Risessa á ferð um miðborgina Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2007 20:11 Risessan á ferð í Santiago í Chile í janúar á þessu ári. MYND/Vísir Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för. Hin tröllvaxna Risessa lagði af stað frá Hljómskálanum í morgun og vakti mikla lukku hjá vegfarendum. Risessan er hluti af ævintýri götuleikhússins Royal de Luxe sem hingað er komið á Listahátíð í Reykjavík og frönsku menningarkynninguna Pourquoi Pas?. Hún þrammaði eftir götum Reykjavíkur í leit að föður sínum í morgun en varð lúin um hádegisbilið og lagði sig við Hallgrímskirkju. Þar reis hún endurnærð upp um þrjúleytið og skoðaði sig um í borginni. Í kvöld ætlar hún að leggja sig til svefns við höfnina. EFtir sturtu klukkan hálfellefu í fyrramálið heldur leitin að risanum föður hennar áfram. Sá er heldur geðstyggur einstaklingur og brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Risinn gekk berserksgang og eyðilagði nálæga bíla með hnífapörunum sínum. En þau feðginin munu víst ná saman um hálftólf á morgun og hvur veit nema risessunni takist að lokka föður sinn niðrað sjó og bjarga þar með borgarbúum frá frekari skemmdarverkum óhemjunnar. Þess má geta að bílastæðum í gönguleið Risessunar og risans verður lokað tímabundið á morgun. Bílar sem lagðir eru þar ólöglega verða fjarlægðir á kostnað eigenda sinna. Gönguleiðina má finna á artfest.is. Innlent Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för. Hin tröllvaxna Risessa lagði af stað frá Hljómskálanum í morgun og vakti mikla lukku hjá vegfarendum. Risessan er hluti af ævintýri götuleikhússins Royal de Luxe sem hingað er komið á Listahátíð í Reykjavík og frönsku menningarkynninguna Pourquoi Pas?. Hún þrammaði eftir götum Reykjavíkur í leit að föður sínum í morgun en varð lúin um hádegisbilið og lagði sig við Hallgrímskirkju. Þar reis hún endurnærð upp um þrjúleytið og skoðaði sig um í borginni. Í kvöld ætlar hún að leggja sig til svefns við höfnina. EFtir sturtu klukkan hálfellefu í fyrramálið heldur leitin að risanum föður hennar áfram. Sá er heldur geðstyggur einstaklingur og brást illa við þegar leiðangursmenn frá Fornleifastofnun Frakklands vöktu hann upp fyrir skömmu af hundrað ára dvala undir Reykjavíkurborg. Risinn gekk berserksgang og eyðilagði nálæga bíla með hnífapörunum sínum. En þau feðginin munu víst ná saman um hálftólf á morgun og hvur veit nema risessunni takist að lokka föður sinn niðrað sjó og bjarga þar með borgarbúum frá frekari skemmdarverkum óhemjunnar. Þess má geta að bílastæðum í gönguleið Risessunar og risans verður lokað tímabundið á morgun. Bílar sem lagðir eru þar ólöglega verða fjarlægðir á kostnað eigenda sinna. Gönguleiðina má finna á artfest.is.
Innlent Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira