
Íslenski körfuboltinn

Jóhannes: Skemmtilegasta verkefnið
Jóhannes Árnason, þjálfari KR, segir að það sé sitt skemmtilegasta verkefni á þjálfaraferlinum til þessa að undirbúa sitt lið fyrir bikarúrslitin gegn Keflavík um helgina.

Jón Halldór: Er mjög spenntur
KR og Keflavík munu eigast við í úrslitum Subway-bikarkeppni kvenna á sunnudaginn en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, segist vera mjög spenntur fyrir leikinn.

Benedikt: Fá bikarinn heim
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir að það sé löngu orðið tímabært að KR komi með bikarinn „heim“ í Vesturbæinn en liðið mætir Stjörnunni í úrslitum bikarkeppni karla á sunnudaginn.

KR og Grindavík mætast í bikarnum
Dregið var í undanúrslit Subway-bikarkeppni karla og kvenna í dag. Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla, KR og Grindavík, mætast í karlaflokki.

Stjarnan í fjórðungsúrslit
Stjarnan tryggði sér í dag sæti í fjórðungsúrslitum Subway-bikarkeppni karla með sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum, 127-90.

Helena og Jón Arnór best á árinu
Körfuknattleikssamband Ísland hefur útnefnt þau Helenu Sverrisdóttur og Jón Arnór Stefánsson sem körfuknattleiksmenn ársins.

KR og Keflavík mætast í bikarnum
Í dag var dregið í fjórðungsúrslit Subway-bikarkeppni karla og kvenna en þar ber hæst leikur KR og Keflavíkur í karlaflokki.

Njarðvík lagði Þór
Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum Subway-bikarkeppni karla með því að vinna Þór á heimavelli, 94-75.

Valur sló Skallagrím úr leik
Þrír leikir fóru fram í sextán liða úrslitum Subwaybikarkeppni karla og tveir í kvennaflokki í kvöld.

Valur vann Grindavík aftur
Valur vann í kvöld sigur á Grindavík, 55-53, á útivelli í fjórðungsúrslitum Subway-bikarkeppni kvenna. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þessi lið mætast.

KR átti ekki í vandræðum með Fjölni
KR komst í kvöld í fjórðungsúrslit Subway-bikarkeppni karla með því að leggja Fjölni að velli, 99-74, á heimavelli.

Innanfélagsslagur hjá Grindavík
Sextán liða úrslit Subway-bikarsins í karla- og kvennaflokki hefjast í kvöld. Í Grindavík er boðið upp á tvo leiki, kvennalið félagsins tekur á móti Val klukkan 19 og svo klukkan 21 verður innanfélagsslagur Grindavíkur og Grindavíkur B í karlaflokki.

Ágúst valdi átta nýliða í æfingahópinn
Ágúst Björgvinsson þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta hefur valið 30 manna æfingahóp sem koma mun saman milli jóla og nýárs þar sem farið verður yfir æfingaplan og komandi verkefni liðsins.

KKÍ mun skoða þetta mál
Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir í samtali við Vísi að sambandið muni bregðast við fullyrðingum Damon Bailey.

Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum
Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi.

Snæfell og KR mætast í bikarnum
Í dag var dregið í forkeppni og 32-liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta sem nú heitir Subway-bikarinn.

Hamar enn ósigrað á toppnum
Hamar heldur áfram góðu gengi sínu í Iceland Express deild kvenna í kvöld með sigri á Grindavík á útivelli, 83-80.

20 ár og meira en 1400 leikir
Kristinn Óskarsson fagnar í dag 20 ára starfsafmæli sem körfuknattleiksdómari. Hann á meira en 1400 leiki að baki en sagði í samtali við Vísi að þessi tími hafi liðið ógnarhratt.

BUGL nýtur góðs af Meistarakeppni KKÍ
Árleg Meistarakeppni KKÍ verður haldin um næstu helgi og eins og undanfarin ár verður allur ágóði af leikjunum látinn renna til góðgerðarmála.

Grindavík og KR mætast í úrslitum
Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikarkeppni karla með sigri á Snæfelli í undanúrslitunum, 74-71.

Jón Arnór frábær í sigri KR
Jón Arnór Stefánsson fór á kostum þegar að KR komst í kvöld í úrslit Powerade-bikarkeppninnar í körfubolta eftir sigur á Keflavík, 96-86.

KR mætir Keflavík í úrslitunum
KR komst í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna í kvöld eftir sigur á Grindavík í undanúrslitum, 69-60. KR mætir Keflavík í úrslitunum um helgina.

Keflavík lagði Hauka
Keflavík er komið í úrslit í Powerade-bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir tólf stiga sigur á Haukum í undanúrslitum.

Keflavík og Grindavík í undanúrslit
Keflavík og Grindavík tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í Powerade-bikarkeppninni í körfubolta í kvöld.

Súrt tap í Austurríki
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði í kvöld fyrir Austurríki í leik liðanna í B-deild Evrópukeppninnar 81-74. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu en heimamenn voru sterkari í lokin.

Fannar og Jakob veikir heima
Íslenska körfuboltalandsliðið er nú statt í London á leið sinni til Austurríkis þar sem það mætir heimamönnum í riðlakeppni Evrópumóts B-þjóða á laugardag. Íslenska liðið verður fámennt um helgina vegna veikinda.

Mannlega mælistikan Vranes
Miðherjinn Slavko Vranes vakti mikla athygli í Laugardalshöllinni gær þegar Svartfellingar lögðu Íslendinga 80-66 í Evrópukeppninni í körfubolta.

Jakob: Þeir fengu allt of auðveldar körfur
Jakob Sigurðarson tók í sama streng og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins í kvöld eftir tapið gegn Svartfellingum í Laugardalshöll. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa orðið liðinu að falli.

Fáránlegt að hleypa þeim svona langt yfir
Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari var ósáttur við frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum gegn Svartfellingum í kvöld þegar Ísland tapaði landsleik þjóðanna 80-66 í Laugardalshöllinni.

Svartfellingar númeri of stórir
Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði í kvöld fyrir Svartfellingum 80-66 í Evrópukeppninni í körfubolta. Gestirnir höfðu örugga forystu lengst af leik og var sigur þeirra aldrei í sérstakri hættu.