„Höfum engu að tapa núna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2024 21:42 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrir Val í kvöld. Vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk er tíu Valsmenn unnu sterkan 3-2 útisigur gegn Breiðabliki í kvöld. „Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
„Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09