
Víkingur Reykjavík

Ísfold Marý til liðs við Víking
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir hefur samið við Víking og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á komandi leiktíð.

Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum
Stjarnan/Álftanes vann í kvöld öruggan 5-1 sigur gegn Víkingi í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu.

Róbert Orri semur við Víkinga
Róbert Orri Þorkelsson er kominn aftur heim til Íslands og spilar með Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“
Með því að spila ólöglegum leikmanni, Stíg Diljan Þórðarsyni, í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu hefur lið Víkings Reykjavíkur sankað að sér sektum. Félagið vissi að með því að spila honum myndu þeir fá sekt en þeim finnst tvöföld sekt eftir síðasta leik frá KSÍ aðeins of vel í lagt.

Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ
Víkingur og Stjarnan/Álftanes mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í ár en þetta er staðfest á heimasíðu KSÍ.

Einbeittur brotavilji Víkinga
Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ.

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki
Víkingur Reykjavík mun leika heimaleik sinn í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu gegn gríska liðinu Panathinaikos í Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni
Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta og fær hann það verðuga verkefni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunnlaugssyni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi.

Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar
Sölvi Geir Ottesen var í dag kynntur sem nýr aðalþjálfari Víkings í fótbolta karla. Beðið hefur verið eftir þessu frá því að ljóst varð að Arnar Gunnlaugsson hætti til að taka við íslenska landsliðinu.

Víkingar fá mikinn liðsstyrk
Fótboltakonan Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir er gengin í raðir Víkings frá Örebro í Svíþjóð. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Víking.

Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, væntir mikils af nýjum landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Arnari Gunnlaugssyni. Arnar sé akkúrat það sem sambandið var að leitast eftir í nýjum landsliðsþjálfara.

Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“
Skilaboð Arnars Gunnlaugssonar, nýráðins landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, til leikmanna sinna í landsliðinu eru skýr og þau skilaboð dregur hann sem lærdóm af sínum landsliðsferli. Hann vill að leikmenn Íslands taki landsliðsferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leikmaður, að spila fyrir þína þjóð.“

Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“
Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu.

Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ
Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.

Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR
Víkingar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leik sínum á móti KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í gærkvöldi.

Kári segir Atla geta orðið „unplayable“
Víkingar hafa nú greint frá kaupum sínum á framherjanum Atla Þór Jónassyni sem félagið fær frá HK. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, segir Atla geta orðið óstöðvandi í Bestu deildinni.

Atli á leið til Víkings
Framherjinn hávaxni, Atli Þór Jónasson, er genginn í raðir Víkings frá HK. Frá þessu greinir Hjörvar Hafliðason á X.

Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR
Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson byrja frábærlega með kvennaliðs Vals en þeir tóku við liðinu af Pétri Péturssyni í vetur.

Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“
Eftir að hafa skotist fram á stóra sviðið með liði Víkings Reykjavíkur á síðasta ári hefur Gísli Gottskálk Þórðarson verið keyptur til toppliðsins í Póllandi. Hann stekkur strax í djúpu laugina með liðinu og er mættur til Tyrklands í æfingaferð

„Mikilvægasta ráðning í langan tíma“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma.

Arnar fundar með KSÍ
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta.

Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun
Víkingur Reykjavík hefur samþykkt kauptilboð pólska liðsins Lech Poznan í Gísla Gottskálk Þórðarson og skrifar hann undir fjögurra og hálfs árs samning í Póllandi að lokinni læknisskoðun í dag.

Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn
Talið er líklegast að heimaleikur Víkings gegn gríska félaginu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í knattspyrnu fari fram í höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn.

Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi
Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings, er eftirsóttur um þessar mundir. Helst eru það félög frá Póllandi sem vilja fá hann í sínar raðir en einnig er um að ræða félög frá Svíþjóð og Danmörku.

Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga
Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr.

Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur boðið þremur þjálfurum í viðtal um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson er einn þeirra þjálfara en bæði er um að ræða íslenska og erlenda þjálfara.

Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis
Víkingur leitar erlendra leikvalla fyrir heimaleik liðsins við gríska liðið Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur, frekar en aðrir vellir hérlendis.

„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis
Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu.

Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings
Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Hann hefur starfað undanfarin níu ár sem yfirlögfræðingur Knattspyrnusambands Íslands og tekur við stöðunni af Haraldi Haraldssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í fjórtán ár.