Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Grindavík 68-67 | Rosaleg dramatík í Suðurnesjaslagnum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. febrúar 2024 21:10 vísir/bára Leikurinn byrjaði kröftuglega þar sem Selena Lott setti niður þrist í fyrstu sókn fyrir heimakonur í Njarðvík. Það varð ljóst snemma að þessi leikur yrði mikil barátta þar sem ekkert yrði gefið eftir. Njarðvík náði að halda Grindavík aðeins frá sér fyrst um sinn en það leið þó ekki á löngu þar til Grindavík náði að snúa leiknum sér í hag. Danielle Rodriguez setti þrist sem kom gestunum í 9-11. Liðin skiptust á að halda í forskotið langt inn í leikhlutann eða allt þar til Rúnar Ingi tók leikhlé og fór yfir málin með sínu liði. Njarðvík komst á frábært skrið eftir þetta leikhlé og setti næstu sex stig á töflunna og enduðu svo á að leiða eftir fyrsta leikhluta 24-17. Njarðvík hélt áfram góðu áhlaupi í öðrum leikhluta og Lára Ösp setti niður fyrstu stig annars leikhluta fyrir Njarðvík. Njarðvík náðu að komast í tíu stiga forskot en náðu þó ekki að slíta Grindavíkurliðið alveg frá sér fyrst um sinn.Eftir að það kom tæplega þriggja mínútna kafli þar sem ekkert stig var skorað komst Njarðvíkurliðið aftur á skrið og náðu flottu áhlaupi sem skilaði þeim átján stiga forskoti inn í hálfleikinn, 44-26. Í síðari hálfleiknum voru það gestirnir í Grindavík sem mættu ögn grimmari til leiks og sóttu hart að Njarðvíkurliðinu. Grindavík saxaði hægt og rólega á forskot Njarðvíkur og náði að koma muninum niður í níu stig á tímabili. Þrátt fyrir flotta baráttu í liði Grindavíkur náðu heimakonur í Njarðvík að halda þeim í hæfilegri fjarlægð út leikhlutann og fóru með fimmtán stiga forskot inn í fjórða leikhluta, 59-44. Grindavík mættu miklu grimmari inn í fjórða leikhluta og voru staðráðnar í að keyra á endurkomu. Það virtist allt ætla að falla með Grindavík sem náði að saxa á gott forskot Njarðvíkur og þegar um tvær mínútur voru eftir var Grindavík búið að jafna leikinn. Grindavík komst yfir og var yfir þegar 5.2 sek voru eftir á klukkunni en þá tók Njarðvík leikhlé. Njarðvík stillti upp í sókn sem virtist vera að fjara undan þeim en gestirnir brutu þá á Selena Lott sem fékk tvö vítaskot sem hún setti niður og tryggði Njarðvík um leið sigurinn 68-67. Ótrúlegur endir á þessum leik sem virtist ætla að vera göngugarður í garðinum fyrir heimakonur framan af en allt kom fyrir ekki og frábær fjórði leikhluti frá Grindavík skilaði næstum því glæstri endurkomu. Af hverju vann Njarðvík? Sigurinn vannst svolítið í fyrri hálfleiknum. Njarðvík náði góðu áhlaupi undir lok fyrsta og annars leikhluta sem fór langt með þetta fyrir þær í kvöld. Njarðvík leiddi með fimmtán stigum fyrir loka leikhlutan og voru svo á endanum slálheppnar að sleppa með sigur úr leiknum þar sem þær tryggðu sigurinn með tveim vítaskotum þegar 0.5 sek voru eftir á klukkunni. Þessar stóðu upp úr: Selena Lott og Emilie Sofie Hesseldal drógu vagninn sóknarlega fyir Njarðvík. Emilie var með 24 stig og tók auk þess 16 fráköst. Selena Lott var með 26 stig og 13 fráköst. Af þessum 26 stigum voru mikilvægustu stig leiksins síðustu tvö vítaskotin sem fóru niður. Hjá Grindavík voru það Danielle Rodriguez og Sarah Mortensen sem stóðu uppúr. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var það sem felldi Grindavík. Byrjuðu af krafti en misstu Njarðvíkinga í tvígang frá sér í gott áhlaup sem reyndist dýrt þegar uppi var staðið. Hvað gerist næst? Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn í næstu umferð á meðan Grindavík taka á móti Haukum í Smáranum. „Það er nóg eftir og við höfum nógan tíma“ Þorleifur Ólafsson er þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur með eins stigs tap gegn Njarðvík í kvöld en Grindavík var grátlega nálægt því að stela sigrinum undir lokin og sagði Þorleifur lítið hægt að segja eftir svona leik. „Það er bara voða lítið. Þetta datt þeirra meginn og litlir hlutir í restina sem að verða til þess að þær klára þetta.“ Grindavík voru þegar mest var um 20 stigum undir í fyrri hálfleik en hvað sagði Þorleifur við stelpurnar sínar í hálfleik? „Við þurfum að trúa á það sem við erum að gera vel. Varnarlega vorum við bara slakar og sóknarlega í fyrri hálfleik en svo nátturlega förum við bara að spila okkar leik og létum boltann ganga betur, tala betur í vörninni og allt fer einhvern veginn bara að smella. Það byrjaði smá í þriðja en svo komumst við almennilega í gang í fjórða og bara gríðarlega svekkandi að ná ekki að klára þetta.“ Grindavík sýndi mikinn karakter að koma tilbaka gegn sterku liði Njarðvíkur. „Það var bara frábært. Við byrjuðum að spila körfubolta og sýndum alvöru karakter og ég er virkilega stoltur að við séum að sýna bara ákveðin styrkleika í því að halda okkur inni í leikjum og halda áfram en samt sem áður alveg ógeðslega svekktur að tapa í þessum leikjum á móti Njarðvík og liðin fyrir ofan okkur. Við þurfum að fara gíra okkur almennilega í gang og fara að klára þetta. Það er nóg eftir og við höfum nógan tíma og við getum þetta alveg.“ Þorleifi fannst leikurinn fara frá Grindavík á vítalínunni og benti á að Njarðvík hefðu fengið að fara nokkuð oft á línuna en sagði þó einnig að slæm byrjun hafi ekki hjálpað. „Ætli leikurinn hafi ekki bara tapast á vítalínunni. Þær fengu alveg held ég miklu meira af vítum en við og svo bara slæm byrjun.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík
Leikurinn byrjaði kröftuglega þar sem Selena Lott setti niður þrist í fyrstu sókn fyrir heimakonur í Njarðvík. Það varð ljóst snemma að þessi leikur yrði mikil barátta þar sem ekkert yrði gefið eftir. Njarðvík náði að halda Grindavík aðeins frá sér fyrst um sinn en það leið þó ekki á löngu þar til Grindavík náði að snúa leiknum sér í hag. Danielle Rodriguez setti þrist sem kom gestunum í 9-11. Liðin skiptust á að halda í forskotið langt inn í leikhlutann eða allt þar til Rúnar Ingi tók leikhlé og fór yfir málin með sínu liði. Njarðvík komst á frábært skrið eftir þetta leikhlé og setti næstu sex stig á töflunna og enduðu svo á að leiða eftir fyrsta leikhluta 24-17. Njarðvík hélt áfram góðu áhlaupi í öðrum leikhluta og Lára Ösp setti niður fyrstu stig annars leikhluta fyrir Njarðvík. Njarðvík náðu að komast í tíu stiga forskot en náðu þó ekki að slíta Grindavíkurliðið alveg frá sér fyrst um sinn.Eftir að það kom tæplega þriggja mínútna kafli þar sem ekkert stig var skorað komst Njarðvíkurliðið aftur á skrið og náðu flottu áhlaupi sem skilaði þeim átján stiga forskoti inn í hálfleikinn, 44-26. Í síðari hálfleiknum voru það gestirnir í Grindavík sem mættu ögn grimmari til leiks og sóttu hart að Njarðvíkurliðinu. Grindavík saxaði hægt og rólega á forskot Njarðvíkur og náði að koma muninum niður í níu stig á tímabili. Þrátt fyrir flotta baráttu í liði Grindavíkur náðu heimakonur í Njarðvík að halda þeim í hæfilegri fjarlægð út leikhlutann og fóru með fimmtán stiga forskot inn í fjórða leikhluta, 59-44. Grindavík mættu miklu grimmari inn í fjórða leikhluta og voru staðráðnar í að keyra á endurkomu. Það virtist allt ætla að falla með Grindavík sem náði að saxa á gott forskot Njarðvíkur og þegar um tvær mínútur voru eftir var Grindavík búið að jafna leikinn. Grindavík komst yfir og var yfir þegar 5.2 sek voru eftir á klukkunni en þá tók Njarðvík leikhlé. Njarðvík stillti upp í sókn sem virtist vera að fjara undan þeim en gestirnir brutu þá á Selena Lott sem fékk tvö vítaskot sem hún setti niður og tryggði Njarðvík um leið sigurinn 68-67. Ótrúlegur endir á þessum leik sem virtist ætla að vera göngugarður í garðinum fyrir heimakonur framan af en allt kom fyrir ekki og frábær fjórði leikhluti frá Grindavík skilaði næstum því glæstri endurkomu. Af hverju vann Njarðvík? Sigurinn vannst svolítið í fyrri hálfleiknum. Njarðvík náði góðu áhlaupi undir lok fyrsta og annars leikhluta sem fór langt með þetta fyrir þær í kvöld. Njarðvík leiddi með fimmtán stigum fyrir loka leikhlutan og voru svo á endanum slálheppnar að sleppa með sigur úr leiknum þar sem þær tryggðu sigurinn með tveim vítaskotum þegar 0.5 sek voru eftir á klukkunni. Þessar stóðu upp úr: Selena Lott og Emilie Sofie Hesseldal drógu vagninn sóknarlega fyir Njarðvík. Emilie var með 24 stig og tók auk þess 16 fráköst. Selena Lott var með 26 stig og 13 fráköst. Af þessum 26 stigum voru mikilvægustu stig leiksins síðustu tvö vítaskotin sem fóru niður. Hjá Grindavík voru það Danielle Rodriguez og Sarah Mortensen sem stóðu uppúr. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var það sem felldi Grindavík. Byrjuðu af krafti en misstu Njarðvíkinga í tvígang frá sér í gott áhlaup sem reyndist dýrt þegar uppi var staðið. Hvað gerist næst? Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn í næstu umferð á meðan Grindavík taka á móti Haukum í Smáranum. „Það er nóg eftir og við höfum nógan tíma“ Þorleifur Ólafsson er þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur með eins stigs tap gegn Njarðvík í kvöld en Grindavík var grátlega nálægt því að stela sigrinum undir lokin og sagði Þorleifur lítið hægt að segja eftir svona leik. „Það er bara voða lítið. Þetta datt þeirra meginn og litlir hlutir í restina sem að verða til þess að þær klára þetta.“ Grindavík voru þegar mest var um 20 stigum undir í fyrri hálfleik en hvað sagði Þorleifur við stelpurnar sínar í hálfleik? „Við þurfum að trúa á það sem við erum að gera vel. Varnarlega vorum við bara slakar og sóknarlega í fyrri hálfleik en svo nátturlega förum við bara að spila okkar leik og létum boltann ganga betur, tala betur í vörninni og allt fer einhvern veginn bara að smella. Það byrjaði smá í þriðja en svo komumst við almennilega í gang í fjórða og bara gríðarlega svekkandi að ná ekki að klára þetta.“ Grindavík sýndi mikinn karakter að koma tilbaka gegn sterku liði Njarðvíkur. „Það var bara frábært. Við byrjuðum að spila körfubolta og sýndum alvöru karakter og ég er virkilega stoltur að við séum að sýna bara ákveðin styrkleika í því að halda okkur inni í leikjum og halda áfram en samt sem áður alveg ógeðslega svekktur að tapa í þessum leikjum á móti Njarðvík og liðin fyrir ofan okkur. Við þurfum að fara gíra okkur almennilega í gang og fara að klára þetta. Það er nóg eftir og við höfum nógan tíma og við getum þetta alveg.“ Þorleifi fannst leikurinn fara frá Grindavík á vítalínunni og benti á að Njarðvík hefðu fengið að fara nokkuð oft á línuna en sagði þó einnig að slæm byrjun hafi ekki hjálpað. „Ætli leikurinn hafi ekki bara tapast á vítalínunni. Þær fengu alveg held ég miklu meira af vítum en við og svo bara slæm byrjun.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum