Íslenski körfuboltinn

Þrír sigrar á Norðurlandamóti yngri landsliða í dag
Yngri landslið Íslands í körfubolta stóðu í ströngu á Norðurlandamótinu í körfubolta í Svíþjóð í dag.

Gunnhildur eini nýliðinn í fyrsta landsliðshópi Sverris
Sverrir Þór Sverrisson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta og þjálfari Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur, hefur valið tólf manna hóp fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Noregi 24. til 27. maí næstkomandi.

Leikur þrjú í rimmu Grindavíkur og Þórs Þ í heild sinni á Vísi
Grindavík og Þór úr Þorlákshöfn léku í þriðja sinn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Leikurinn var sýndur á Stöð 2 sport. Þór hafði betur, 98-91, og er staðan í rimmunni 2-1 fyrir Grindavík. Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi.

Leikur nr. 2 í úrslitaeinvígi Þórs og Grindavíkur í heild sinni á Vísi
Þór frá Þorlákshöfn og Grindavík mættust í annað sinn á fimmtudaginn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Grindavík hafði betur, 79-64, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport þar sem að Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum. Allur leikurinn er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Næsti leikur fer fram í Grindavík á sunnudaginn og þar geta Grindvíkingar landað Íslandsmeistaratitlinum.

Fyrsti úrslitaleikur Grindavíkur og Þórs í heild sinni á Vísi
Grindavík og Þór frá Þorlákshöfn léku fyrsta úrslitaleikinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Grindavík hafði betur, 93-89, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn var æsispennandi og var hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Allur leikurinn er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á fimmtudaginn.

Benedikt bannaði leikmönnum Þórs að fylgjast með fjölmiðlum
"Við erum bara bara góðir. Við erum búnir að sýna það í vetur og í úrslitakeppninni að það er engin tilviljun að við erum á þessum stað. Ég sannfærður um að við getum orðið Íslandsmeistarar og ef einhver getur útskýrt það fyrir mér afhverju við gætum ekki orðið meistarar þá má hann hafa samband við mig.Við eigum 50% möguleika," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs í gær eftir 83-80 sigur nýliða Þórs gegn Íslandsmeistaralið KR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Hvers vegna bendir Ronaldo á lærið á sér þegar hann fagnar?
Cristiano Ronaldo hefur skorað 40 mörk á leiktíðinni fyrir Real Madrid í spænska fótboltanum – einu meira en Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona. Portúgalinn Ronaldo skoraði þrennu í 4-1 sigri Real Madrid í grannaslagnum gegn Atlético Madrid þar sem að annað mark hans í leiknum var stórkostlegt. Fögnuður Ronaldo eftir það mark vakti einnig athygli en þar dróg hann upp aðra skálmina á stuttbuxunum og benti á olíuborinn lærvöðvann á hægri fæti.

Umræða um Iceland-Express deildina í Boltanum | Svali fór yfir stöðuna
Svali Björgvinsson körfuboltasérfræðingur var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu. Þar fór Svali yfir undanúrslitin hjá körlunum í körfunni sem og einvígi Njarðvíkur og Hauka í kvennaflokki. Þór tekur á móti Íslandsmeistaraliði KR í undanúrslitum karla í kvöld en staðan er 1-0 fyrir KR. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15.

Körfuboltinn aðalmálið í Boltanum á X-inu 977 | í beinni á milli 11-12
Íslenskur körfubolti verður aðalumræðuefnið í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson mun fara yfir stöðuna fyrir þriðja leikinn í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna þar sem að Njarðvík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Haukum í kvöld. Bjarni Magnússon þjálfari Hauka og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur verða í viðtali við Valtý.

Íslenskur körfuboltamaður negldi samherja sinn niður
Stórskrýtið atvik átti sér stað í viðureign Augnabliks og Leiknis í 2. deild karla í körfuknattleik síðastliðið föstudagskvöld. Pirraður leikmaður Leiknis spyrnti þá knettinum af fullu afli í samherja sinn.

Magnús Gunnarsson: Það á að gefa fjögur stig fyrir spjaldið og ofaní
"Það á að gefa fjögur stig fyrir spjaldið og ofaní,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson stórskytta úr Keflavík eftir 95-87 tapleik liðsins gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Magnús setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili í miðjum öðrum leikhluta og hann var alveg á því að það hafi verið með vilja gert.

IEX-deildin: Stjarnan – Keflavík | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport mánudaginn 26. mars. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur. Garðbæingar enduðu í fjórða sæti deildarinnar en Keflvíkingar í því fimmta. Tvo sigra þarf til þess að komast í undanúrslit.

IEX-deildin: Þór Þ. – Snæfell | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport mánudaginn 26. mars. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign nýliða Þórs úr Þorlákshöfn og Snæfells. Þórsarar enduðu í þriðja sæti deildarinnar og Snæfell í því sjötta. Tvo sigra þarf til þess að komast í undanúrslit.

IEX-deildin: KR – Tindastóll | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign Íslandsmestaraliðs KR og Tindastóls. KR endaði í öðru sæti deildarinnar en Tindastóll í því sjöunda. Tvo sigra þarf til þess að komast í undanúrslit.

IEX-deildin: Grindavík – Njarðvík | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign deildameistaraliðs Grindavíkur og Njarðvíkur.

Allt á suðupunkti fyrir Vesturlandsslaginn | Oddaleikur í Fjósinu
Í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms úr Borgarnesi og ÍA frá Akranesi um hvort liðið leikur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili. Staðan er 1-1 en báðir leikirnir hafa verið æsispennandi og heimaliðin hafa haft betur í báðum leikjum. Pálmi Blængsson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms var í viðtali í Boltanum á X-977 í morgun þar sem að Valtýr Björn Valtýsson ræddi við hann um Vesturlandsslaginn sem hefst kl. 19.15 í kvöld.

