Stefnir í Suðurlandsskjálfta fyrir kosningar 8. september 2006 12:30 Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, sækist eftir fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi, þar sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra var áður. Sigríður Anna Þórðardóttir er annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og hyggst gefa kost á sér áfram en vill ekki tilgreina í hvaða sæti. Eftir að Gunnar Birgisson hætti á þingi er Bjarni Benediktsson orðinn þriðji þingmaður flokksins. Hann var í fimmta sæti á listanum fyrir síðustu alþingiskosningar og stefnir á að fikra sig upp á listanum. Aðspurður hvort hann ætlaði að berjast við Þorgerði Katrínu um toppsætið sagðist hann ekki hafa tekið neina ákvörðun. Gunnar Örlygsson sagði enn tvísýnt hvort hann fari fram eða ekki en ekki náðist í Sigurrós Þorgrímsdóttur. Í Suðurkjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjú þingsæti en þegar hafa fjórir þingmenn gefið kost á sér í efstu sætin: Árni Mathiesen færir sig í kjördæmið úr Suðvesturkjördæmi og gefur kost á sér í fyrsta sætið. Drífa Hjartardóttir gefur áfram kost á sér í annað sæti listans og Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2. til 3. sætið. Fjórði þingmaðurinn sem keppir um eitt af efstu sætunum er Kjartan Ólafsson en hann hefur ekki tilgreint nánar hvaða sæti hann sækist eftir. Kjördæmisráð ákveða hvort stillt verður upp á lista eða hvort haldið verði prófkjör. Kjördæmisráð Suðurkjördæmis fundar helgina 30. sept til 1.okt og kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis tekur ákvörðun þann 4. október. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, sækist eftir fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi, þar sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra var áður. Sigríður Anna Þórðardóttir er annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og hyggst gefa kost á sér áfram en vill ekki tilgreina í hvaða sæti. Eftir að Gunnar Birgisson hætti á þingi er Bjarni Benediktsson orðinn þriðji þingmaður flokksins. Hann var í fimmta sæti á listanum fyrir síðustu alþingiskosningar og stefnir á að fikra sig upp á listanum. Aðspurður hvort hann ætlaði að berjast við Þorgerði Katrínu um toppsætið sagðist hann ekki hafa tekið neina ákvörðun. Gunnar Örlygsson sagði enn tvísýnt hvort hann fari fram eða ekki en ekki náðist í Sigurrós Þorgrímsdóttur. Í Suðurkjördæmi hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjú þingsæti en þegar hafa fjórir þingmenn gefið kost á sér í efstu sætin: Árni Mathiesen færir sig í kjördæmið úr Suðvesturkjördæmi og gefur kost á sér í fyrsta sætið. Drífa Hjartardóttir gefur áfram kost á sér í annað sæti listans og Guðjón Hjörleifsson býður sig fram í 2. til 3. sætið. Fjórði þingmaðurinn sem keppir um eitt af efstu sætunum er Kjartan Ólafsson en hann hefur ekki tilgreint nánar hvaða sæti hann sækist eftir. Kjördæmisráð ákveða hvort stillt verður upp á lista eða hvort haldið verði prófkjör. Kjördæmisráð Suðurkjördæmis fundar helgina 30. sept til 1.okt og kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis tekur ákvörðun þann 4. október.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira