
Hollenski boltinn

Haka dans eða ekki Haka dans Hollendinga vakti upp hörð viðbrögð
Hollenska kvennalandsliðið í fótbolta kom sér í fréttirnar í gær þrátt fyrir að það séu enn ellefu dagar í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Timber svo gott sem orðinn leikmaður Arsenal
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að hollenski landsliðsmaðurinn Jurriën Timber verði kynntur sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal á næstu dögum.

Finnur United eftirmann De Gea í Hollandi?
Samningaviðræður Manchester United og David De Gea eru í biðstöðu. Byrjað er að orða félagið við aðra markmenn og nú virðist sem félagið sé farið að horfa til Hollands í leit sinni.

Berghuis í bann fyrir að bregðast illa við rasisma
Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans.

Góður útisigur Twente í umspilinu
Twente vann góðan útisigur á Herenveen þegar liðin mættust í fyrri umspilsleik sínum um sæti í Evrópukeppni á næsta ári.

Tap hjá liði Elíasar Más
NAC Breda tapaði 2-1 gegn Emmen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Edwin van der Sar yfirgefur Ajax
Edwin van der Sar er hættur sem framkvæmdastjóri hollenska félagsins Ajax. Félagið vildi halda honum en þessi fyrrum landsliðsmarkvörður Hollendinga var búinn að fá nóg og sagði starfi sínu lausu.

Biðst afsökunar eftir að myndband af honum fór í dreifingu
Steven Berghuis, leikmaður hollenska úrvalsdeildarfélagsins Ajax, hefur beðist afsökunar eftir að myndband, sem sýndi hann slá til manns fyrir utan heimavöll Ajax, leit dagsins ljós.

Vann tvo titla á fyrsta tímabilinu með PSV en er hættur vegna innanbúðar vandræða
Ruud van Nistelrooy er hættur sem þjálfari PSV Eindhoven þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið.

Spurs fyllir í Slot(t)ið
Margt bendir til þess að Arne Slot, knattspyrnustjóri Hollandsmeistara Feyenoord, taki við Tottenham.

Hildur og María úr leik í bikarnum
Hildur Antonsdóttir og María Ólafsdóttir Gros voru báðar í byrjunarliði Fortuna Sittard sem mætti í dag Twente í seinni leik liðanna í undanúrslitum hollenska bikarsins í knattspyrnu.

Willum lét enn og aftur að sér kveða í Hollandi
Willum Þór Willumsson lagði upp eitt marka Go Ahead Eagles í 3-0 sigri liðsins gegn FC Volendam í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Hann misnotaði einnig vítaspyrnu í leiknum.

Frá Feyenoord til Tottenham?
Hollendingurinn Arne Slot er einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á dögunum.

Leik hætt eftir að stuðningsfólk kastaði reyksprengjuminn á völlinn
Leik Groningen og Ajax í hollensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu var hætt eftir að stuðningsfólk heimaliðsins kastaði reyksprengjum inn á völlinn.

Íslenska tían hjá Jong Ajax með leik upp á tíu: Sjáðu mörkin og stoðsendingarnar
Kristian Nökkvi Hlynsson átti frábæran leik í vikunni þegar hann hjálpaði yngra liði Ajax að vinna flottan sigur í hollensku B-deildinni.

Slæmt tap gæti hafa kostað Panathinaikos titilinn | Kristian Nökkvi allt í öllu
Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos töpuðu fyrir Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tapið þýðir að Panathinaikos á litla möguleika á að vinna deildina þegar ein umferð er eftir. Kristian Nökkvi Hlynsson var magnaður í 4-2 sigri Jong Ajax í Hollandi.

Sjáðu markið: Willum tryggði GA Eagles stig
Willum Þór Willumsson skoraði eina mark GA Eagles í 1-1 jafntefli liðsins við Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Sjáðu myndbandið: Liðsfélagi Andra skallaði stöngina af reiði eftir ótrúleg mistök
Jasper Cillessen, fyrrum landsliðsmarkvörður Hollands í knattspyrnu og núverandi markvörður NEC Nijmegen, gerði sig sekan um afar slæm mistök í leik liðsins gegn Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Van Nistelrooy dansaði í klefanum eftir leik
Hollenska knattspyrnugoðsögnin Ruud van Nistelrooy vann marga titla með PSV, Manchester United og Real Madrid á sínum leikmannaferli og nú er hann farinn að vinna titla sem þjálfari.

Kristian tryggði Ajax sigur í Íslendingaslag
Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eina mark leiksins er Jong Ajax vann 1-0 útisigur gegn Kristóferi Inga Kristinssyni og félögum hans í Venlo í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Willum skoraði í sigri Go Ahead Eagles
Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sjáðu myndbandið: Settu hljóðnema á Hildi og niðurstaðan vekur athygli
Fortuna Sittard, félagslið íslensku knattspyrnukonunnar Hildar Antonsdóttur, birti á dögunum ansi áhugavert myndband á YouTube rás sinni þar sem búið er að taka saman klippur frá leik liðsins gegn Feyenoord. Nánar tiltekið klippur af Hildi sem var með hljóðnema á sér í leiknum.

Fantaskapur varð til þess að leikur Andra í Hollandi var flautaður af
Leikur Groningen og NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld var flautaður af eftir að flösku var kastað í aðstoðardómara leiksins.

Selma Sól á toppnum í Noregi | Willum Þór brenndi af vítaspyrnu
Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg tróna um þessar mundir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Willum Þór Willumsson brenndi af vítaspyrnu í Hollandi en það kom ekki að sök.

Willum Þór á skotskónum í tapi
Willum Þór Willumsson skoraði mark Go Ahead Eagles þegar liðið tapaði fyrir Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Alfons og félagar unnu stórsigur
Alfons Sampsted spilaði síðasta stundarfjórðunginn í stórsigri Twente á Cambuur í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Willum lék gegn Ajax og Jón Dagur skoraði gegn toppliðinu
Willum Þór Willumsson og Jón Dagur Þorsteinsson voru í eldlínunni með sínum liðum í hollensku- og belgísku deildinni í knattspyrnu í dag.

Elías skoraði í öruggum sigri Breda
Elías Már Ómarsson skoraði annað mark Breda er liðið vann öruggan 1-3 útisigur gegn Venlo í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Veikir stjörnuleikmenn detta út úr hollenska hópnum
Veikindi herja á hollenska fótboltalandsliðið rétt fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM.

Willum Þór og Orri Steinn hetjurnar
Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni.