Leiknir Reykjavík

Fréttamynd

Daníel Finns kallaður inn í U21 landsliðið

Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, hefur þurft að draga sig úr U21 landsliðshópnum en KSÍ tilkynnti um breytingu á hópnum í kvöld. Í stað Stefáns kemur Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis.

Fótbolti
Fréttamynd

Leiknismenn fundu pakka undir trénu

Leiknismenn fengu góða jólagjöf í dag þegar tilkynnt var að miðjumaðurinn Sindri Björnsson væri kominn aftur heim í Breiðholtið. Hann skrifaði undir samning til tveggja ára við Leikni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti

Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Íslenski boltinn