Innlent

Fréttamynd

Exista leiddi hækkanahrinu

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 4,24 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur í 23,35 krónum á hlut. Þetta var mesta hækkunin í Kauphöllinni en svipuðu máli gegndi um öll hin fjárfestingafélögin og bankana en gengi þeirra hækkað á bilinu 0,65 prósent til 3,94 prósenta, mest í Kaupþingi. Úrvalsvísitalan rauk upp um 2,75 prósent á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing hækkar um þrjú prósent

Gengi bréfa í Kaupþingi rauk upp um rúm þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og leiðir bankinn hækkun Úrvalsvísitölunnar. Á eftir fylgja Exista, sem hefur hækkað um rúm 2,3 prósent, og fleiri bankar og fjárfestingafélög. Einungis gengi bréfa í FL Group hefur haldið áfram að lækka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Föroya banki undir útboðsgengi

Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Föroya banka hefur lækkað um 1,58 prósent frá upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur nú í 187 krónum á hlut sem er tveimur krónum undir útboðsgengi með bréf í bankanum 21. júní síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Herjólfur úr slipp í dag

Viðgerðir á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi eru á undan áætlun og verður henni siglt úr slipp í Hafnarfirði síðdegis í dag. Áætlunarferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

FL Group lækkaði um 26 milljarða

Gengi hlutabréfa í FL Group jafnaði sig lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir 18,18 prósenta fall við upphaf dags. Lægst fór gengið í 15,65 krónur á hlut en endaði í 16,35 krónum. Lækkunin kemur í kjölfar mikilla hræringa innan veggja fyrirtækisins, svosem með brotthvarfi Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, og hræringum með hlutabréf félagsins. Gengi annarra félaga féll sömuleiðis hratt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bresk eign Baugs og FL Group niður um sextán prósent

Gengi hlutabréfa í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros féll um rúm sextán prósent við upphaf viðskiptadagsins í bresku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið greindi frá því að ólíklegt væri að félagið næði markmiðum sínum á árinu. Unity Investments, félag í eigu Baugs, FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords, á nærri 30 prósenta hlut í keðjunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group niður um 18 prósent við opnun markaða

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um 18,18 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er ekkert einsdæmi því SPRON féll á sama tíma um rúm átta prósent, Exista um tæp sjö og Glitnir um tæp fjögur prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi FL Group hefur fallið um tæp 6%

Gengi hlutabréfa í FL Group stendur nú í 19,5 og hefur því lækkað um 5,98 prósent í morgun. Lægst fór það hins vegar í 19,3 krónur í síðustu viku. Verðmæti félagsins er nú 183,9 milljarðar, var í morgun 194.1 milljarðar og hefur því rýrnað um 10,2 milljarða frá því í morgun. Gengi fjárfestingafyrirtækja og banka hefur lækkað í dag að SPRON, Glitni og Eik banka undanskildum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutafjárútboði Marel lokið

Lokuðu útboði Marel Food Systems á nýjum hlutum lauk á föstudag en nýir hlutir svara til tæplega átta prósenta heildarhlutafjár Marel. Lífeyrissjóðir tryggðu sér tvo þriðju hluta af nýja hlutafénu og afgangurinn féll öðrum fjárfestum í skaut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Drengurinn sem lést

Drengurinn sem lét lífið í bílslysinu í Keflavík á föstudaginn hét Kristinn Veigar Sigurðsson.

Innlent
Fréttamynd

Missaga um skemmdir á bíl sínum

Pólverjinn sem er í haldi lögreglunnar vegna ákeyrslunnar í Keflavík á föstudag, hefur orðið missaga við yfirheyrslur hjá lögreglunni, samkvæmt heimildum Vísis.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið á Kristinn Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, í Keflavík á föstudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags.

Innlent
Fréttamynd

Ísing á götum Reykjavíkur

Lögreglan varar við því að það er ísing víða á götum Reykjavíkur. Ökumenn virðast ekki átta sig á að þar sem er einhver raki getur myndast ísing við aðstæður eins og eru í dag.

Innlent
Fréttamynd

Éljagangur og ófærð

Það er best að aka varlega um landið í dag. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en annars eru vegir víðast auðir á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir Sverri Hermannsson hafa logið í Mannamáli

Halldór Guðbjarnarson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans segir í grein í Morgunblaðinu í dag að Sverrir Hermannsson fyrrverandi bankastjóri Landsbankans hafi farið með lygar í þætti Sigmundar Ernis Rúnassonar Mannamál.

Innlent
Fréttamynd

Þota í innanlandsflugi

Innanlandsflug hófst að nýju í morgun eftir að hafa legið niðri frá því í fyrradag vegna illviðris.

Innlent
Fréttamynd

SPRON og Exista ruku upp

Gengi bréfa í SPRON hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag og fór í 11,44 krónur á hlut eftir að hafa staðið nærri 10 krónum fyrr í vikunni, sem er lægsta gengi félagsins síðan það var skráð á markað í október. Gengið er engu að síður rúmum fimmtíu prósentum undir upphafsgengi sínu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista og Föroya Bank hækka um 3%

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur hækkað nokkuð við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór Úrvalsvísitalan yfir 7.000 stigin á ný . Bréf í Föroya banka og Existu hafa hækkað mest, eða um þrjú prósent. SPRON, Icelandair, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing fylgja á eftir en gengi þeirra hefur hækkað á bilinu 1,5 til 2,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group rauk upp í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um tæp fjögur prósent í Kauphöllinni í dag í kjölfar talsverðrar lækkunar upp á síðkastið. Gengi flestra fyrirtækja hækkaði. Á sama tíma lækkaði gengi allra færeysku félaganna auk þess sem gengi 365 og Marels lækkaði í dag. Mest var lækkunin á gengi Föroya banka sem fór niður um 2,91 prósent.

Viðskipti innlent