UMF Njarðvík

Fréttamynd

Jólin kláruðust á Egilsstöðum 6. janúar en þau eru ennþá í Njarðvík

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óvenju léttur í lund eftir 19 stiga tap hans manna gegn Njarðvík í kvöld í Subway-deild karla. Lokatölurnar gefa í raun alls ekki rétta mynd af leiknum en Hattarmenn náðu ítrekað að taka góð áhlaup á heimamenn og minnka muninn hressilega en náðu þó aldrei að brúa bilið fullkomlega.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­­fjöllun og við­töl: Njarð­­vík-Grinda­­vík 67-73 | Bar­áttan um sæti í úr­slita­keppni gal­opin

Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt Guðmundsson: Meiðsladraugur yfir Njarðvík

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var sammála blaðamanni um að leikurinn við Val í kvöld hafi ekki verið fallegur en hann gat verið stoltur af sínum mönnum.  Leikurinn endaði með sigri Valsmanna 88-75 sem sitja í öðru sæti en Njarðvíkingar verða í því fjórða yfir jólin.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara

Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna.

Körfubolti