Körfubolti og Meistaradeildin í aðalhlutverki í Boltanum á X977
Meistaradeildin í knattspyrnu og körfubolti verða aðalumræðuefni í Boltanum í dag á X-inu 977 á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson er umsjónarmaður þáttarins í dag. Hann fær formann Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í heimsókn en í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms og ÍA um laust sæti í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Meistaradeildin verður einnig áberandi þar sem Heimir Guðjónsson sérfræðingur Stöðvar 2 sport fer yfir leiki kvöldsins.

Háspenna þegar ÍA lagði Skallagrím á Skaganum
Skagamenn höfðu betur í spennuleik gegn grönnum sínum úr Borgarnesi á Jaðarsbökkum á Skaganum í kvöld 89-84. Oddaleik þarf í einvígi liðanna um sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Körfu - og handbolti í aðalhlutverki í Boltanum á X977
Körfubolti og handbolti verða í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður ætlar að gera upp deildarkeppnina í Iceland Express deild karla ásamt Svala Björgvinssyni körfuboltasérfræðingi Stöðvar 2 sport. Það er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Að auki verður farið yfir umferðina sem fram fer í N1 deild karla í handbolta og farið yfir það sem er efst á baugi í íþróttaheiminum.

Igor og Matthew verða í leikbanni í lokaumferð IEX-deildarinnar
Lokaumferðin í Iceland Express deild karla fer fram í kvöld þar sem að sex leikir fara fram. Tveir leikmenn verða í leikbanni í leikjunum í kvöld en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók fyrir tvö máli í vikunni.

Feðgar dæma saman í fyrsta sinn í úrvalsdeild
Kristinn Óskarsson og sonur hans Ísak Ernir Kristinsson dæma saman leik í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist á Íslandi. Leikurinn sem þeir feðgar dæma er viðureign Þórs úr Þórlákshöfn og Vals.

Skagamenn og Borgnesingar unnu fyrstu leikina í úrslitakeppninni
Nágrannaliðin ÍA og Skallagrímur lögðu andstæðinga sína í fyrstu leikjum úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Skagamenn lögðu Hvergerðinga á útivelli 77-93 en Borgnesingar lögðu Hött á heimavelli 105-99.

Spennan magnast í IEX-deild karla | 20. umferð lýkur í kvöld
Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og eru það lokaleikirnir í 20. umferð. Það styttist í úrslitakeppnina en eftir leiki kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir. Leikri kvöldsins eru: Valur – KR, Tindastóll – Þór Þ. og Keflavík – Stjarnan. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Baráttan um sæti í úrslitakeppninni heldur áfram | þrír leikir í IEX deild karla
Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Deildarmeistarar Grindavíkur taka á móti liði Snæfells, Fjölnir og Njarðvík eigast við í Grafarvogi og ÍR-ingar taka á móti Haukum í Seljaskóla. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15. Annað kvöld lýkur 20. umferð með þremur leikjum: Valur – KR, Tindastóll – Þór Þ., Keflavík – Stjarnan.

Undanúrslitin klár í 1. deild karla | Hamar náði 2.sætinu
Lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni 1. deildarinnar í ár. KFÍ var þegar búið að vinna deildina og tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni en Hamar, Skallagrímur, Höttur og ÍA keppa um hitt sætið.

Mikil spenna fyrir lokaumferðina í 1. deild karla í körfu
Lokaumferðin næst efstu deildar karla í körfubolta fer fram fram í kvöld. Skagamenn og Breiðablik eiga bæði möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti deildarinnar. KFÍ hefur nú þegar tryggt sér úrvalsdeildarsæti en liðið er deildarmeistari og fá Ísfirðingar deildarmeistarabikarinn og verðlaun í kvöld eftir leik liðsins gegn Skallagrím úr Borgarnesi.

KFÍ leikur í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð
Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, KFÍ, tryggði sér um helgina efsta sætið í 1. deild karla í körfuknattleik og leikur KFÍ í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Það var Höttur frá Egilsstöðum sem gulltryggði KFÍ efsta sætið með því að leggja Skallagrím að velli í Borgarnesi í gærdag. Skallagrímur var eina liðið sem gat náð KFÍ að stigum en eftir ósigurinn í gær er ljóst að Borgnesingar geta ekki náð efsta sætinu.

Bikarúrslit KKÍ kvenna | Sverrir og Hildur
Nýtt félag mun hampa bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki í körfuknattleik á morgun í Laugardalshöll. Njarðvík og Snæfell úr Stykkishólmi eigast þar við en hvorugt liðið hefur farið alla leið í þessari keppni.

Bikarúrslit KKÍ karla | Bárður og Sigurður
Tindastóll og Keflavík eigast við í úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik á morgun, Poweradebikarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Tindastóll frá Sauðárkróki kemst alla leið í úrslit en Keflvíkingar hafa 5 sinnum hampað titlinum. Hans Steinar Bjarnason ræddi við Bárð Eyþórsson þjálfara Tindastóls og Sigurð Ingimundarson þjálfara Keflavíkur.

Keflavík ætlar ekki að áfrýja - undanúrslitaleikirnir á mánudagskvöldið
Mótanefnd KKÍ hefur sett á undanúrslitaleiki Powerade-bikars kvenna næstkomandi mánudag kl. 19.15 en það hefur dregist að setja leikina á vegna kærumáls. Keflavík kærði framkvæmd leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiksins skuli standa.