Innlent

Fréttamynd

Lögreglubílum fjölgað undanfarin ár

Lögreglubílum hefur fjölgað, meðalaldur þeirra lækkað og akstur þeirra aukist verulega, frá því að Ríkislögreglustjóri tók við innkaupum og rekstri allra lögreglubíla í landinu fyrir nokkrum árum.

Innlent
Fréttamynd

Laxveiði að glæðast á ný

Laxveiði er víða að glæðast eftir mjög lélega veiði að undanförnu, sem aðallega er rakin til vatnsleysis í ánum vegna þurrka.

Innlent
Fréttamynd

Skýfall í höfuðborginni í gærkvöldi

Úrhellis rigningu eða skýfall gerði á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og var slökkviliðið kallað í þrjú hús til að dæla út vatni, sem kom upp úr niðurföllum í þeim.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys á Reykjanesbraut

Bílslys varð á Reykjanesbraut norðanmegin við Kúagerði nú fyrir skömmu. Lögregla og sjúkraflutningamenn eru á staðnum og samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er talið einhverjir séu fastir í bílum. Lögreglan hafði ekki frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Næturferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar

Vegagerðin sér ekki ástæðu til þess að fara fram á það við Eimskip að fleiri næturferðir verði farnar milli lands og Eyja um verslunarmennahelgi en nú þegar hefur verið ákveðið. Þetta kemur fram í skeyti sem Elliða Vignissyni barst frá Gunnari Gunnarssyni aðstoðarvegamálastjóra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gátan um eitt vinsælasta borðspil heims leyst

Dr. Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík,tók þátt í að finna hina fullkomnu lausn á því hvernig eigi að spila leikinn dammtafl án þess að eiga minnsta möguleika á því að tapa.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys í Axarfirði

Harður árekstur varð á vegamótum að skólanum Lundi og þjóðvegar um Axarfjörð um klukkan hálfsjö í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var bíl ekið í veg fyrir annan en um fólksbíl og jeppa er að ræða. Annar bíllinn er mikið skemmdur en engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

LSS lýsir yfir ánægju með viðbrögð heilbrigðisráðherra

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir ánægju með viðbrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við þeim vanda sem hefur verið með mönnun og þjónustustig sjúkraflutninga sums staðar á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Segir ný lög um einkasýningar stríða gegn atvinnufrelsi

Ný lög sem banna með öllu hvers konar einkasýningar á nektardansstöðum stríða gegn atvinnufrelsi. Þetta segir lögmaður eiganda Goldfingers. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi er ósammála túlkun Héraðsdóms Reykjaness á vafa með hugtakið "lokað rými".

Innlent
Fréttamynd

Bílalest út úr bænum

Mikil umferð er þessa stundina út úr bænum. Suður yfir Hellisheiði er bíll við bíl. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki fengið tilkynningu um nein óhöpp en segir mikilvægt að fólk fari sér hægt.

Innlent
Fréttamynd

Laun hækkuðu í júnímánuði

Laun hækkuðu að meðaltali um 0,6 prósent í síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar á launavísitölunni. Frá áramótum hafa laun hækkað um 2,4 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Sofið fyrir utan Nexus í nótt

Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Saksóknari efnahagsbrota heldur að sér höndum

Saksóknari efnahagsbrota gefur ekki út neinar ákærur fyrr en Hæstiréttur hefur fjallað um dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær. Þetta er í annað sinn sem máli er vísað frá á grundvelli þess að ekki sé heimild til þess í lögreglulögum að fela saksóknaranum sjálfstætt ákæruvald.

Innlent
Fréttamynd

Maður talinn lærbrotinn eftir vélhjólaslys

Vélhjólamaður slasaðist á æfingabraut fyrir krossara í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var maðurinn fluttur á slysadeild og talið var að hann hefði lærbrotnað.

Innlent
Fréttamynd

SVÞ taka undir með Högum hf

Samtök verslunar og þjónustu taka undir með Högum í deilum sem staðið hafa um matvöruverð að undanförnu. Forstjóri Haga sagði í dag að Alþýðusamband Íslands stundaaði atvinnuróg gegn verslunum Haga og sagði að kallaðir yrðu til dómskvaddir matsmenn til að meta fréttaflutning ASÍ af verðlagi í verslunum.

Innlent
Fréttamynd

Óttast var um þýsk hjón fyrir vestan

Björgunarsveitir á vestfjörðum voru kallaðar út vegna þýskra hjóna sem voru í siglingu frá Bolungarvíkur til Súðavíkur, en leitin var afturkölluð þegar þau fundust rétt fyrir utan Súðavík. Óttast var í fyrstu að báturinn væri skemmdur, og þegar ekki náðist samband við hjónin var hafin allsherjarleit. Hjónin sigldu í litlum sjóstangveiðibát.

Innlent
Fréttamynd

Faxaflóahafnir sf. í samstarf við næst stærstu höfn Kína

Faxaflóahafnir sf. og höfnin í Qingdo í Kína undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf og samvinnu. Viljayfirlýsingu þessari verður fylgt eftir með gerð formlegs samstarfssamnings sem verður undirritaður síðar. Höfnin í Qingdao er sú önnur stærsta í Kína og sú tíunda stærsta í heiminum. Að auki eru hún stærsta höfn Kína í frystum og kældum afurðum.

Innlent
Fréttamynd

117 tonna spennar eru þyngstu hlutir sem hafa farið eftir vegakerfinu

117 tonna spennar hafa verið fluttir eftir þjóðvegum frá Reyðarfirði í stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal í sumar. Spennarnir eru þyngstu hlutir sem farið hafa eftir vegakerfinu. Þar að auki er flutningabúnaður 74 tonn og heildarþungi því 191 tonn. Mikil vinna var lögð í að reikna út burðargetu brúa á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í potti

Eldur kviknaði í potti í heimahúsi í Hafnarfirði í gær þegar húsmóðirin var að laga mat. Einn heimilismanna sýndi snarræði og náði að slökkva eldinn með handslökkvitæki og koma þannig í veg fyrir stórtjón. Töluverður reykur mætti lögreglu og slökkviliði þegar komið var á vettvang en heimilisfólkið, tveir karlar og kona, komst út af sjálfsdáðum.

Innlent
Fréttamynd

Vegfarendur beðnir að sýna aðgát á Kræklingahlíð

Vegna hættu á blæðingum í slitlagi á Kræklingahlíð norðan Akureyrar eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát meðan þetta ástand varir og fylgja fyrirmælum um lækkun á umferðarhraða. Vegna framkvæmda verður Vatnsfjarðarvegur númer 633 lokaður frá klukkan 07:00 miðvikudaginn 18. júlí til hádegis laugardaginn 21. júlí. Opið verður út í Reykjanes úr Mjóafirði.

Innlent