Jarðhræringar á Reykjanesi Íbúar orðnir langþreyttir á skjálftunum: „Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu“ Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins í dag er sá næst öflugasti í skjálftahrinunni sem staðið hefur yfir í rúmar tvær vikur. Hann fannst vel á öllum Reykjanesskaganum og alla leið á Sauðárkrók en einnig í Vestmannaeyjum. Hann mældist 5,4 að stærð og var um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Innlent 14.3.2021 19:35 Bílasalur Björgunarsveitarinnar Þorbjörns lék á reiðiskjálfi Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins. Innlent 14.3.2021 18:05 Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. Innlent 14.3.2021 16:11 Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta „Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð. Innlent 14.3.2021 16:03 „Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. Innlent 14.3.2021 15:32 „Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. Innlent 14.3.2021 15:05 „Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Innlent 14.3.2021 14:36 Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. Innlent 14.3.2021 14:16 Segja útilokað að rafmagnsbilanir tengist jarðhræringum Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir útilokað að jarðskjálftahrinann á Reykjanesi hafi valdið rafmagnsleysi í Hafnarfirði í gærkvöldi og morgun. Þetta er þriðja rafmagnsbilunin hjá HS veitum í þessum mánuði Innlent 14.3.2021 13:54 Skjálfti fimm að stærð sunnan við Fagradalsfjall Snarpur jarðskjálfti varð klukkan 12:34. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var skjálftinn fimm að stærð og átti upptök sín í Sunnanverðu Fagradalsfjalli. Innlent 14.3.2021 12:36 Stærsti skjálftinn í nótt 4,2 að stærð Jarðhræringar á Reykjanesskaga héldu áfram í nótt og var stærsti jarðskjálftinn 4,2 að stærð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm í morgun. Alls mældust sjö skjálftar þrír eða stærri eftir miðnætti í nótt. Innlent 14.3.2021 07:24 Rúmlega 1900 skjálftar hafa mælst frá miðnætti Frá því á miðnætti í dag hafa rúmlega 1900 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Virknin var mest við Fagradalsfjall eins og undanfarna daga en nokkrir skjálftanna áttu upptök sín suður af Keili. Innlent 13.3.2021 19:32 Átta jarðskjálftar yfir þrír að stærð frá miðnætti Af þeim rúmlega þrjú hundruð jarðskjálftum sem hafa mælst á Reykjanes frá miðnætti hafa átta verið yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn var 4,6 að stærð klukkan 1:34. Innlent 13.3.2021 07:18 Ekki ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni Ekki er ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni við Fagradalsfjall, þegar hún var á um eins kílómetra dýpi að mati hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vonast sé eftir að gervitunglamynd muni varpa skýrari mynd á það um helgina. Innlent 12.3.2021 18:40 Ólíklegt að sprungan nái til sjávar með tilheyrandi öskugosi Ólíklegt er að gossprunga sem opnast suður af Fagradalsfjalli nái til sjávar ef horft er til gossögunnar og jarðfræðirannsókna á svæðinu. Eins og staðan er núna er því ósennilegt að það gjósi neðansjávar með tilheyrandi öskugosi, að sögn vísindaráðs almannavarna. Innlent 12.3.2021 14:47 Eldgos í sjó möguleiki Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. Innlent 12.3.2021 11:57 Skipar viðbragðshóp vegna mögulegs eldgoss Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar í morgun að skipa sérstakan hóp ráðuneytisstjóra sem er ætlað að eiga í nánu samráði við viðeigandi stofnanir til að undirbúa áætlun til að vernda mikilvæga innviði á borð við vatnsból, orkukerfi og fjarskiptakerfi ef til eldgoss kemur. Innlent 12.3.2021 11:46 Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. Innlent 12.3.2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. Innlent 12.3.2021 06:23 Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. Innlent 11.3.2021 18:48 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. Innlent 11.3.2021 18:31 Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. Innlent 11.3.2021 11:47 Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. Innlent 11.3.2021 10:21 Stór skjálfti vestan af Grindavík Jarðskjálfti að stærðinni 4,6 varð við Eldvörp um tvo kílómetra suður af Sandfellshæð á Reykjanesskaga klukkan 8:53. Innlent 11.3.2021 09:20 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. Innlent 11.3.2021 06:18 Sjö skjálftar yfir 3 á áttunda tímanum Frá því kl. 19.22 hafa sjö skjálftar yfir 3 mælst á Reykjanesskaga. Röðin hófst með skjálfta upp á 3,6 en nýjasti skjálftinn, sem mældist kl. 19.49 var 3,7. Innlent 10.3.2021 20:19 Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum. Innlent 10.3.2021 19:17 Um 2.100 skjálftar mælst frá miðnætti en ekki órói Frá miðnætti hafa ríflega 2.100 jarðskjálftar greinst á mælum Veðurstofu Íslands á Reykjanesi. Virknin hefur að mestu haldið sig í kringum syðsta enda Fagradalsfjalls, frá Geldingadal að Nátthaga. Innlent 10.3.2021 18:40 Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. Innlent 10.3.2021 12:29 Fleiri jarðskjálftar á síðustu tveimur vikum en allt árið 2020 Meira en 34 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum á síðustu tveimur vikum eða allt frá því að skjálftahrinan sem ekkert lát virðist vera á hófst á svæðinu. Innlent 10.3.2021 11:41 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 21 ›
