Breiðablik

Fréttamynd

Leik lokið: Keflavík - Breiðablik 0-6 | Risasigur skaut Blikum á toppinn

Keflavík tók á móti Breiðablik í sínum fyrsta heimaleik í Bestu deild kvenna í kvöld. Breiðabliksstelpur mættu vel búnar í þessa viðureign og unnu leikinn 6-0. Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark á upphafsmínútu leiksins og það varð áhorfendum strax ljóst hvort liðið færi héðan með þrjú stig. Með þessum sigri fer Breiðablik upp í efsta sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 0-3 | Öruggur fyrsti sigur Blika

Breiðablik sigraði nýliða Tindastóls örugglega á Sauðárkróki í kvöld í annarri umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Breiðablik og voru þetta fyrstu stig liðsins í deildinni en þær þurftu að sætta sig við tap á móti Valskonum í fyrstu umferð. Þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gáfu heimakonur þeim ágæta mótspyrnu og voru þær óheppnar að ná ekki að skora í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekkert séð frá honum“

Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á sem varamaður Breiðabliks í 2-1 tapi liðsins á móti ÍBV. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu frammistöðu hans í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sambland af spennu og stressi“

„Það er mjög mikill fiðringur í maganum, sambland af mikilli spennu og stressi sem er held ég bara eðlilegt,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, sem mætir Val í stórleik í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Íslenski boltinn