Besta deild karla

Fréttamynd

Logi: Óskum Kára góðs gengis

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Þessir voru bestir í fyrri umferðinni

Fyrri umferð Pepsi deildar karla í fótbolta er lokið og var hún gerð upp af sérfræðingum Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður fyrstu ellefu leikjanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Keflvíkingar ættu að fara „back to basics“

Keflavík er eitt þriggja liða á Íslandi sem ekki hefur unnið fótboltaleik á þessu tímabili. Hin liðin tvö spila í fjórðu deild. Guðlaugur Baldursson sagði upp starfi sínu sem þjálfari Keflavíkur og aðstoðarmaður hans Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari. Sérfræðingar Pepsimarkanna ræddu Keflvíkinga í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar um Björgvin Stefáns: Vonandi læknast hann og kemur aftur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum.

Íslenski boltinn