Innlent Lentu í erfiðleikum á Holtavörðuheiði Þó nokkrir ökumenn lentu í erfiðleikum á Holtavörðuheiði undir kvöld í gær þegar veður versnaði skyndilega og mikil hálka myndaðist á veginum. Auk þess varð þreifandi blint í éljum. Nokkrir fóru út af eða snérust þversum á veginum og komu lögreglumenn mörgum til aðstoðar. Innlent 16.10.2006 08:09 Hross tóku á rás eftir Suðurlandsvegi Minnstu munaði að slys hlytust af þegar þrjú hross sluppu út úr girðingu og tóku á rás eftir Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli í gærkvöldi. Þar var nokkur umferð og óku flestir með lágu ljósin þannig að ökumenn sáu ekki langt fram fyrir sig. Innlent 16.10.2006 08:05 Nær öllum mjólkuriðnaði miðstýrt Nær öllum mjólkuriðnaði í landinu verður miðstýrt af einni stjórn ef hugmyndir um að Mjólkursamsalan í Reykjavík, Norðurmjólk á Akureyri og Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga stofni með sér rekstrarfélag ná fram að ganga. Innlent 16.10.2006 07:57 Óttast var um afdrif þriggja rjúpnaskytta Óttast var um afdrif þriggja rjúpnaskytta í jafn mörgum landsfjórðungum í gær og voru björgunarsveitir kallaðar út í öllum tilvikunum. Ein skyttan fannst ekki fyrr en klukkan tíu í gærkvöldi í Bitrufirði. Innlent 16.10.2006 07:29 Vilja ákæra ísraelska forsetann fyrir nauðganir Lögreglan í Ísrael krefst þess að Moshe Katsav, forseti landsins, verði ákærður fyrir nauðganir. Í yfirlýsingu sem lögreglan sendi út frá sér í gær segir að óskað hafi verið eftir því að saksóknari ákæri forsetann fyrir nauðganir og kynferðislegt ofbeldi gegn fjölda kvenna. Erlent 16.10.2006 07:12 Ástæða til að rannsaka Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, fullyrti í Silfri Egils í dag að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Innlent 15.10.2006 19:36 Segja atvinnuleysi aukast með samþykkt ILO Samtök atvinnulífsins hafa staðið í vegi fyrir því að samþykkt frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, um reglur um uppsagnir að hálfu atvinnurekanda, taki gildi hér á landi, því þær auki atvinnuleysi. Fyrrverandi starfsmaður hjá Alcan segir sárt að missa af svokölluðum flýttum starfslokum sem fólk með langan starfsaldur í álverinu hefur kost á. Innlent 15.10.2006 17:58 Mótmæla ráðningu hjá Umhverfisstofnun Kona, sem unnið hefur í sjö ár hjá Umhverfisstofnun, fékk ekki starf fagstjóra hjá stofnuninni heldur karlmaður sem aðeins hafði starfað þar í um þrjár vikur. Forstjóri Umverfisstofnunar vill ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum á meðan það er enn óafgreitt. Innlent 15.10.2006 17:55 Ætlar ekki að beita sér fyrir lagabreytingum Landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að mjólkuriðnaður hafi getað haft samráð sem hafi skilað mikilli hagræðingu. Hann ætlar ekki að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins og beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undanþeginn samkeppnislögum. Þessi viðbrögð ráðherra vekja furðu framkvæmdastjóra Mjólku. Innlent 15.10.2006 17:51 Samkeppni nauðsynleg Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir vonbrigði að í tillögum ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matvælarverðs, sé ekki tekið á mjólkuriðnaðinum. Hann segir hneyksli að fyrirtæki í einokunarstöðu, eins og Osta- og smjörsalan, hafi svínað á fyrirtæki eins og Mjólku sem reyni að virkja samkeppni. Innlent 14.10.2006 18:07 Nýtur ekki sömu virðingar og áður Nýtt fjögur þúsund manna verkalýðsfélag var stofnað í dag þegar Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands sameinuðust. Formaður félagsins, segir iðn- og tæknimenntun ekki njóta sömu virðingar og áður Innlent 14.10.2006 18:17 Vörugjöldin eru úrelt Samtök atvinnulífsins vilja fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin ætlar til að lækka verð á matvælum og segja verðlag á Íslandi geta orðið svipað og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjöld og lækka tolla. Samtökin segja ekki þurfa lækkun virðisaukaskatts til að ná fram lægra vöruverði. Innlent 14.10.2006 18:30 Samfylkingin vill meira fé í velferðarkerfið Það er ömurlegt að aldraðir og öryrkjar búi ekki við sómasamleg lífskjör á sama tíma og ríkissjóður hefur aldrei tekið til sín stærri hluta af þjóðarkökunni, segir formaður Samfylkingarinnar en Íslendingar eiga heimsmet í aukningu á skattbyrði, samkvæmt úttekt OECD. Innlent 14.10.2006 18:20 Funda um aðgerðir gegn loftslagsbreytingu Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum á Bessastöðum í dag. Fundurinn er í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en frumkvæði að fundinum eiga Young Global Leaders sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu. Um sjötíu manns eru komin hingað til lands til funda en samráðsfundurinn hófst á fimmtudag og lýkur á morgun. Þeir koma úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum sem eiga það sameiginlegt að beita sér í umhverfismálum. Auk forseta Íslands taka tveir Íslendingar þátt í fundinum, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður og Ólafur Elíasson myndlistarmaður. Innlent 14.10.2006 09:58 Sækja peninga með samúræjabréfum Viðskipti innlent 15.10.2006 10:03 Straumi eignaður stór hlutur í Landsbankanum fyrir mistök Viðskipti innlent 15.10.2006 10:03 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma sök á vinkonu sína Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag konu á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa upp nafn vinkonu sinnar í þrígang þegar lögregla hafði afskipti af ferðum hennar á bifreið í febrúar og mars 2002. Innlent 13.10.2006 23:36 Skilgreininga þörf í ljósi þjónustusamnings Stjórn Framleiðendafélagsins SÍK fagnar nýjum þjónustusamningi Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins þar sem kveðið er á um verulega aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Sjónvarpinu á næstu 5 árum. Telur stjórn félagsins að skilgreina þurfi ýmis atriði í samningnum til að eyða öllum vafa um hvert stefni í reynd með honum. Innlent 13.10.2006 22:38 Kortavelta dróst saman í september Kortavelta í september nam 56,2 milljörðum króna sem er um 3,3% minna en mánuðinn á undan. Í Hálf-fimm fréttum KB-banka segir að samdráttinn megi einkum rekja til minnkandi veltu í debetkortum en heildarvelta debetkorta hafi numið rúmum 30 milljörðum króna í september og hafi dregist saman um 9% milli mánaða. Heildarvelta kreditkorta hafi numið rúmum 20 milljörðum króna í september sem sé um 7% hækkun frá ágústmánuði. Innlent 13.10.2006 20:30 Ungt fólk getur auðveldlega nálgast fíkniefni Mjög auðvelt er fyrir ungt fólk að nálgast fíkniefni. Unglingur á vegum fréttaskýringarþáttarins Kompáss gat á skömmum tíma komist yfir þó nokkurt magn fíkniefna, sem ritstjóri þáttarins skilaði svo til lögreglu í dag. Lögreglan tók við efnunum og boðaði ritstjórann í yfirheyrslu vegna málsins. Innlent 13.10.2006 20:09 Mjólka ætlar að senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið telur að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku ehf. og þannig brotið gegn samkeppnislögum. Mjólka hyggst senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins. Innlent 13.10.2006 19:44 Úrskurður um gæsluvarðhald felldur úr gildi Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 21. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á stórfelldu fíkniefnasmygli. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. ágúst. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að maðurinn er grunaður um að hafa aðstoðað tvo aðra menn sem teknir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins 9. ágúst sl. með töluvert af fíkniefnum meðferðis. Maðurinn er grunaður um að hafa skipulagt, haft milligöngu um og fjármagnað ferð mannanna tveggja sem teknir voru með fíkniefnin. Innlent 13.10.2006 19:10 Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Innlent 13.10.2006 18:46 Verða af flýttum starfslokum Starfsmenn álversins í Straumsvík, sem sagt er upp störfum á seinni árum starfsævinnar, missa af flýttum starfslokum sem starfsmönnum með langan starfsaldur hjá fyrirtækinu bjóðast samkvæmt kjarasamningi. Innlent 13.10.2006 18:25 Hefði getað breytt sögunni Leiðtogafundurinn í Höfða var enn dramatískari en áður var talið. Þetta sýna skjöl sem nýverið voru gerð opinber þar sem samtöl Gorbatsjovs og Reagans eru birt orðrétt. Aðeins vantaði herslumuninn til þess að fundurinn hefði breytt heiminum varanlega og gert hann að betri og öruggari stað, að mati bandarísks fræðimanns sem lesið hefur hvert einasta orð sem leiðtogunum og ráðgjöfum þeirra fór á milli Innlent 13.10.2006 18:40 Íslensk leyniþjónusta í varnarsamningnum Ríkisstjórnin skuldbindur sig til að stofna íslenska leyniþjónustu í varnarsamningnum, segir talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar og telur það furðuleg vinnubrögð að leggja ekki gjörbreyttan varnarsamning fyrir Alþingi. Innlent 13.10.2006 18:32 Lögðu hald á um 600 lítra af áfengi í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði gær hald á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um 100 lítra af fullframleiddu áfengi í húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum. Einnig var lagt hald á tæki og tól til framleiðslu áfengis. Innlent 13.10.2006 17:09 Sparisjóðir högnuðust um 9,5 milljarða í fyrra Samanlagður hagnaður sparisjóðanna á Íslandi í fyrra var rúmir 9,5 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í Borgarnesi í dag Innlent 13.10.2006 16:55 Gorbachev líkir utanríkisstefnu Bandaríkjanna við alnæmi Innlent 13.10.2006 16:53 Jöklabréf styrkja krónuna Krónan styrktist um 0,5 prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 117,9 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 21. mars á þessu ári eða sama dag og Danske Bank birti skýrsluna frægu um íslenska hagkerfið væri á leið í kreppu. Meginástæðan fyrir styrkingu krónunnar er áframhaldandi útgáfa á jöklabréfum. Viðskipti innlent 13.10.2006 16:29 « ‹ 203 204 205 206 207 208 209 210 211 … 334 ›
Lentu í erfiðleikum á Holtavörðuheiði Þó nokkrir ökumenn lentu í erfiðleikum á Holtavörðuheiði undir kvöld í gær þegar veður versnaði skyndilega og mikil hálka myndaðist á veginum. Auk þess varð þreifandi blint í éljum. Nokkrir fóru út af eða snérust þversum á veginum og komu lögreglumenn mörgum til aðstoðar. Innlent 16.10.2006 08:09
Hross tóku á rás eftir Suðurlandsvegi Minnstu munaði að slys hlytust af þegar þrjú hross sluppu út úr girðingu og tóku á rás eftir Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli í gærkvöldi. Þar var nokkur umferð og óku flestir með lágu ljósin þannig að ökumenn sáu ekki langt fram fyrir sig. Innlent 16.10.2006 08:05
Nær öllum mjólkuriðnaði miðstýrt Nær öllum mjólkuriðnaði í landinu verður miðstýrt af einni stjórn ef hugmyndir um að Mjólkursamsalan í Reykjavík, Norðurmjólk á Akureyri og Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga stofni með sér rekstrarfélag ná fram að ganga. Innlent 16.10.2006 07:57
Óttast var um afdrif þriggja rjúpnaskytta Óttast var um afdrif þriggja rjúpnaskytta í jafn mörgum landsfjórðungum í gær og voru björgunarsveitir kallaðar út í öllum tilvikunum. Ein skyttan fannst ekki fyrr en klukkan tíu í gærkvöldi í Bitrufirði. Innlent 16.10.2006 07:29
Vilja ákæra ísraelska forsetann fyrir nauðganir Lögreglan í Ísrael krefst þess að Moshe Katsav, forseti landsins, verði ákærður fyrir nauðganir. Í yfirlýsingu sem lögreglan sendi út frá sér í gær segir að óskað hafi verið eftir því að saksóknari ákæri forsetann fyrir nauðganir og kynferðislegt ofbeldi gegn fjölda kvenna. Erlent 16.10.2006 07:12
Ástæða til að rannsaka Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, fullyrti í Silfri Egils í dag að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Innlent 15.10.2006 19:36
Segja atvinnuleysi aukast með samþykkt ILO Samtök atvinnulífsins hafa staðið í vegi fyrir því að samþykkt frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, um reglur um uppsagnir að hálfu atvinnurekanda, taki gildi hér á landi, því þær auki atvinnuleysi. Fyrrverandi starfsmaður hjá Alcan segir sárt að missa af svokölluðum flýttum starfslokum sem fólk með langan starfsaldur í álverinu hefur kost á. Innlent 15.10.2006 17:58
Mótmæla ráðningu hjá Umhverfisstofnun Kona, sem unnið hefur í sjö ár hjá Umhverfisstofnun, fékk ekki starf fagstjóra hjá stofnuninni heldur karlmaður sem aðeins hafði starfað þar í um þrjár vikur. Forstjóri Umverfisstofnunar vill ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum á meðan það er enn óafgreitt. Innlent 15.10.2006 17:55
Ætlar ekki að beita sér fyrir lagabreytingum Landbúnaðarráðherra segir mikilvægt að mjólkuriðnaður hafi getað haft samráð sem hafi skilað mikilli hagræðingu. Hann ætlar ekki að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins og beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undanþeginn samkeppnislögum. Þessi viðbrögð ráðherra vekja furðu framkvæmdastjóra Mjólku. Innlent 15.10.2006 17:51
Samkeppni nauðsynleg Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir vonbrigði að í tillögum ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matvælarverðs, sé ekki tekið á mjólkuriðnaðinum. Hann segir hneyksli að fyrirtæki í einokunarstöðu, eins og Osta- og smjörsalan, hafi svínað á fyrirtæki eins og Mjólku sem reyni að virkja samkeppni. Innlent 14.10.2006 18:07
Nýtur ekki sömu virðingar og áður Nýtt fjögur þúsund manna verkalýðsfélag var stofnað í dag þegar Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands sameinuðust. Formaður félagsins, segir iðn- og tæknimenntun ekki njóta sömu virðingar og áður Innlent 14.10.2006 18:17
Vörugjöldin eru úrelt Samtök atvinnulífsins vilja fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin ætlar til að lækka verð á matvælum og segja verðlag á Íslandi geta orðið svipað og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjöld og lækka tolla. Samtökin segja ekki þurfa lækkun virðisaukaskatts til að ná fram lægra vöruverði. Innlent 14.10.2006 18:30
Samfylkingin vill meira fé í velferðarkerfið Það er ömurlegt að aldraðir og öryrkjar búi ekki við sómasamleg lífskjör á sama tíma og ríkissjóður hefur aldrei tekið til sín stærri hluta af þjóðarkökunni, segir formaður Samfylkingarinnar en Íslendingar eiga heimsmet í aukningu á skattbyrði, samkvæmt úttekt OECD. Innlent 14.10.2006 18:20
Funda um aðgerðir gegn loftslagsbreytingu Forystumenn úr alþjóðlegu viðskiptalífi funda um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum á Bessastöðum í dag. Fundurinn er í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, en frumkvæði að fundinum eiga Young Global Leaders sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu. Um sjötíu manns eru komin hingað til lands til funda en samráðsfundurinn hófst á fimmtudag og lýkur á morgun. Þeir koma úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum sem eiga það sameiginlegt að beita sér í umhverfismálum. Auk forseta Íslands taka tveir Íslendingar þátt í fundinum, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður og Ólafur Elíasson myndlistarmaður. Innlent 14.10.2006 09:58
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma sök á vinkonu sína Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag konu á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa upp nafn vinkonu sinnar í þrígang þegar lögregla hafði afskipti af ferðum hennar á bifreið í febrúar og mars 2002. Innlent 13.10.2006 23:36
Skilgreininga þörf í ljósi þjónustusamnings Stjórn Framleiðendafélagsins SÍK fagnar nýjum þjónustusamningi Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins þar sem kveðið er á um verulega aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Sjónvarpinu á næstu 5 árum. Telur stjórn félagsins að skilgreina þurfi ýmis atriði í samningnum til að eyða öllum vafa um hvert stefni í reynd með honum. Innlent 13.10.2006 22:38
Kortavelta dróst saman í september Kortavelta í september nam 56,2 milljörðum króna sem er um 3,3% minna en mánuðinn á undan. Í Hálf-fimm fréttum KB-banka segir að samdráttinn megi einkum rekja til minnkandi veltu í debetkortum en heildarvelta debetkorta hafi numið rúmum 30 milljörðum króna í september og hafi dregist saman um 9% milli mánaða. Heildarvelta kreditkorta hafi numið rúmum 20 milljörðum króna í september sem sé um 7% hækkun frá ágústmánuði. Innlent 13.10.2006 20:30
Ungt fólk getur auðveldlega nálgast fíkniefni Mjög auðvelt er fyrir ungt fólk að nálgast fíkniefni. Unglingur á vegum fréttaskýringarþáttarins Kompáss gat á skömmum tíma komist yfir þó nokkurt magn fíkniefna, sem ritstjóri þáttarins skilaði svo til lögreglu í dag. Lögreglan tók við efnunum og boðaði ritstjórann í yfirheyrslu vegna málsins. Innlent 13.10.2006 20:09
Mjólka ætlar að senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið telur að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku ehf. og þannig brotið gegn samkeppnislögum. Mjólka hyggst senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins. Innlent 13.10.2006 19:44
Úrskurður um gæsluvarðhald felldur úr gildi Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 21. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á stórfelldu fíkniefnasmygli. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. ágúst. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að maðurinn er grunaður um að hafa aðstoðað tvo aðra menn sem teknir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins 9. ágúst sl. með töluvert af fíkniefnum meðferðis. Maðurinn er grunaður um að hafa skipulagt, haft milligöngu um og fjármagnað ferð mannanna tveggja sem teknir voru með fíkniefnin. Innlent 13.10.2006 19:10
Skattbyrði jókst hvergi meira en á Íslandi Aukin skattbyrði á síðasta ári nemur svipaðri upphæð og heildarútgjöld ríkisins til menntamála á þessu ári. Stefán Ólafsson, prófessor, segir að skattbyrðin á Íslandi hafi aukist þrisvar sinnum meira en í Bandaríkjunum, sem glími við kostnað af tveimur styrjöldum. Fjármálaráðherra segir auknar tekjur ríkissjóðs hafa skilað sér í aukinni velferðarþjónustu. Innlent 13.10.2006 18:46
Verða af flýttum starfslokum Starfsmenn álversins í Straumsvík, sem sagt er upp störfum á seinni árum starfsævinnar, missa af flýttum starfslokum sem starfsmönnum með langan starfsaldur hjá fyrirtækinu bjóðast samkvæmt kjarasamningi. Innlent 13.10.2006 18:25
Hefði getað breytt sögunni Leiðtogafundurinn í Höfða var enn dramatískari en áður var talið. Þetta sýna skjöl sem nýverið voru gerð opinber þar sem samtöl Gorbatsjovs og Reagans eru birt orðrétt. Aðeins vantaði herslumuninn til þess að fundurinn hefði breytt heiminum varanlega og gert hann að betri og öruggari stað, að mati bandarísks fræðimanns sem lesið hefur hvert einasta orð sem leiðtogunum og ráðgjöfum þeirra fór á milli Innlent 13.10.2006 18:40
Íslensk leyniþjónusta í varnarsamningnum Ríkisstjórnin skuldbindur sig til að stofna íslenska leyniþjónustu í varnarsamningnum, segir talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar og telur það furðuleg vinnubrögð að leggja ekki gjörbreyttan varnarsamning fyrir Alþingi. Innlent 13.10.2006 18:32
Lögðu hald á um 600 lítra af áfengi í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði gær hald á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um 100 lítra af fullframleiddu áfengi í húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum. Einnig var lagt hald á tæki og tól til framleiðslu áfengis. Innlent 13.10.2006 17:09
Sparisjóðir högnuðust um 9,5 milljarða í fyrra Samanlagður hagnaður sparisjóðanna á Íslandi í fyrra var rúmir 9,5 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í Borgarnesi í dag Innlent 13.10.2006 16:55
Jöklabréf styrkja krónuna Krónan styrktist um 0,5 prósent í dag og endaði gengisvísitalan í 117,9 stigum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan 21. mars á þessu ári eða sama dag og Danske Bank birti skýrsluna frægu um íslenska hagkerfið væri á leið í kreppu. Meginástæðan fyrir styrkingu krónunnar er áframhaldandi útgáfa á jöklabréfum. Viðskipti innlent 13.10.2006 16:29