
Bakarí

Eina bakaríi bæjarins skellt fyrirvaralaust í lás
Húsvíkingar ráku upp stór augu í gærmorgun þegar eina bakaríi bæjarins var skyndilega skellt í lás. Sveitastjórnarfulltrúi segir mikinn missi að bakaríi í bænum, sem starfrækt hefur verið í rúm hundrað ár, og algjör óvissa ríki um framhaldið

Annar bakaradrengur í ofninum
Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, betur þekktur sem Gulli bakari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardóttir, eiga von á sínu öðru barni í nóvember. Fyrir eiga þau soninn Arnar Inga sem er eins árs.

Bakarí og veitingastaður opna í Grindavík á ný
Veitingastaður og bakarí í Grindavík voru opnuð á ný í Grindavík í dag. Lögreglustjórinn telur viðbragðsaðila hafa ágætis tíma til að rýma bæinn komi til nýs eldgoss á svæðinu.

Léku bakarí grátt og Musk lofar bót og betrun
Auðjöfurinn Elon Musk hefur lofað að ná sáttum við bakarí í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, eftir að fyrirtæki hans hætti við umfangsmikla pöntun á síðustu stundu.

Karlmannleg kóngakaka í tilefni af krúnuskiptunum
Í tilefni af krúnuskiptunum næstkomandi sunnudag hefur danska konditoríið La Glace bakað sérstaka Friðriksköku sem verður til sölu á meðan valdatíð Friðriks stendur yfir.

Bakarafjölskylda tekur við bakaríi á Reyðarfirði
Fyrirtækið Baker family ehf., sem er í eigu bakarameistarans Vals Þórssonar, Elísabetar Sveinsdóttur, Þóreyjar Sveinsdóttur og Gregorz Zielke, tekur við rekstri Sesam Brauðhúss af Lostæti Austurlyst ehf. um komandi áramót.

Hérastubbur bakari bauð upp á fimmtán sortir fyrsta daginn
Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum.

Kleinukarl fagnar deginum með þremur til fjórum kleinum
Dagur kleinunnar er runninn upp í þriðja sinn. Annálaður kleinukarl og bakari segir fagnaðarefni að geta heiðrað bakkelsið almennilega og telur flesta Íslendinga eiga góðar minningar af kleinum.

Svangur svartbjörn stal sætabrauði
Svangur svartbjörn braust inn í bílskúr bakarís í bænum Avon í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum fyrir helgi. Hann hræddi starfsfólk bakarísins sem náði þó að hrekja hann í burtu án þess að neinn slasaðist. Björninn hafði þó á brott með sér nóg af bollakökum sem hann át á bílastæðinu.

Sá sem keyrði inn í Sauðárkróksbakarí laus úr haldi
Einstaklingurinn sem keyrði í gegnum vegg Sauðárkróksbakarís í gærmorgun er laus úr haldi. Tjónið á bæði húsnæðinu og bílnum verður nú metið.

Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið
Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af.

85 milljóna króna gjaldþrot Fellabakarís
Engar eignir fundust í þrotabúi Fellabaksturs ehf. sem rak Fellabakarí á Egilsstöðum. Kröfur í búið námu tæplega 85 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en félagið var úrskurðað gjaldþrota í janúar.

Kaka ársins 2023 komin í sölu
Kaka ársins 2023 var afhent matvælaráðherra í dag. Kakan kemur úr smiðju Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur í Mosfellsbakaríi.

Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn
Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina.

Sigurður valinn besti kökugerðarmaður í heimi
Sigurður Már Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi var valinn kökugerðarmaður ársins á heimsþingi bakara og kökugerðarmanna í gær. Titillinn er með æðstu viðurkenningum sem kökugerðarmönnum getur hlotnast í heiminum.

Risastór áfangi í íslenska bakarabransanum
Ríflega sjötíu bakarar eru staddir hér á landi til að taka þátt á heimsþingi bakara og kökugerðamanna. Í kvöld fer fram gala-kvöldverður á Grand Hótel þar sem heiðraðir verða bakari ársins og kökugerðamaður ársins, en sá síðarnefndi er Íslendingur. Nöfn sigurvegara verða tilkynnt í kvöld.

Flúðadraumur Almars úti
Hrunamenn gráta lokun bakarísins á staðnum. Eftir rúmlega árs rekstur á Flúðum hafa bakarahjónin Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir ákveðið að hætta rekstri.

Umræða um breytingu á nafni múffa ekki tengd bakarameisturum
Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir að það hafi lengi verið uppi hugmynd um að breyta nafni kynlífstæki karla sem kallast múffa. Þó sé ruglingur við bakkelsið ekki ástæðan fyrir þeirri pælingu.

Ógreiddar kröfur rúmlega 120 milljónir
Ógreiddar kröfur í þrotabú bakarís Jóa Fel námu rúmlega 120 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 333 milljónum króna en samþykktar kröfur voru 140 milljónir. Tæpar tuttugu milljónir fengust upp í samþykktar kröfur.

Engan sakaði þegar ekið var í gegnum rúðu bakarís
Ökumaður ók á framhlið Mosfellsbakarís með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu og loka þurfti bakaríinu. Að sögn Hafliða Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Mosfellsbakarís, var áreksturinn einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað.

Flýgur frá ástarpungunum á Akureyri í leiki með Eyjamönnum
Er hægt að baka brauð og snúða á nóttunni á Akureyri og spila svo handbolta daginn eftir með ÍBV í Vestmannaeyjum? Það er nokkurn veginn það sem Fannar Þór Friðgeirsson gerir nú þegar úrslitakeppnin í Olís-deildinni nálgast suðupunkt.

Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu
Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn.

Kominn á nýjan stað í lífinu og upplifði létti eftir gjaldþrotið
Jói Fel sagði skilið við veitingageirann fyrir rúmu ári þegar bakaríin hans fóru í þrot. Hann segir það hafa verið erfiða reynslu að ganga í gegnum en að hann hafi samt verið staðráðinn í að rísa fljótt aftur upp.

Hvaða bolla er best?
Landsmenn gæddu sér á bollum vítt og breitt um landið í dag - af öllum stærðum og gerðum. Við fórum á stúfana og skoðuðum helstu nýjungar.

Bíður enn eftir rétta kaupandanum
Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu.

Brauð & Co opnar bílalúgu á Laugavegi
Brauð & Co hyggst opna nýja verslun í húsnæði Skeljungs við Laugaveg 180 í haust. Þar verður meðal annars boðið upp á afgreiðslu á brauði í gegnum bílalúgu, sem telst nýjung á Íslandi.

Æskuvinir láta drauminn rætast og opna veitingastaðinn Héðinn
„Það má segja að æskudraumur okkar vinanna sé að verða að veruleika,“ segir veitingamaðurinn Elías Guðmundsson í samtali við Vísi.

Ljósmæður fengu fyrstu köku ársins
Ljósmæður og starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala tóku á móti fyrstu Köku ársins 2021. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins.

„Þetta er bara svo gaman“
Bakarar höfðu í nægu að snúast í dag sem fyrr á bolludegi og seldu tugþúsundir rjómabolla. Hin klassíska vatnsdeigsbolla með súkkulaði er áfram langvinsælust á meðal landsmanna og nýjungar í mataræði höfðu lítil áhrif á söluna.

80 milljóna króna gjaldþrot Guðna bakara
Skiptum í þrotabú Guðna bakara sem starfrækt var um árabil við Austurveg á Selfossi er lokið. Samtals var tæplega 80 milljóna kröfum lýst í búið að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.