Umferð

Fréttamynd

Bíll valt í Langa­dal

Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði þjóðvegi númer 1 um Langadal um stund í aðra áttina í kvöld vegna bílslyss. Búið er að opna veginn að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs.

Innlent
Fréttamynd

„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“

Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið.

Innlent
Fréttamynd

„Lög­reglan gerir ekkert til þess að fram­fylgja þessu“

For­maður Reið­hjóla­bænda, furðar sig á tví­skinnungi lög­reglu þegar kemur að rann­sókn á um­ferðar­brotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálf­sagt sé að nota mynd­efni þegar ofsa­akstur vöru­flutninga­bíl­stjóra á Vestur­landi sé rann­sakaður en ekki þegar um brot gegn hjól­reiða­fólki sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu

Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur við Hellu

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Innlent
Fréttamynd

Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss

Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari.

Innlent
Fréttamynd

2% öku­manna telja sig verri en meðal­öku­maðurinn

Júlí er umferðarþyngsti mánuðurinn á Ísland en þá leggja flestir land undir fót. Nær allar helgar eru hátíðir í bæjum og sveitum sem vel eru sóttar. Fólk fer í sumarbústaði og umferð erlendra ferðamanna er einnig mikil.

Skoðun
Fréttamynd

Bakkaði bát niður Reykja­nes­brautina

Bíl­stjóri flutninga­bíls með bát með­ferðis olli tölu­verðum töfum á um­ferð á Reykja­nes­brautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatna­mót Breið­holts­brautar og Reykja­nes­brautar og varð að bakka að Lindum í Kópa­vogi með að­stoð lög­reglu.

Innlent
Fréttamynd

Met­um­ferð í maí

Umferð á hringvegum jókst um 2,3 prósent milli ára og hefur aldrei verið meiri í maí mánuði. Umferðin á Höfuðborgarsvæðinu dróst hins vegar saman.

Innlent
Fréttamynd

Fundurinn hafði lítil á­hrif á um­ferð

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hafði lítil áhrif á heildarumferð á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin var einungis um tveimur prósentum minni dagana sem leiðtogafundur stóð yfir, saman borið við vikuna þar á undan.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur og húsbíll sem þveraði veginn

Að minnsta kosti einn árekstur varð á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Þá hafa þó nokkrir bílar verið skildir eftir á heiðinni og fólk flutt niður af heiðinni til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Ók á grindverk við Smáralindina

Ökumaður ók á grindverk í Kópavogi í dag. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ökumanninn hafa misst stjórn á bifreiðinni, engin slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Hringbraut lokað á morgun og hinn

Hringbraut verður lokað vegna framkvæmda á morgun og hinn. Farið verður í að fræsa hluta götunnar þessa tvo daga. Framkvæmdirnar munu standa yfir frá klukkan 18:30 til 23:00 báða dagana.

Innlent