Hvað vissu yfirvöld um Malakauskas og hvenær vissu þau það ? Óli Tynes skrifar 1. desember 2007 15:34 Tomas Malakauskas felur jafnan andlit sitt fyrir myndavélum. Yfirvöld vilja ekki upplýsa hvort þau vissu um komu líkfundarmannsins Tomasar Malakauskas til Íslands. Hann er í endurkomubanni en kom hingað á vegabréfi með eftirnafni konu sinnar í byrjun september. Eiginkonan býr á Íslandi og á von á barni. Hér búa einnig móðir hennar, fósturfaðir og tvær systur. Eiginkonan hefur verið búsett hér frá árinu 2003. Malakauskas var handtekinn 20. nóvember og var þá með 26 grömm af amfetamíni á sér. Fréttir frá yfirvöldum um endurkomu Litháans eru misvísandi. Annarsvegar hefur verið sagt að þeim hafi verið fullkunnugt um hana og að fylgst hafi verið með honum þartil hann var handtekinn. Hinsvegar hefur verið sagt að ekkert hafi verið vitað um ferðir hans. Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli vildi ekki segja til um hvort er rétt. Í samtali við Vísi sagði hann að það gæti gefið upplýsingar um vinnuaðferðir þeirra, sem þeir vilji helst ekki að brotamenn viti um. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að í flugstöðinni í Keflavík er eitt fullkomnasta myndgreiningartæki sem til er í heiminum. Þar er hægt að setja inn myndir af mönnum og greiningartækið flaggar þá ef þeir sjást á eftirlitsmyndavélum flugstöðvarinnar. Jafnvel þótt menn reyni að dulbúast með því að láta sér vaxa skegg eða setja upp gleraugu, sér kerfið við því. Og það er tengt við allar myndavélar stöðvarinnar. Einn af fréttamönnum Stöðvar 2 lét í samvinnu við yfirvöld setja inn gamla mynd af sjálfum sér. Hann var flaggaður hvert sem hann fór í flugstöðinni. Það er því ólíklegt annað en vitað hafi verið um ferðir Íslandsvinarins Malakauskas. Innlent Líkfundarmálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Yfirvöld vilja ekki upplýsa hvort þau vissu um komu líkfundarmannsins Tomasar Malakauskas til Íslands. Hann er í endurkomubanni en kom hingað á vegabréfi með eftirnafni konu sinnar í byrjun september. Eiginkonan býr á Íslandi og á von á barni. Hér búa einnig móðir hennar, fósturfaðir og tvær systur. Eiginkonan hefur verið búsett hér frá árinu 2003. Malakauskas var handtekinn 20. nóvember og var þá með 26 grömm af amfetamíni á sér. Fréttir frá yfirvöldum um endurkomu Litháans eru misvísandi. Annarsvegar hefur verið sagt að þeim hafi verið fullkunnugt um hana og að fylgst hafi verið með honum þartil hann var handtekinn. Hinsvegar hefur verið sagt að ekkert hafi verið vitað um ferðir hans. Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli vildi ekki segja til um hvort er rétt. Í samtali við Vísi sagði hann að það gæti gefið upplýsingar um vinnuaðferðir þeirra, sem þeir vilji helst ekki að brotamenn viti um. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að í flugstöðinni í Keflavík er eitt fullkomnasta myndgreiningartæki sem til er í heiminum. Þar er hægt að setja inn myndir af mönnum og greiningartækið flaggar þá ef þeir sjást á eftirlitsmyndavélum flugstöðvarinnar. Jafnvel þótt menn reyni að dulbúast með því að láta sér vaxa skegg eða setja upp gleraugu, sér kerfið við því. Og það er tengt við allar myndavélar stöðvarinnar. Einn af fréttamönnum Stöðvar 2 lét í samvinnu við yfirvöld setja inn gamla mynd af sjálfum sér. Hann var flaggaður hvert sem hann fór í flugstöðinni. Það er því ólíklegt annað en vitað hafi verið um ferðir Íslandsvinarins Malakauskas.
Innlent Líkfundarmálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira