði í samtali við götublaðið The Sun að hann væri búinn að afþakka fjölda tilboða um að leika í kvikmyndum í Bollywood, sem er gælunafn kvikmyndaiðnaðarins á Indlandi. Khan hefur unnið alla tíu bardaga sína sem atvinnumaður og segist ætla að einbeita sér að boxinu í nánustu framtíð - þó hann útiloki ekki að reyna fyrir sér í kvikmyndunum einn daginn.