Besta deild karla

Fréttamynd

Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni

Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við eigum að geta varist föstum leik­at­riðum“

Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er mikill efni­viður í Fram“

Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Smári: Ekki okkar besta frammi­staða

Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: ÍA-FH 1-2 | FH-ingar sóttu sigur á Skagann

Eftir tvo stórsigra í röð tapaði ÍA fyrir FH í Akraneshöllinni, 1-2. Logi Hrafn Róbertsson skoraði sigurmark FH-inga eftir að Kjartan Kári Halldórsson hafði skorað fyrra markið úr aukaspyrnu lengst utan af velli. Er þetta annað langskotið sem Kjartan Kári skorar úr á leiktíðinni. Viktor Jónsson skoraði mark Skagamanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör og við­töl: Vestri - HK 1-0 | Bene­dikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð

Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR fékk ungan Svía fyrir gluggalok

Meiðslum hrjáð lið KR náði að krækja í leikmann fyrir komandi átök í Bestu deildinni á lokadegi félagsskiptagluggans í gærkvöld. Þeir bregðast þannig við fámenni í framliggjandi stöðum á vellinum.

Íslenski boltinn