Besta deild karla

„Svekkjandi, en myndi ekki segja að þetta séu vonbrigði“
„Þetta er svekkjandi, en ég myndi ekki segja að þetta séu vonbrigði,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Víkingum í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld.

„Búið að sitja aðeins í manni“
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Valsarar kjöldrógu Garðbæinga í fyrri stórleik dagsins. Vísir ræddi við Tryggva eftir leik sem hafði þetta að segja um sína frammistöðu.

„Förum ekki að vorkenna okkur“
Stjarnan fékk vænan skell á Hlíðarenda í dag er liðið mætti Val. Leiknum lauk með 5-1 sigri Valsara. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og við var að búast ósáttur við frammistöðu sinna mann í dag.

„Gott að fá sjálfstraust“
Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik.

Uppgjör: Valur - Stjarnan 5-1 | Magalending Stjörnunnar á Hlíðarenda
Valur tók á móti Stjörnunni í fyrri stórleik dagsins í Bestu deild karla. Fyrir fram mátti búast við hörkuleik þar sem Valur sat í þriðja sætinu en hafa ekki verið sannfærandi uppá síðkastið. Stjarnan aftur á móti koma til leiks eftir að hafa kjöldregið KA í síðustu umferð.

Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma
Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna.

Systkinin sömdu bæði við Skagaliðið
Systkinin Sunna Rún Sigurðardóttir og Ingi Þór Sigurðsson hafa bæði skrifað undir nýjan samning við ÍA en báðir samningarnir gilda út leiktíðina 2026.

Breiðablik-Víkingur: Rígurinn sem reisti deildina upp frá dauðum
Breiðablik og Víkingur mætast á Kópavogsvelli í kvöld. Liðin hafa undanfarin tímabil háð einhverja hatrömmustu baráttu sem sést hefur í íslenskum fótbolta. Baráttu sem skilur eftir sig ótal mörg eftirminnileg atvik og einskorðast alls ekki við þjálfarana.

Átján Íslandsmeistaratitlar á Hlíðarenda á átta árum
Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum.

Færeyingar á undan Íslendingum í VAR-málum
Stúkan ræddi aðkomu myndbandsdómgæslu að leikjunum í Bestu deild karla í fótbolra eftir að nokkur umdeild atvik komu upp í síðustu umferð. Þar kom fram að litli bróðir í Færeyjum er að taka fram úr Íslandi hvað þetta varðar.

Davíð Smári ekki á hliðarlínunni í næsta leik Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra í Bestu deild karla í fótbolta, verður ekki á hliðarlínunni þegar lið hans mætir Stjörnunni í 9. umferð.

Markvarðamartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“
Lið KR í Bestu deild karla í fótbolta hefur til þessa notað þrjá markverði í deild og bikar. Allir hafa gerst sekir um mistök á einhverjum tímapunkti þó spjótin beinist helst að Guy Smit, aðalmarkverði liðsins. Markmannsvandræði KR voru meðal þess sem var rætt í Stúkunni þegar 8. umferð var gerð upp.

Fjögur félög græddu langmest á félagaskiptum
Einu sinni sem oftar trónir Breiðablik á toppi listans yfir hagnað íslenskra fótboltafélaga af félagaskipta.

Létu Valsmenn heyra það: „Þarna sjáið þið hvað þeim er farið að líða illa“
Valsmenn töpuðu stigum á heimavelli á móti FH í síðasta leik sínum í Bestu deild karla í fótbolta og eru nú sex stigum á eftir toppliði Víkings eftir átta umferðir.

„Tanaður Lárus Orri mættur á svæðið“
Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason voru sérfræðingar Stúkunnar í gær og fóru meðal annars yfir atvik þar sem HK-ingar vildu fá vítaspyrnu í leik sínum á móti Fylki.

Langþráð í Lautinni: Sjáðu mörkin úr fyrsta sigri Fylkismanna
Fylkismenn voru búnir að spila sjö leiki og í fimmtíu daga án þess að ná að fagna sigri í Bestu deild karla. Fyrsti sigurinn leit loksins dagsins ljós í Árbænum í gær.

Óánægja með vítið á Akranesi: „Kominn tími á að taka á atferli leikmanns númer 19“
X-aðgangur Bestu deildarinnar í fótbolta deildi myndbandi af vítaspyrnudómnum sem skilaði Víking, ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum, öllum þremur stigum á Akranesi á dögunum. Það fór líka svona illa í mannskapinn.

Uppgjör: Fylkir - HK 3-1 | Lífsnauðsynlegur og langþráður sigur Fylkis gegn HK
Fylkir landaði sínum fyrsti sigri í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð með 3-1 sigri sínum gegn HK í fallbaráttuslag liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. Fylkir hafði betur í leik liðanna í Mjólkurbikarnum fyrir ekki svo löngu og fylgdi því eftir í kvöld.

Sjáðu markasúpu Stjörnunnar og hvernig Breiðablik kláraði Fram
Tíu mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í Bestu deild karla í gær. Stjarnan vann stórsigur á KA, 5-0, og Breiðablik gerði góða ferð upp í Úlfarsárdal og sigraði Fram, 1-4.

Uppgjör og viðtöl: Fram-Breiðablik 1-4 | Þriðji sigur Blika í röð
Breiðablik vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta þegar það lagði Fram örugglega á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í Grafarholti.

„Þegar við fengum sénsana þá tókum við þá“
Breiðablik gerðu sér góða ferð í Úlfarsárdalinn þar sem þeir heimsóttu Fram og höfðu betur 1-4 í 8.umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö mörk í liði gestanna.

„Svona eru íþróttir“
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar.

„Frammistaðan til fyrirmyndar í dag“
Jökull Elísabetarson var kampakátur með gríðarlega öruggan 5-0 sigur Stjörnunnar á KA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Stjarnan fór hamförum á sínum heimavelli gegn lánlausum Akureyringum sem sáu ekki til sólar.

Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan-KA 5-0 | Einstefna í Garðabæ
Stjarnan tók á móti KA í 8. umferð Bestu deildar karla á Samsung-vellinum í dag. Fyrir leikinn mátti búast við hörkuleik þar sem KA virtist vera að finna taktinn eftir afleitlega byrjun á tímabilinu. Á sama tíma hafði Stjarnan tapað síðasta leik í deildinni og komu særðir til leiks. Til að gera langa sögu stutta hafði það engin áhrif.

Fyrrverandi Íslandsmeistari gefur út kántríslagara
Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni.

Uppgjör: Valur-FH 2-2 | Hvorugt liðið fór sátt af velli á Hlíðarenda
Valur og FH skildu jöfn, 2-2, þegar liðin áttust við í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

„Eins og að fara í ristilskoðun og svo beint til tannlæknis að láta rífa úr sér endajaxla“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, var hæstánægður með 0-1 sigur sinna manna gegn ÍA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í hávaða roki upp á Skaga.

„Manni líður eins og þetta hafi verið tap“
Benóný Breki Andrésson var öflugur í dag og skoraði bæði mörk KR. Vísir ræddi við hann eftir leik.

Uppgjör: ÍA-Víkingur 0-1 | Vítaspyrna tryggði meisturunum stigin þrjú
Víkingur mætti ÍA á ELKEM vellinum á Akranesi í dag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 0-1 sigri Víkings og kom sigurmarkið úr vítaspyrnu.

„Slökkvum bara á okkur“
KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli.