Innlent Tekjuafgangur eykst á Suðurnesjum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði tæplega 2,4 milljóna króna tekjuafgangi á fyrri helmingi ársins sem er rúmlega hálfri milljón króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:28 Úrvalsvísitalan yfir 6.000 stig Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn á ný í dag og stóð skömmu eftir klukkan 11 í 6.015 stigum. Vísitalan náði þessum hæðum til skamms tíma í gær en endaði í 5.989,11 stigum við lokun Kauphallarinnar. Hæsta gildi Úrvalsvísitölunnar var 6.925 stig um miðjan febrúar síðastliðinn en lækkaði eftir það. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:07 Síðustu kerin tekin í notkun í Straumsvík í dag eftir bilun Síðustu kerin í kerskála þrjú hjá álveri Alcan í Straumsvík verða tekin í gagnið nú eftir hádegið, tveimur mánuðum fyrr en áætlað var. Innlent 31.8.2006 09:55 Hekla skilaði 32,3 milljóna hagnaði Hekla fasteignir efh. skilaði 32,3 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 439.000 króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 10:11 Aukinn hagnaður Jarðborana Hagnaður Jarðborana hf. á fyrri helmingi ársins nam 402 milljónum króna samanborið við 299 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins tæpum 163 milljónum króna sem er 4 milljónum krónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:58 Tap hjá Bolar Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. tapaði 8,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur á afkomu félagsins en á sama tíma í fyrra skilaði það 488,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Bola segir að hafa beri í huga að í fyrra seldi félagið verulegan hluta af starfsemi sinni til Promens hf. og var hagnaður af rekstri félagsins í fyrra tilkominn vegna framangreindrar sölu. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:49 Nýr bæjarstjóri í Vesturbyggð ráðinn Ragnar Jörundsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar til ársins 2010 eða út kjörtímabilið. Ráðning Ragnars var samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en minnihlutinn sat hjá samkvæmt fréttavefnum Bæjarins besta. Innlent 31.8.2006 08:11 Samdráttur í smásölu Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,6 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra, miðað við fast verðlag. Telst það til verulegra tíðinda að í fyrsta skipti í langan tíma mælist samdráttur í dagvöruveltu á föstu verði. Verslunarmannahelgin á þátt í samdrættinum á milli ára og segir Rannsóknasetur verslunarinnar við Bifröst þetta þó glöggt merki þess að töluvert sé farið að draga úr þenslu í hagkerfinu. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:35 Aldrei meiri vöruskiptahalli Vöruskipti voru óhagstæð um 19,1 milljarð króna í síðasta mánuði og hefur vöruskiptahallinn aldrei verið meiri í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta upplýsingar um vöruskipti eftir mánuðum. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptahallinn 11,9 milljarðar króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:19 Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir þingkosningar sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Innlent 31.8.2006 09:53 Kveikt í Hampiðjuhúsinu í tvígang Slökkviliðið fór í tvígang að húsi Hampiðjunnar við Brautarholt í Reykjavík þar sem kveikt hafði verið í. Eldurinn var ekki mikill en reykur töluverður og þurfti því tvívegis að reykræsta húsið í gærdag. Hampiðjuhúsið hýsti síðast galleríið og listasmiðjuna Klink og bank en er nú vatns- og rafmagnslaust þar sem til stendur að rífa það. Innlent 31.8.2006 08:04 Prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík 11. nóvember Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ákvað á fundi sínum í gærkvöld að halda sameiginlegt prófkjör í kjördæmunum vegna komandi þingkosninga 11. nóvember næstkomandi. Innlent 31.8.2006 07:46 Fundi iðnaðarnefndar frestað Fundi iðnaðarnefndar Alþingis var frestað upp úr níu í gærkvöldi án þess að niðurstaða fengist. Að sögn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, var hart tekist á á fundinum sem byrjaði klukkan hálfþrjú í gær. Innlent 31.8.2006 07:44 Skilaði Neistanum 1,1 milljón Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur. Innlent 30.8.2006 23:07 Enn á ný kveikt í tunnu í Hampiðjuhúsinu Enn á ný var kveikt í rusli í Hampiðjuhúsinu í Reykjavík um sjöleytið í kvöld en slökkviliðið hafði áður verið kallað á staðinn klukkan tvö í dag. Slökkviliðið hefur slökkt eldinn en töluverður reykur hafði myndast í húsinu. Húsið var svo reykræst í annað skiptið í dag. Innlent 30.8.2006 22:51 Dvalarleyfi metinn eftir aðstæðum Útlendingastofnun segir að útlendingum sé ekki vísað úr landi meti stofnunin að viðkomandi falli undir lagabókstaf sem kveður á um að útlendingar geti fengið dvalarleyfi vegna tengsla við landið eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða Innlent 30.8.2006 22:19 Látinn laus úr haldi Fangavörðurinn á Litla-Hrauni sem handtekinn var síðasliðinn laugardag vegna fíkniefnasmygls var látinn laus úr haldi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi telst málið upplýst. Innlent 30.8.2006 20:56 Og Vodafone eflir GSM kerfið fyrir Ljósanótt Og Vodafone ætlar að stækka GSM kerfi sitt fyrir Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem hefst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Innlent 30.8.2006 21:37 Iðnaðarráðherra vissi ekki af greinagerð Gríms Greinagerð Gríms Björnssonar náði ekki inn á borð iðnaðarráðherra né ríkisstjórnar fyrr en eftir að lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt í apríl 2002. Þetta kom frá á fundi iðnaðarnefndar sem nú stendur yfir. Innlent 30.8.2006 19:01 Nemendur í Rimaskóla gefa til ABC-Barnahjálpar Nemendur í níunda R í Rimaskóla sýndu í morgun svo ekki verður um villst aðþað býr ýmislegt í ungmennum þessa lands. Innlent 30.8.2006 18:09 Valgerður segir Samfylkinguna vera að losa sig frá ábyrgð Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Innlent 30.8.2006 18:12 Fjármálavefurinn MSN fer yfir viðskipti Jóns Ásgeirs í Bretlandi Fjármálavefur MSN greinir frá því í dag að ljóshærði víkingurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hafi á undanförnum árum fjárfest í breskri smásöluverslun fyrir milljarða punda í Bretlandi, nú síðast með kaupum á House of Fraiser fyrir um 47 milljarða króna. Innlent 30.8.2006 18:01 Útlit fyrir metfjölda ferðamanna í ár Útlit er fyrir að met verði slegið í fjölda erlendra ferðamanna hér á landi í ár og að í kringum 400 þúsund manns sæki landið heim. Kvörtunum vegna lakrar þjónustu hefur hins vegar fjölgað í ár og hvetur ferðamálastjóri íslenska ferðaþjónustu til þess að vera á varðbergi gagnvart því. Innlent 30.8.2006 18:54 Metkaup á erlendum bréfum Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 54 milljarða í síðasta mánuði, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Greiningardeild KB banka segir um metkaup að ræða í einum mánuði síðast mælingar hófust árið 1994. Viðskipti innlent 30.8.2006 17:57 Minni hagnaður hjá Landsvaka Landsvaki, dótturfélag Landsbankans sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði bankans, skilaði rúmum 3,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn rúmum 42,5 milljörðum króna. Viðskipti innlent 30.8.2006 17:53 Valgerður vissi ekki af athugasemdum Gríms Valgerður Sverrisdóttir fékk ekki athugasemdir Gríms Björnssonar í sínar hendur fyrr en eftir að lög sem heimiluðu Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi. Innlent 30.8.2006 16:57 Tífalt minni hagnaður hjá ÍAV Hagnaður Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) nam 30 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er tífalt verri afkoma en á sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður félagsins nam 299 milljónum króna. Gengisfall og verðbólga setti mark sitt á rekstur ÍAV ásamt háum skammtímavöxtum. Viðskipti innlent 30.8.2006 16:53 Tap hjá Smáralind Smáralind ehf., rekstraraðili verslunarmiðstöðvarinnar Smáralind í Kópavogi, tapaði 733 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 36 milljónum króna. Tapið skýrist fyrst og fremst af gengistapi af erlendum skuldum félagsins sem nam 652 milljónum króna. Búist er við að breytingar á gengi krónunnar hafi áfram mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.8.2006 16:49 Ökumenn kærulausir í sumar Daglega þarf lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af kærulausum ökumönnum sem ekki fara eftir settum reglum. Á meðal þeirra reglna sem þessir ökumenn fara ekki eftir er að spenna beltin, nota handfrjálsan búnað og aka á löglegum hraða. Þá hefur fólk ekið um á nagladekkjum um hásumar og ekið niður hæðarslár. Innlent 30.8.2006 15:17 OR tapaði 6,2 milljörðum króna Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði tæpum 6,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur á rekstri OR en hún skilaði tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt en gengistap af langtímaskuldum nam 10,8 milljörðum króna á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 30.8.2006 15:17 « ‹ 266 267 268 269 270 271 272 273 274 … 334 ›
Tekjuafgangur eykst á Suðurnesjum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði tæplega 2,4 milljóna króna tekjuafgangi á fyrri helmingi ársins sem er rúmlega hálfri milljón króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:28
Úrvalsvísitalan yfir 6.000 stig Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn á ný í dag og stóð skömmu eftir klukkan 11 í 6.015 stigum. Vísitalan náði þessum hæðum til skamms tíma í gær en endaði í 5.989,11 stigum við lokun Kauphallarinnar. Hæsta gildi Úrvalsvísitölunnar var 6.925 stig um miðjan febrúar síðastliðinn en lækkaði eftir það. Viðskipti innlent 31.8.2006 11:07
Síðustu kerin tekin í notkun í Straumsvík í dag eftir bilun Síðustu kerin í kerskála þrjú hjá álveri Alcan í Straumsvík verða tekin í gagnið nú eftir hádegið, tveimur mánuðum fyrr en áætlað var. Innlent 31.8.2006 09:55
Hekla skilaði 32,3 milljóna hagnaði Hekla fasteignir efh. skilaði 32,3 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 439.000 króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 10:11
Aukinn hagnaður Jarðborana Hagnaður Jarðborana hf. á fyrri helmingi ársins nam 402 milljónum króna samanborið við 299 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins tæpum 163 milljónum króna sem er 4 milljónum krónum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:58
Tap hjá Bolar Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. tapaði 8,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur á afkomu félagsins en á sama tíma í fyrra skilaði það 488,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Bola segir að hafa beri í huga að í fyrra seldi félagið verulegan hluta af starfsemi sinni til Promens hf. og var hagnaður af rekstri félagsins í fyrra tilkominn vegna framangreindrar sölu. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:49
Nýr bæjarstjóri í Vesturbyggð ráðinn Ragnar Jörundsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Vesturbyggðar til ársins 2010 eða út kjörtímabilið. Ráðning Ragnars var samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en minnihlutinn sat hjá samkvæmt fréttavefnum Bæjarins besta. Innlent 31.8.2006 08:11
Samdráttur í smásölu Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,6 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra, miðað við fast verðlag. Telst það til verulegra tíðinda að í fyrsta skipti í langan tíma mælist samdráttur í dagvöruveltu á föstu verði. Verslunarmannahelgin á þátt í samdrættinum á milli ára og segir Rannsóknasetur verslunarinnar við Bifröst þetta þó glöggt merki þess að töluvert sé farið að draga úr þenslu í hagkerfinu. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:35
Aldrei meiri vöruskiptahalli Vöruskipti voru óhagstæð um 19,1 milljarð króna í síðasta mánuði og hefur vöruskiptahallinn aldrei verið meiri í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta upplýsingar um vöruskipti eftir mánuðum. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptahallinn 11,9 milljarðar króna. Viðskipti innlent 31.8.2006 09:19
Steinunn Valdís gefur kost á sér í fjórða sætið Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir þingkosningar sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Innlent 31.8.2006 09:53
Kveikt í Hampiðjuhúsinu í tvígang Slökkviliðið fór í tvígang að húsi Hampiðjunnar við Brautarholt í Reykjavík þar sem kveikt hafði verið í. Eldurinn var ekki mikill en reykur töluverður og þurfti því tvívegis að reykræsta húsið í gærdag. Hampiðjuhúsið hýsti síðast galleríið og listasmiðjuna Klink og bank en er nú vatns- og rafmagnslaust þar sem til stendur að rífa það. Innlent 31.8.2006 08:04
Prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík 11. nóvember Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ákvað á fundi sínum í gærkvöld að halda sameiginlegt prófkjör í kjördæmunum vegna komandi þingkosninga 11. nóvember næstkomandi. Innlent 31.8.2006 07:46
Fundi iðnaðarnefndar frestað Fundi iðnaðarnefndar Alþingis var frestað upp úr níu í gærkvöldi án þess að niðurstaða fengist. Að sögn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, var hart tekist á á fundinum sem byrjaði klukkan hálfþrjú í gær. Innlent 31.8.2006 07:44
Skilaði Neistanum 1,1 milljón Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur. Innlent 30.8.2006 23:07
Enn á ný kveikt í tunnu í Hampiðjuhúsinu Enn á ný var kveikt í rusli í Hampiðjuhúsinu í Reykjavík um sjöleytið í kvöld en slökkviliðið hafði áður verið kallað á staðinn klukkan tvö í dag. Slökkviliðið hefur slökkt eldinn en töluverður reykur hafði myndast í húsinu. Húsið var svo reykræst í annað skiptið í dag. Innlent 30.8.2006 22:51
Dvalarleyfi metinn eftir aðstæðum Útlendingastofnun segir að útlendingum sé ekki vísað úr landi meti stofnunin að viðkomandi falli undir lagabókstaf sem kveður á um að útlendingar geti fengið dvalarleyfi vegna tengsla við landið eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða Innlent 30.8.2006 22:19
Látinn laus úr haldi Fangavörðurinn á Litla-Hrauni sem handtekinn var síðasliðinn laugardag vegna fíkniefnasmygls var látinn laus úr haldi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi telst málið upplýst. Innlent 30.8.2006 20:56
Og Vodafone eflir GSM kerfið fyrir Ljósanótt Og Vodafone ætlar að stækka GSM kerfi sitt fyrir Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem hefst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Innlent 30.8.2006 21:37
Iðnaðarráðherra vissi ekki af greinagerð Gríms Greinagerð Gríms Björnssonar náði ekki inn á borð iðnaðarráðherra né ríkisstjórnar fyrr en eftir að lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt í apríl 2002. Þetta kom frá á fundi iðnaðarnefndar sem nú stendur yfir. Innlent 30.8.2006 19:01
Nemendur í Rimaskóla gefa til ABC-Barnahjálpar Nemendur í níunda R í Rimaskóla sýndu í morgun svo ekki verður um villst aðþað býr ýmislegt í ungmennum þessa lands. Innlent 30.8.2006 18:09
Valgerður segir Samfylkinguna vera að losa sig frá ábyrgð Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Innlent 30.8.2006 18:12
Fjármálavefurinn MSN fer yfir viðskipti Jóns Ásgeirs í Bretlandi Fjármálavefur MSN greinir frá því í dag að ljóshærði víkingurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hafi á undanförnum árum fjárfest í breskri smásöluverslun fyrir milljarða punda í Bretlandi, nú síðast með kaupum á House of Fraiser fyrir um 47 milljarða króna. Innlent 30.8.2006 18:01
Útlit fyrir metfjölda ferðamanna í ár Útlit er fyrir að met verði slegið í fjölda erlendra ferðamanna hér á landi í ár og að í kringum 400 þúsund manns sæki landið heim. Kvörtunum vegna lakrar þjónustu hefur hins vegar fjölgað í ár og hvetur ferðamálastjóri íslenska ferðaþjónustu til þess að vera á varðbergi gagnvart því. Innlent 30.8.2006 18:54
Metkaup á erlendum bréfum Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 54 milljarða í síðasta mánuði, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Greiningardeild KB banka segir um metkaup að ræða í einum mánuði síðast mælingar hófust árið 1994. Viðskipti innlent 30.8.2006 17:57
Minni hagnaður hjá Landsvaka Landsvaki, dótturfélag Landsbankans sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði bankans, skilaði rúmum 3,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn rúmum 42,5 milljörðum króna. Viðskipti innlent 30.8.2006 17:53
Valgerður vissi ekki af athugasemdum Gríms Valgerður Sverrisdóttir fékk ekki athugasemdir Gríms Björnssonar í sínar hendur fyrr en eftir að lög sem heimiluðu Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi. Innlent 30.8.2006 16:57
Tífalt minni hagnaður hjá ÍAV Hagnaður Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) nam 30 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er tífalt verri afkoma en á sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður félagsins nam 299 milljónum króna. Gengisfall og verðbólga setti mark sitt á rekstur ÍAV ásamt háum skammtímavöxtum. Viðskipti innlent 30.8.2006 16:53
Tap hjá Smáralind Smáralind ehf., rekstraraðili verslunarmiðstöðvarinnar Smáralind í Kópavogi, tapaði 733 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 36 milljónum króna. Tapið skýrist fyrst og fremst af gengistapi af erlendum skuldum félagsins sem nam 652 milljónum króna. Búist er við að breytingar á gengi krónunnar hafi áfram mikil áhrif á afkomu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 30.8.2006 16:49
Ökumenn kærulausir í sumar Daglega þarf lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af kærulausum ökumönnum sem ekki fara eftir settum reglum. Á meðal þeirra reglna sem þessir ökumenn fara ekki eftir er að spenna beltin, nota handfrjálsan búnað og aka á löglegum hraða. Þá hefur fólk ekið um á nagladekkjum um hásumar og ekið niður hæðarslár. Innlent 30.8.2006 15:17
OR tapaði 6,2 milljörðum króna Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði tæpum 6,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur á rekstri OR en hún skilaði tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt en gengistap af langtímaskuldum nam 10,8 milljörðum króna á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 30.8.2006 15:17