Innlent

Fréttamynd

FÍS harmar óviðeigandi samhengi hlutanna

Í framhaldi af viðtölum við Jóhannes Jónsson í Þættinum "Örlagadagurinn" á Stöð 2 og NFS tvo sunnudaga í ágúst harmar stjórn FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna, að félagið og einstakir forsvarsmenn þess hafi verið nefndir á nafn í óviðeigandi samhengi Í tilkynningu FÍS segir að fjölmörg aðildarfélög FÍS eigi í miklum og góðum viðskiptum við ýmis fyrirtæki Baugs þar sem báðir njóti góðs af. Það sé því síst í þeirra þágu að fræjum tortryggni sé sáð á þessum vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Varnarviðræður halda áfram 14. september

Og við vorum að fá þá frétt að ákveðið hefur verið að viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppni íslenskra háskóla ekki af hinu góða

Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi.

Innlent
Fréttamynd

Starfsemi leikhúsanna kynnt í nýjum bækling

Fulltrúar leikhúsanna á Íslandi komu saman í Hressingarskálanum í dag til að kynna úgáfu bæklings sem innheldur upplýsingar um allt það sem verður á dagskrá leikhúsanna á komandi leikári.

Innlent
Fréttamynd

Magni og frú fá dúnsængur

Það er greinilegt að árangur Magna Ásgeirssonar í Rockstar:Supernova gleður marga. Fréttavefurinn Austurlandið punktur is greinir frá því að eigendur verslunarinnar Gæði og mýkt á Grensásvegi hafi ákveðið að gefa Magna og konu hans dúnsængur og dúnkodda fyrir frábæran árangur í raunveruleikaþættinum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun á bréfum FL Group

Gengi bréfa í FL Group tóku mikinn kipp í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra hækkaði um 11,41 prósent og stendur gengi bréfa í félaginu í 20,5 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins jókst um 16 milljarða krónur við hækkunina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sextán ár apilti sem grunaður er um að hafa stungið tuttugu og fimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags.

Innlent
Fréttamynd

900 sjálfboðaliðar skráðir í söfnun RKÍ

Um 900 sjálfboðaliðar hafa þegar skráð sig í landssöfnun Rauða kross Íslands sem fer fram á morgun undir kjörorðinu Göngum til góðs. Hefur mikill stígandi verið í skráningu sjálfboðaliða síðustu daga og hafa um 400 bæst við frá því gærdag. Rauði krossinn þarf um 2.000 sjálfboðaliða til að ná takmarki sínu að ganga í hvert hús á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Laugarlækjaskóli ver titil á heimavelli

Norðurlandamót grunnskóla í skák hefst í dag klukkan átján í Lauglækjaskóla, en hann á einmitt titil að verja. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum mótsins að skólameistarar frá öllum Norðurlöndunum séu komnir til landsins til að reyna með sér og stendur mótið fram á sunnudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Annir hjá lögreglu í gær

Þremur tölvum var stolið í jafnmörgum þjófnaðarmálum sem voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Einni var stolið úr skóla, annarri í heimahúsi þar sem þjófurinn fór inn um svaladyr en ekki er fullkomlega ljóst með hvaða hætti þriðja tölvan hvarf. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vill ræða arðsemismat í ljósi nýrra upplýsinga

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag að fulltrúar Landsvirkjunar og hagfræði- og efnhagssérfræðingar kæmu á fund nefndarinnar. Tilefnið er arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar í ljósi upplýsinga um aukinn kostnað virkjunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Árni vék ekki fyrir Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það af og frá að Árni Mathiesen hafi fært sig yfir í suðurkjördæmi til að hún gæti tekið fyrsta sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Þetta sagði hún í viðtali við NFS eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Barr með nýtt tilboð í Pliva

Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva. Á vefsíðu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auðvelt að kenna Litháum um fíkniefnavanda hér á landi

Það er auðveld lausn og ódýr að kenna Litháum um fíkniefnavanda Íslendinga, segir maður sem skipuleggur stofnun þingflokks um málefni innflytjenda. Hann segir ótækt að einblína á smygl um Keflavíkurflugvöll þegar hafnir landsins standi galopnar fyrir smygli.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsingum um Strætó ekki leynt

Upplýsingum um bága fjárhagsstöðu Strætós bs. var ekki haldið leyndum fyrir kosningar, segir fyrrum stjórnarformaður byggðasamlagsins. Mikill pólitískur ágreiningur um reksturinn hafi hins vegar ekki verið gerður opinber - og það kunni að hafa verið mistök.

Innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Íbúðalánasjóði

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,2 milljörðum króna í ágúst. Þar af telst 3,1 milljarður króna til almennra lána en 100 milljónir til leiguíbúðalána.Þetta er talsverður samdráttur frá júlí en þá námu heildarútlán sjóðsins 5,1 milljarði króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnir í Suðurlandsskjálfta fyrir kosningar

Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að tjá sig um ratsjárstöðvar

Forsætisráðherra vill ekki tjá sig um þær fréttir að Bandaríkjamenn hafi ekki sýnt áhuga á að hafa eftirlit með merkjum sem berast frá fjórum ratsjárstöðvum hersins á Íslandi. Samkvæmt heimildum NFS ætla Íslendingar að tryggja rekstur stöðvanna áfram með einum eða öðrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Pliva lýst vel á tilboð Actavis

Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva segir yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið endurspegla sanngjarnt verðmat. Fréttaveita Reuters bendir á að stjórninni lítist þrátt fyrir það betur á samruna við bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr. Barr greinir frá því í dag hvort fyrirtækið ætli að hækka tilboð sitt eður ei.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundu búnað til að stela kortaupplýsingum

Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú mál þar sem sérstökum búnaði var komið yfir kortasjálfsala við bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að ná rafrænum upplýsingum af greiðslukortum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Dagur Group opnar verslun í Leifsstöð næsta vor

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Dagur Group hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki sem og afþreyingarefni því tengt, en hingað til hafa þessir vöruflokkar verið seldir í Fríhöfninni ehf. Einnig mun verslunin selja aðgöngumiða á tónleika og aðra afþreyingarviðburði á Íslandi og erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Skorað á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kynjanna

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum í komandi alþingiskosningum. Í tilkynningu frá hreyfingunni er sérstaklega hvatt til þess að í tveimur efstu sætum hvers framboðslista sé fólk af báðum kynjum og þannig tryggt að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Jakobínarína ein þriggja sveita á hátíðinni

Hafnfirska rokksveitin Jakobínarína er meðal þeirra þriggja hljómsveita sem troða upp á Iceland Airwaves tónleikum í London þann 12. september. Ein helsta von Svía í rokkbransanum um þessar mundir, Love is All, og hinir innfæddu Tilly and the Wall, sem fyrir skemmstu gaf út sina aðra breiðskífu 'Bottoms of Barrales' hjá hinni skemmtilegu Moshi Moshi plötuútgáfu, koma einnig fram á tónleikunum sem haldnir eru undir formerkjunum 'A Taste of Airwaves' og fara fram í London's King's College. Hljómsveitirnar þrjár munu allar koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár, sem fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18. - 22. október.

Lífið
Fréttamynd

Skjálftavirkni á Ströndum

Jarðskjálfti upp á þrjá á Richter var laust eftir klukkan sjö í morgun vestur af Djúpuvík í Reykjafirði á Ströndum. Annar minni skjálfti að stærð 2,7 varð á sömu slóðum nokkrum mínútum fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Efnistaka við Eyvindará hafi ekki verulega neikvæð áhrif

Skipulagsstofnun hefur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð efnistaka við Eyvindará á Fljótsdalshéraði eins og hún sé kynnt í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum valdi ekki verulega neikvæðum og óafturkræfum sjónrænum áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Starfandi erlendum ríkisborgurum fjölgar um 265% á sjö árum

Starfandi erlendir ríkisborgurum fjölgaði um 265 prósent frá árinu 1998 til 2005. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Starfandi erlendir ríkisborgarar voru 9.010 árið 2005 eða 5,5 prósent af heildarfjölda starfandi fólks en voru 3.400 árið 1998 eða 2,3 prósent af starfandi fólki.

Innlent
Fréttamynd

Umferðartafir vegna málningarvinnu á Breiðamerkursandi

Vegna málningarvinnu við Jökulsá á Breiðamerkursandi má búast við umferðartöfum þessa viku og næstu viku. Á Djúpvegi (þjóðvegi 61) við Selá í Hrútafirði standa nú yfir brúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið.

Innlent