Leiknir og Vestri skiptu stigunum á milli sín í hörkuleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2022 23:14 Leiknir gerði 2-2 jafntefli við Vestra í Lengjubikarnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Leiknir R. og Vestri skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í riðli þrjú í A-deild Lengjubikars karla í kvöld. Lokatölur urðu 2-2, en strákarnir að vestan fengu gefins jöfnunarmark í uppbótartíma. Þrátt fyrir að Leiknismenn hafi verið sterkari aðilinn í upphafi leiks var það Pétu Bjarnason sem kom Vestra í forystu eftir 15 mínútna leik þegar hann fékk þá boltann inn fyrir vörn Leiknis og lyfti honum snyrtilega yfir Viktor Frey í markinu. Staðan vaar því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Daníel Finns Matthíasson jafnaði metin fyrir Leikni eftir um klukkutíma leik með góðu skoti fyrir utan teig. Leiknismenn þurftu svo að leika seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri eftir að markvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, fékk að líta beint rautt spjald. Hann rauk þá langt út úr marki sínu og braut á Pétri Bjarnasyni og ekkert annað í stöðunni en að senda hann snemma í sturtu. Þrátt fyrir að vera manni færri voru það þó Leiknismenn sem náðu forystunni þegar Daníel Finns skoraði sitt annað mark á 87. mínútu. Það stefndi því allt í að tíu Leiknismenn myndu sigla heim 2-1 sigri, en í uppbótartíma fékk Pétur Bjarnason jöfnunarmarkið á silfurfati. Varamarkvörður Leiknis, Mehmet Ari Veselaj, gerðist þá sekur um slæm mistök þegar hann fékk sendingu til baka, en missti boltann undir sig. Pétur var fyrstur að átta sig á stöðunni og renndi boltanum í tómt markið. Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli, en Leiknismenn eru nú með fjögur stig eftir tvo leiki. Vestri er hins vegar með eitt stig, en þetta var fyrsti leikur liðsins í Lengjubikarnum. Vestri Leiknir Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Þrátt fyrir að Leiknismenn hafi verið sterkari aðilinn í upphafi leiks var það Pétu Bjarnason sem kom Vestra í forystu eftir 15 mínútna leik þegar hann fékk þá boltann inn fyrir vörn Leiknis og lyfti honum snyrtilega yfir Viktor Frey í markinu. Staðan vaar því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Daníel Finns Matthíasson jafnaði metin fyrir Leikni eftir um klukkutíma leik með góðu skoti fyrir utan teig. Leiknismenn þurftu svo að leika seinustu tuttugu mínútur leiksins manni færri eftir að markvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, fékk að líta beint rautt spjald. Hann rauk þá langt út úr marki sínu og braut á Pétri Bjarnasyni og ekkert annað í stöðunni en að senda hann snemma í sturtu. Þrátt fyrir að vera manni færri voru það þó Leiknismenn sem náðu forystunni þegar Daníel Finns skoraði sitt annað mark á 87. mínútu. Það stefndi því allt í að tíu Leiknismenn myndu sigla heim 2-1 sigri, en í uppbótartíma fékk Pétur Bjarnason jöfnunarmarkið á silfurfati. Varamarkvörður Leiknis, Mehmet Ari Veselaj, gerðist þá sekur um slæm mistök þegar hann fékk sendingu til baka, en missti boltann undir sig. Pétur var fyrstur að átta sig á stöðunni og renndi boltanum í tómt markið. Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli, en Leiknismenn eru nú með fjögur stig eftir tvo leiki. Vestri er hins vegar með eitt stig, en þetta var fyrsti leikur liðsins í Lengjubikarnum.
Vestri Leiknir Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira