Innlent

Faxaflóahafnir sf. í samstarf við næst stærstu höfn Kína

Faxaflóahafnir sf. og höfnin í Qingdo í Kína undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf og samvinnu. Viljayfirlýsingu þessari verður fylgt eftir með gerð formlegs samstarfssamnings sem verður undirritaður síðar. Höfnin í Qingdao er sú önnur stærsta í Kína og sú tíunda stærsta í heiminum. Að auki eru hún stærsta höfn Kína í frystum og kældum afurðum.

Nokkur íslensk fyrirtæki svo sem Eimskip, Samskip og Icelandic Group eru með starfsemi í Qingdao en að auki hefur Orkuveita Reykjavíkur og fleiri fyrirtæki sótt inn á kínverskan markað. Um þessar mundir eru stjórnendur hafnarinnar í Qingdao staddir á Íslandi á vegum Eimskips þannig að ákveðið var í tengslum við heimsóknina að efna til samstarfs Faxaflóahafna sf. og hafnarinnar í Qingdao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×