Íbúar orðnir langþreyttir á skjálftunum: „Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu“ Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins í dag er sá næst öflugasti í skjálftahrinunni sem staðið hefur yfir í rúmar tvær vikur. Hann fannst vel á öllum Reykjanesskaganum og alla leið á Sauðárkrók en einnig í Vestmannaeyjum. Hann mældist 5,4 að stærð og var um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Innlent 14.3.2021 19:35
Bílasalur Björgunarsveitarinnar Þorbjörns lék á reiðiskjálfi Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins. Innlent 14.3.2021 18:05
Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. Innlent 14.3.2021 16:11
Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta „Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð. Innlent 14.3.2021 16:03
„Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. Innlent 14.3.2021 15:32
„Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. Innlent 14.3.2021 15:05
„Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Innlent 14.3.2021 14:36
Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. Innlent 14.3.2021 14:16
Segja útilokað að rafmagnsbilanir tengist jarðhræringum Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir útilokað að jarðskjálftahrinann á Reykjanesi hafi valdið rafmagnsleysi í Hafnarfirði í gærkvöldi og morgun. Þetta er þriðja rafmagnsbilunin hjá HS veitum í þessum mánuði Innlent 14.3.2021 13:54
Skjálfti fimm að stærð sunnan við Fagradalsfjall Snarpur jarðskjálfti varð klukkan 12:34. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var skjálftinn fimm að stærð og átti upptök sín í Sunnanverðu Fagradalsfjalli. Innlent 14.3.2021 12:36
Stærsti skjálftinn í nótt 4,2 að stærð Jarðhræringar á Reykjanesskaga héldu áfram í nótt og var stærsti jarðskjálftinn 4,2 að stærð þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm í morgun. Alls mældust sjö skjálftar þrír eða stærri eftir miðnætti í nótt. Innlent 14.3.2021 07:24
Rúmlega 1900 skjálftar hafa mælst frá miðnætti Frá því á miðnætti í dag hafa rúmlega 1900 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Virknin var mest við Fagradalsfjall eins og undanfarna daga en nokkrir skjálftanna áttu upptök sín suður af Keili. Innlent 13.3.2021 19:32
Átta jarðskjálftar yfir þrír að stærð frá miðnætti Af þeim rúmlega þrjú hundruð jarðskjálftum sem hafa mælst á Reykjanes frá miðnætti hafa átta verið yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn var 4,6 að stærð klukkan 1:34. Innlent 13.3.2021 07:18
Ekki ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni Ekki er ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni við Fagradalsfjall, þegar hún var á um eins kílómetra dýpi að mati hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vonast sé eftir að gervitunglamynd muni varpa skýrari mynd á það um helgina. Innlent 12.3.2021 18:40
Ólíklegt að sprungan nái til sjávar með tilheyrandi öskugosi Ólíklegt er að gossprunga sem opnast suður af Fagradalsfjalli nái til sjávar ef horft er til gossögunnar og jarðfræðirannsókna á svæðinu. Eins og staðan er núna er því ósennilegt að það gjósi neðansjávar með tilheyrandi öskugosi, að sögn vísindaráðs almannavarna. Innlent 12.3.2021 14:47
Eldgos í sjó möguleiki Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. Innlent 12.3.2021 11:57
Skipar viðbragðshóp vegna mögulegs eldgoss Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar í morgun að skipa sérstakan hóp ráðuneytisstjóra sem er ætlað að eiga í nánu samráði við viðeigandi stofnanir til að undirbúa áætlun til að vernda mikilvæga innviði á borð við vatnsból, orkukerfi og fjarskiptakerfi ef til eldgoss kemur. Innlent 12.3.2021 11:46
Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. Innlent 12.3.2021 07:47
Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. Innlent 12.3.2021 06:23
Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. Innlent 11.3.2021 18:48
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. Innlent 11.3.2021 18:31
Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. Innlent 11.3.2021 11:47
Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. Innlent 11.3.2021 10:21
Stór skjálfti vestan af Grindavík Jarðskjálfti að stærðinni 4,6 varð við Eldvörp um tvo kílómetra suður af Sandfellshæð á Reykjanesskaga klukkan 8:53. Innlent 11.3.2021 09:20
Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. Innlent 11.3.2021 06:18
Sjö skjálftar yfir 3 á áttunda tímanum Frá því kl. 19.22 hafa sjö skjálftar yfir 3 mælst á Reykjanesskaga. Röðin hófst með skjálfta upp á 3,6 en nýjasti skjálftinn, sem mældist kl. 19.49 var 3,7. Innlent 10.3.2021 20:19
Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum. Innlent 10.3.2021 19:17
Um 2.100 skjálftar mælst frá miðnætti en ekki órói Frá miðnætti hafa ríflega 2.100 jarðskjálftar greinst á mælum Veðurstofu Íslands á Reykjanesi. Virknin hefur að mestu haldið sig í kringum syðsta enda Fagradalsfjalls, frá Geldingadal að Nátthaga. Innlent 10.3.2021 18:40
Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. Innlent 10.3.2021 12:29
Fleiri jarðskjálftar á síðustu tveimur vikum en allt árið 2020 Meira en 34 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum á síðustu tveimur vikum eða allt frá því að skjálftahrinan sem ekkert lát virðist vera á hófst á svæðinu. Innlent 10.3.2021 11:41
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent