Innlent Hjúkrunarfræðingar vilja úr BHM Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga stefnir á úrsögn úr Bandalagi íslenskra háskólamanna. Á fulltrúaþingi félagsins á þriðjudaginn kom fram afdráttarlaus vilji fulltrúanna til þess. Innlent 12.5.2007 18:55 Kæra í Suðurkjördæmi Samfylkinginn í Suðurkjördæmi undirbýr nú kæru vegna starfa fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Innlent 12.5.2007 12:21 Kosningasjónvarp með stæl á Stöð 2 Stöð tvö mun fjalla skilmerkilega um kosningarnar í kvöld. Kosningasjónvarpið hefst formlega klukkan níu. Þar verður boðið upp á skýringar á framvindu mála, auk skemmtunar fram á rauða nótt. Þá verður kosningavefur Vísis með nýjustu tölur á hverjum tíma. Innlent 12.5.2007 11:59 Tveir á slysadeildir eftir líkamsárásir Lögregla á Suðurnesjum var kölluð til á Veitingastaðinn Twix undir morgun þar sem maður lá meðvitundarlaus eftir líkamsáras. Maðurinn mun hafa lent í átökum við annan með þessum afleiðingum. Hann var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild með áverka í andliti. Líðan hans er eftir atvikum. Innlent 12.5.2007 10:08 Unglingar í samræmdum fögnuðum Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af stórum hóp unglinga sem hafði safnast saman í Kjarnaskógi til að fagna lokum samræmdu prófanna. Tæplega 150 unglingar fögnuðu þar friðsamlega í slyddu og kulda. Lögreglan hafði fengið pata af samkomunni og var með virkt eftirlit á svæðinu. Um 20 foreldrar mættu á staðinn og aðstoðuðu lögreglu við eftirlit. Innlent 12.5.2007 10:02 Gæslan keypti búnað til að slökkva gróðurelda Landhelgisgæslan hefur fengið búnað til að nota í þyrlum Landhelgisgæslunnar sem er sérstaklega hannaður til að slökkva gróðurelda. Um er að ræða sérhannaða fötu sem notuð er í þessum tilgangi. Hún rúmar alls 2000 lítra af vatni. Innlent 11.5.2007 18:27 Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja gæsluvarðhald yfir 18 ára karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á salerni á hóteli í Reykjavík. Gæsluvarðhaldið mun þó ekki standa lengur en til 20. júní. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Innlent 11.5.2007 21:25 Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur játað að hafa stungið annan mann í brjóstkassa og kvið með hnífi. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 6. júní en beðið er niðurstöðu úr lyfja- og áfengisprófum. Innlent 11.5.2007 20:55 Fékk skipanir um að falsa aflaskýrslur Fyrrverandi skipstjóri hjá stórútgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík segist hafa fengið skipanir frá útgerðinni um að stunda stórfellt svindl með því að falsa aflaskýrslur. Með þessu hafi þúsund tonnum af þorski verið skotið undan, að núvirði 250 til 270 milljónir króna. Þorskurinn var ranglega skráður sem ufsi. Innlent 11.5.2007 20:18 Veður hefur ekki áhrif á kjörfylgi Sjálfstæðisflokks Veður á kjördag hefur áhrif á úrslit kosninganna hjá Framsóknarflokknum og Vinstriflokkunum en ekki Sjálfstæðisflokknum. Þetta sýna niðurstaður rannsóknar sem Sigurðar Þ. Ragnarsson veðurfræðingur hefur gert. Öfugt við það sem margir halda hefur veðrið ekki áhrif á heildarkjörsókn. Innlent 11.5.2007 20:15 Risessa á ferð um miðborgina Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för. Innlent 11.5.2007 20:11 Framsóknarflokkurinn yfir tíu prósent Framsóknarflokkurinn rýfur tíu prósenta markið í síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2. Vinstri flokkarnir tveir mælast með sama fylgi og í stórsigri þeirra í þingkosningunum 1978. Samkvæmt könnuninni er ríkisstjórnin fallin. Innlent 11.5.2007 19:25 MND sjúklingur fer heim eftir margra mánaða bið Útlit er fyrir að 63 ára MND sjúklingur sem dvalið hefur á taugadeild Landspítalans hátt í 10 mánuði fái nú loks að dvelja heima hjá fjölskyldu sinni alla daga vikunnar. Kópavogsbær hefur útvegað honum fulla heimahjúkrun, en fjölskylda hans hefur sóst eftir að fá slíka þjónustu í fleiri mánuði. Innlent 11.5.2007 19:07 Jónas áfram formaður Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Innlent 11.5.2007 18:14 Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði. Viðskipti innlent 11.5.2007 14:42 Dótturfélag Eimskips semur við Neslé Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna. Viðskipti innlent 11.5.2007 12:48 Hvað gerir kjörseðil ógildan Kjósendur rita stundum tákn eða skilaboð á kjörseðla þegar þeir kjósa í kosningum. Allt slíkt ógildir kjörseðilinn. Hægt er að strika frambjóðendur út af listum, en einungis af þeim lista sem kjósandi setur X við. Ef fiktað er í öðrum listum verður seðillinn ógildur. Innlent 11.5.2007 12:39 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 11.5.2007 11:15 Verðbólga mælist 4,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent. Viðskipti innlent 11.5.2007 08:56 Reglum Evróvisjón verður að breyta Íslenska lagið Valentine Lost komst ekki upp úr undankeppni Evróvisjón í gærkvöldi. Eiríkur Hauksson söngvari, sagði að keppni lokinni alveg ljóst að austurblokkin, eða fyrrum Sovétlýðveldin, mynduðu með sér samtök, eða mafíu, og lög frá mið-og vestur evrópu ættu ekki möguleika. Norðmenn sem einnig féllu úr undankeppni Eurovision í gær segja að reglur söngvakeppninnar verði að breytast. Innlent 11.5.2007 06:59 Leit að báti á Breiðafirði Björgunarsveit á Barðaströnd og björgunarskip frá Rifi á Snæfellsnesi voru kölluð út laust fyrir miðnætti, til leitar að báti á Breiðafirði. Báturinn datt út úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu og svaraði ekki kalli. Fyrirhugað var að senda þyrlu til leitar í birtingu, en björgunarsveitarmenn fundu bátinn skömmu síðar. Innlent 11.5.2007 07:09 Eiríkur vill tvær keppnir Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár. Innlent 10.5.2007 22:35 Vara við hruni úr íshelli í Sólheimajökli Lögreglan á Hvolsvelli og Slysavarnafélagið Landsbjörg vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar. Innlent 10.5.2007 22:16 Eldur kom upp í bát á Viðeyjarsundi Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í skemmtibát laust fyrir kl. 19 í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar lögðu af stað en skipverjum á skemmtibátnum tókst að slökkva eldinn áður en þeir komu á vettvang. Innlent 10.5.2007 22:11 Ísland komst ekki áfram í Júróvisjón Eiríkur Hauksson komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Við fáum ekki að vita hversu mörg stig Ísland hlaut fyrr en að lokinni aðalkeppninni. Eiríkur og félagar þóttu standa sig vel á sviðinu í Helsinki en verða því miður að hverfa heim á leið. Íslendingar verða því að taka þátt í undankeppninni á næsta ári á nýjan leik. Innlent 10.5.2007 21:30 Eiríkur rokkaði í Helsinki Eiríkur Hauksson og föruneyti luku rétt í þessu við flutning á framlagi Íslendinga til Eurovision þetta árið, „Valentine Lost“ við góðar undirtektir. Norskir áhorfendur tóku vel undir með Eiríki enda hefur hann búið í Noregi í fjölda ára. Atkvæðagreiðsla verður síðar í kvöld. Eiríkur hefur sjálfur sagt að hann telji að það séu helmingslíkur á því að við komumst í lokakeppnina. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi þetta árið. Innlent 10.5.2007 19:29 410 ökumenn teknir á Hringbraut á einum sólarhring 410 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og í dag eða á einum sólarhring. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á tæplega 75 km hraða. Innlent 10.5.2007 19:02 Heimild til hönnunar verknámshúss fengin Á fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldinn var 9. maí var lögð fram heimild Menntamálaráðuneytisins um að hafist verði handa við hönnun viðbyggingar við verknámshúsið Hamar. Viðbygging við verknámshúsið hefur verið lengi í undirbúningi enda ljóst að með henni verður hægt að efla og bæta enn frekar verk- og starfsnám við Fjölbrautaskólann. Innlent 10.5.2007 18:55 Talsverður viðsnúningur hjá 365 365 hf tapaði 35 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði tapi upp á 441 milljónir króna af sambærilegri starfsemi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. Viðskipti innlent 10.5.2007 16:39 Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. Viðskipti innlent 10.5.2007 14:58 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 334 ›
Hjúkrunarfræðingar vilja úr BHM Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga stefnir á úrsögn úr Bandalagi íslenskra háskólamanna. Á fulltrúaþingi félagsins á þriðjudaginn kom fram afdráttarlaus vilji fulltrúanna til þess. Innlent 12.5.2007 18:55
Kæra í Suðurkjördæmi Samfylkinginn í Suðurkjördæmi undirbýr nú kæru vegna starfa fulltrúa Sjálfstæðismanna í kjördeild á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Innlent 12.5.2007 12:21
Kosningasjónvarp með stæl á Stöð 2 Stöð tvö mun fjalla skilmerkilega um kosningarnar í kvöld. Kosningasjónvarpið hefst formlega klukkan níu. Þar verður boðið upp á skýringar á framvindu mála, auk skemmtunar fram á rauða nótt. Þá verður kosningavefur Vísis með nýjustu tölur á hverjum tíma. Innlent 12.5.2007 11:59
Tveir á slysadeildir eftir líkamsárásir Lögregla á Suðurnesjum var kölluð til á Veitingastaðinn Twix undir morgun þar sem maður lá meðvitundarlaus eftir líkamsáras. Maðurinn mun hafa lent í átökum við annan með þessum afleiðingum. Hann var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild með áverka í andliti. Líðan hans er eftir atvikum. Innlent 12.5.2007 10:08
Unglingar í samræmdum fögnuðum Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af stórum hóp unglinga sem hafði safnast saman í Kjarnaskógi til að fagna lokum samræmdu prófanna. Tæplega 150 unglingar fögnuðu þar friðsamlega í slyddu og kulda. Lögreglan hafði fengið pata af samkomunni og var með virkt eftirlit á svæðinu. Um 20 foreldrar mættu á staðinn og aðstoðuðu lögreglu við eftirlit. Innlent 12.5.2007 10:02
Gæslan keypti búnað til að slökkva gróðurelda Landhelgisgæslan hefur fengið búnað til að nota í þyrlum Landhelgisgæslunnar sem er sérstaklega hannaður til að slökkva gróðurelda. Um er að ræða sérhannaða fötu sem notuð er í þessum tilgangi. Hún rúmar alls 2000 lítra af vatni. Innlent 11.5.2007 18:27
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja gæsluvarðhald yfir 18 ára karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á salerni á hóteli í Reykjavík. Gæsluvarðhaldið mun þó ekki standa lengur en til 20. júní. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Innlent 11.5.2007 21:25
Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur játað að hafa stungið annan mann í brjóstkassa og kvið með hnífi. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 6. júní en beðið er niðurstöðu úr lyfja- og áfengisprófum. Innlent 11.5.2007 20:55
Fékk skipanir um að falsa aflaskýrslur Fyrrverandi skipstjóri hjá stórútgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík segist hafa fengið skipanir frá útgerðinni um að stunda stórfellt svindl með því að falsa aflaskýrslur. Með þessu hafi þúsund tonnum af þorski verið skotið undan, að núvirði 250 til 270 milljónir króna. Þorskurinn var ranglega skráður sem ufsi. Innlent 11.5.2007 20:18
Veður hefur ekki áhrif á kjörfylgi Sjálfstæðisflokks Veður á kjördag hefur áhrif á úrslit kosninganna hjá Framsóknarflokknum og Vinstriflokkunum en ekki Sjálfstæðisflokknum. Þetta sýna niðurstaður rannsóknar sem Sigurðar Þ. Ragnarsson veðurfræðingur hefur gert. Öfugt við það sem margir halda hefur veðrið ekki áhrif á heildarkjörsókn. Innlent 11.5.2007 20:15
Risessa á ferð um miðborgina Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för. Innlent 11.5.2007 20:11
Framsóknarflokkurinn yfir tíu prósent Framsóknarflokkurinn rýfur tíu prósenta markið í síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2. Vinstri flokkarnir tveir mælast með sama fylgi og í stórsigri þeirra í þingkosningunum 1978. Samkvæmt könnuninni er ríkisstjórnin fallin. Innlent 11.5.2007 19:25
MND sjúklingur fer heim eftir margra mánaða bið Útlit er fyrir að 63 ára MND sjúklingur sem dvalið hefur á taugadeild Landspítalans hátt í 10 mánuði fái nú loks að dvelja heima hjá fjölskyldu sinni alla daga vikunnar. Kópavogsbær hefur útvegað honum fulla heimahjúkrun, en fjölskylda hans hefur sóst eftir að fá slíka þjónustu í fleiri mánuði. Innlent 11.5.2007 19:07
Jónas áfram formaður Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Innlent 11.5.2007 18:14
Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði. Viðskipti innlent 11.5.2007 14:42
Dótturfélag Eimskips semur við Neslé Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna. Viðskipti innlent 11.5.2007 12:48
Hvað gerir kjörseðil ógildan Kjósendur rita stundum tákn eða skilaboð á kjörseðla þegar þeir kjósa í kosningum. Allt slíkt ógildir kjörseðilinn. Hægt er að strika frambjóðendur út af listum, en einungis af þeim lista sem kjósandi setur X við. Ef fiktað er í öðrum listum verður seðillinn ógildur. Innlent 11.5.2007 12:39
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 11.5.2007 11:15
Verðbólga mælist 4,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent. Viðskipti innlent 11.5.2007 08:56
Reglum Evróvisjón verður að breyta Íslenska lagið Valentine Lost komst ekki upp úr undankeppni Evróvisjón í gærkvöldi. Eiríkur Hauksson söngvari, sagði að keppni lokinni alveg ljóst að austurblokkin, eða fyrrum Sovétlýðveldin, mynduðu með sér samtök, eða mafíu, og lög frá mið-og vestur evrópu ættu ekki möguleika. Norðmenn sem einnig féllu úr undankeppni Eurovision í gær segja að reglur söngvakeppninnar verði að breytast. Innlent 11.5.2007 06:59
Leit að báti á Breiðafirði Björgunarsveit á Barðaströnd og björgunarskip frá Rifi á Snæfellsnesi voru kölluð út laust fyrir miðnætti, til leitar að báti á Breiðafirði. Báturinn datt út úr sjálfvirka tilkynningaskyldukerfinu og svaraði ekki kalli. Fyrirhugað var að senda þyrlu til leitar í birtingu, en björgunarsveitarmenn fundu bátinn skömmu síðar. Innlent 11.5.2007 07:09
Eiríkur vill tvær keppnir Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár. Innlent 10.5.2007 22:35
Vara við hruni úr íshelli í Sólheimajökli Lögreglan á Hvolsvelli og Slysavarnafélagið Landsbjörg vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar. Innlent 10.5.2007 22:16
Eldur kom upp í bát á Viðeyjarsundi Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í skemmtibát laust fyrir kl. 19 í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar lögðu af stað en skipverjum á skemmtibátnum tókst að slökkva eldinn áður en þeir komu á vettvang. Innlent 10.5.2007 22:11
Ísland komst ekki áfram í Júróvisjón Eiríkur Hauksson komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Við fáum ekki að vita hversu mörg stig Ísland hlaut fyrr en að lokinni aðalkeppninni. Eiríkur og félagar þóttu standa sig vel á sviðinu í Helsinki en verða því miður að hverfa heim á leið. Íslendingar verða því að taka þátt í undankeppninni á næsta ári á nýjan leik. Innlent 10.5.2007 21:30
Eiríkur rokkaði í Helsinki Eiríkur Hauksson og föruneyti luku rétt í þessu við flutning á framlagi Íslendinga til Eurovision þetta árið, „Valentine Lost“ við góðar undirtektir. Norskir áhorfendur tóku vel undir með Eiríki enda hefur hann búið í Noregi í fjölda ára. Atkvæðagreiðsla verður síðar í kvöld. Eiríkur hefur sjálfur sagt að hann telji að það séu helmingslíkur á því að við komumst í lokakeppnina. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi þetta árið. Innlent 10.5.2007 19:29
410 ökumenn teknir á Hringbraut á einum sólarhring 410 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og í dag eða á einum sólarhring. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á tæplega 75 km hraða. Innlent 10.5.2007 19:02
Heimild til hönnunar verknámshúss fengin Á fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldinn var 9. maí var lögð fram heimild Menntamálaráðuneytisins um að hafist verði handa við hönnun viðbyggingar við verknámshúsið Hamar. Viðbygging við verknámshúsið hefur verið lengi í undirbúningi enda ljóst að með henni verður hægt að efla og bæta enn frekar verk- og starfsnám við Fjölbrautaskólann. Innlent 10.5.2007 18:55
Talsverður viðsnúningur hjá 365 365 hf tapaði 35 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði tapi upp á 441 milljónir króna af sambærilegri starfsemi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. Viðskipti innlent 10.5.2007 16:39
Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. Viðskipti innlent 10.5.2007 14:58
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent