Box

Fréttamynd

Samningar um bardaga Haye og Vitali Klitschko á lokastigi

Allt bendir nú til þess að Bretinn David „Hayemaker“ Haye fái loksins langþráðan möguleika á beltabardaga gegn WBC þungavigtarmeistaranum Vitali Klitschko en Haye varð að draga sig út úr bardaga gegn IBF og WBO þungavigtarmeistaranum Wladimir Klitschko, yngri bróður Vitali, í júní vegna bakmeiðsla.

Sport
Fréttamynd

Haye óþreyjufullur að mæta Klitschko-bræðrum

Eftir að breski hnefaleikakappinn David Haye þurfti að draga sig út úr bardaga gegn Wladimir Klitschko um miðjan júní vegna meiðsla hefur gengið illa hjá honum að skipuleggja annað tækifæri í hringnum gegn annað hvort Wladimir eða Vitali Klitschko.

Sport
Fréttamynd

Endurkomu Floyd Mayweather frestað

Til stóð að hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. myndi snúa aftur í hringinn gegn Juan Manuel Marquez í júlí en bardaganum hefur hins vegar verið frestað til 19. september.

Sport
Fréttamynd

Hatton enn óákveðinn með framhaldið

Hnefaleikakappinn Ricky Hatton er enn í rusli yfir niðurlægjandi tapi sínu gegn Manny Pacquiao en fjöldi manna úr bransanum hafa hvatt Bretann til þess að leggja hanskana á hilluna.

Sport
Fréttamynd

Klitschko varði titla sína

Hnefaleikakappinn Wladimir Klitschko varði í kvöld WBO- og IBF-titla sína í þungavikt. Hann lagði Ruslan Chagaev með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu.

Sport
Fréttamynd

Wlad getur orðið næsti Lennox Lewis

Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko.

Sport
Fréttamynd

Haye: Klitschko bræður vita að ég er tilbúinn að mæta þeim

Breski hnefaleikakappinn David Haye skaut föstum skotum á bræðurna Wladimir og Vitali Klitschko í samtali við Sky Sports fréttastofuna en Haye varð að fresta fyrirhuguðum bardaga sínum við yngri bróðurinn Wladimir sem fara átti fram 20. júní vegna bakmeiðsla.

Sport
Fréttamynd

Chagaev kemur í stað Haye og mætir Klitschko í júlí

Bretinn David Haye varð að draga sig úr fyrirhuguðum bardaga gegn Wladimir Klitschko en talsmenn úrkraínumannsins hafa staðfest að Ruslan Chagaev, fyrrum WBA meistari frá Úsbekistan, muni að öllu óbreyttu stökkva fram fyrir Haye í goggunarröðinni.

Sport
Fréttamynd

Pacquiao og Mosley í viðræðum um bardaga

Hnefaleikakapparnir Manny „Pacman“ Pacquiao og „Sugar“ Shane Mosley eru í viðræðum um að mætast í hringnum og mun bardaginn líklega fara fram í október á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Fyrirhuguðum bardaga Klitschko og Haye frestað

Hnefaleikaunnendur víðs vegar um heiminn fengu slæmar fréttir í dag þegar staðfest var að ekkert verði af fyrirhuguðum bardaga Wladimir Klitschko og David Haye sem fara átti fram 20. júní næstkomandi. Ástæðan er sú að Haye meiddist á hönd við æfingar fyrir bardagann.

Sport
Fréttamynd

Joe Calzaghe: Hatton ætti bara að hætta þessu

Framtíð breska hnefaleikakappans Ricky Hatton er enn óráðin eftir vandræðalegt tap hans gegn Manny Pacquiao í byrjun síðasta mánaðar en fjölmargir aðilar hafa komið fram og sagt að hann ætti bara að hætta þessu. Velski hnefaleikakappinn fyrrverandi Joe Calzaghe er sá síðasti til þess að bætast í þann hóp.

Sport
Fréttamynd

Heimkomu Pacquiao frestað vegna svínaflensu

Heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum hafa beðið stjörnuboxarann Manny Pacquiao að fresta því að snúa aftur til heimalandsins eftir frækinn sigur hans á Ricky Hatton um helgina.

Sport
Fréttamynd

Hatton langar að gerast umboðsmaður

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um framtíð sína sem hnefaleikara eftir slæmt tap fyrir Manny Pacquiao um helgina.

Sport
Fréttamynd

Mayweather: Hatton á að hætta

Floyd Mayweather eldri, þjálfari breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að tími sé kominn fyrir Hatton að leggja hanskana á hilluna eftir ljótt tap gegn Manny Pacquiao í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Manny Pacquiao rotaði Ricky Hatton í nótt

Það tók ekki langan tíma fyrir Manny Pacquiao að enda bardagann á móti Ricky Hatton í Las Vegas í nótt. Pacquiao fór illa með Bretann og gerði út um bardagann með því að rota Hatton þegar aðeins 2:59 mínútur voru eftir af annarri lotu.

Sport
Fréttamynd

Pacquiao mun rota Hatton

Hnefaleikaþjálfarinn Freddie Roach segir að Manny Pacquiao muni eiga auðvelt með að rota Ricky Hatton í bardaga þeirra um IBF beltið í Las Vegas á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Uppselt á bardaga Hatton og Pacquiao

Í dag var tilkynnt að allir 16,000 miðarnir sem voru í boði á bardaga Ricky Hatton og Manny Pacquiao á MGM Grand hótelinu í Las Vegas þann 2. maí nk.

Sport
Fréttamynd

Haye kemur óorði á hnefaleika

Hnefaleikarinn Wladimir Klitschko segir að mótherji hans David Haye frá Bretlandi sé íþróttinni til skammar vegna hegðunar sinnar og yfirlýsinga í aðdraganda bardaga þeirra í júní.

Sport
Fréttamynd

Valuev ætlar að hefna sín

Hinn tröllvaxni Nikolay Valuev ætlar að leita hefnda fyrir eina tapið sitt á ferlinum í Helsinki þann 30. maí í sumar þegar hann mætir Ruslan Chagaev frá Úsbekistan.

Sport