Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellda líkamsárás. Hann veittist að morgni laugardags í desember að öðrum manni og sló hann hnefahögg í höfuðið með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi féll við og höfuð hans lenti á götunni. Við það hlaut fórnarlambið sprungu í höfuðkúpu og blæðingu á heila sem leiddi meðal annars til minnis- og taltruflana. Innlent 18.10.2006 21:35 Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabótakröfu manns á fimmtugsaldri sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni þegar hann var, gegn vilja sínum, fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána á Íslandi eftirstöðvar refsidóms sem hann hlaut í Danmörku. Innlent 18.10.2006 23:28 Enn bætist í krónubréfaútgáfuna Í dag tilkynnti Eurofima um útgáfu á 3 milljarða króna jöklabréfum með 10 prósenta vöxtum og á lokagjalddaga í nóvember 2008. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi í dag að Eurofima, sem er banki í eigu evrópskra járnbrautarfélaga og með höfuðstöðvar í Sviss, sé nýr útgefandi jöklabréfa. Viðskipti innlent 18.10.2006 22:21 Lögfræðingur Mjólku gagnrýnir landbúnaðarráðherra Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið. Innlent 18.10.2006 21:27 Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, sækist eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi. Innlent 18.10.2006 20:02 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag þegar tilkynning barst lögreglu á vellinu kl. 17:25 um vandræði með hjólabúnað vélar sem var að búa sig til lendingar. 5 manns voru um borð í vélinni sem er veggja hreyfla og lítil. Innlent 18.10.2006 19:39 Skrifræði að opna veitingahús Til að opna kaffihús getur þurft að leggja fram meira en þrjátíu fylgigögn þrátt fyrir að fyrirtækið hafi þegar lagt fram gögnin vegna annarra veitingastaða. Þetta hefur forstjóri Kaffitárs fengið að margreyna enda hefur fyrirtækið opnað sex kaffihús en að auki þarf að gera allt upp á nýtt á fjögurra ára fresti. Innlent 18.10.2006 17:41 Gæti rannsakað án gruns Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Innlent 18.10.2006 18:32 Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna. Innlent 18.10.2006 18:30 Tekið með silikihönskum á mjólkuriðnaðinum Umhverfisráðherra hefur fengið kvörtun frá Félagi íslenskra stórkaupmanna þar sem umbúðir utan um mjólkurdrykki í plastumbúðum bera ekki skilagjald. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta vera klára samkeppnislega mismunun og enn eitt dæmið þar sem stjórnvöld fara með silkihönskum um mjólkuriðnaðinn. Innlent 18.10.2006 17:36 Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu. Innlent 18.10.2006 16:53 Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum. Innlent 18.10.2006 16:45 Abramovich væntanlegur til landsins Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er væntanlegur hingað til lands á morgun samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu og mun ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands, kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi. Innlent 18.10.2006 16:32 Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi. Innlent 18.10.2006 16:13 Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi. Innlent 18.10.2006 16:00 Sólveig elsti Íslendingur sögunnar Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli náði í dag þeim merka áfanga að verða elsti Íslendingur sögunnar sem sannanlega er vitað um. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst og er því 109 ára og 59 daga gömul í dag. Innlent 18.10.2006 15:47 Íslenska ríkið sýknað af kröfu fyrrverandi fanga Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabóta kröfu manns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar hann var fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána eftirstöðvar dóms sem hann hlaut í Danmörku. Innlent 18.10.2006 15:20 Lýsa vonbrigðum með eflingu RÚV á fjölmiðlamarkaði Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði. Innlent 18.10.2006 14:53 Ríkisstjórnin sökuð um getuleysi í launajafnréttismálum Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í dag fyrir að geta ekki unnið gegn launamun kynjanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og vakti athygli á því að Alþingi hefði fyrir tveimur og hálfu ári samþykkt að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hvenær slík áætlun myndi taka gildi. Innlent 18.10.2006 14:46 Ellefu teknir vegna fíkniefnamála í gær og nótt Ellefu einstaklingar komu við sögu í fimm óskyldum fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Fram kemur á vef lögreglunnar að hálffertugur karlmaður hafi í gærmorgun verið færður á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í híbýlum hans. Innlent 18.10.2006 14:06 Hvalur 9 á hvalaslóðum djúpt úti af Faxaflóa Flaggskip hvalveiðiflotans, Hvalur 9, kom á hvalaslóðir djúpt úti af Faxaflóa um hádegisbil. Síðast þegar fréttist hafði enginn hvalur verið skotinn. Hvalbáturinn er staddur rúmlega eitthundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga, en hann sigldi af stað til veiða úr hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi. Innlent 18.10.2006 14:06 Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Erlent 18.10.2006 12:18 Vilja breyta fæðingarorlofslögum Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum. Innlent 18.10.2006 12:22 Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Innlent 18.10.2006 12:11 Önnur konan alvarlega slösuð Ekið var á tvær gangandi konur á Miklubraut í Reykjavík í morgun og er önnur alvarlega slösuð. Fyrst var ekið á konu um þrítugt á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut og meiddist hún á síðu og hálsi. Tildrög liggja ekki fyrir en hún var flutt í sjúkrabíl á slysadeild. Innlent 18.10.2006 12:07 Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Innlent 18.10.2006 12:09 Mótmælatölvupóstur streymir til sendiráðsins í Lundúnum Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og allir stærstu fjölmiðlar á Vesturlöndum greina frá málinu. Þá hefur tölvupóstur með mótmælum streymt til íslenska sendiráðsins í London í morgun. Innlent 18.10.2006 12:03 240 sektaðir fyrir hraðakstur á Hringbraut 240 ökumenn eiga sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Hringbrautinni í gær og fyrradag. Fram kemur á vef lögreglunnar að brot þeirra hafi náðst á löggæslumyndavél á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Innlent 18.10.2006 11:33 Þverpólitískur hópur andsnúinn stækkun álvers í Straumsvík Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins. Innlent 18.10.2006 11:26 Verðbólga innan EES mest á Íslandi Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. Innlent 18.10.2006 10:39 « ‹ 197 198 199 200 201 202 203 204 205 … 334 ›
Dæmdur fyrir líkamsárás Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellda líkamsárás. Hann veittist að morgni laugardags í desember að öðrum manni og sló hann hnefahögg í höfuðið með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi féll við og höfuð hans lenti á götunni. Við það hlaut fórnarlambið sprungu í höfuðkúpu og blæðingu á heila sem leiddi meðal annars til minnis- og taltruflana. Innlent 18.10.2006 21:35
Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabótakröfu manns á fimmtugsaldri sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni þegar hann var, gegn vilja sínum, fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána á Íslandi eftirstöðvar refsidóms sem hann hlaut í Danmörku. Innlent 18.10.2006 23:28
Enn bætist í krónubréfaútgáfuna Í dag tilkynnti Eurofima um útgáfu á 3 milljarða króna jöklabréfum með 10 prósenta vöxtum og á lokagjalddaga í nóvember 2008. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi í dag að Eurofima, sem er banki í eigu evrópskra járnbrautarfélaga og með höfuðstöðvar í Sviss, sé nýr útgefandi jöklabréfa. Viðskipti innlent 18.10.2006 22:21
Lögfræðingur Mjólku gagnrýnir landbúnaðarráðherra Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið. Innlent 18.10.2006 21:27
Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, sækist eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi. Innlent 18.10.2006 20:02
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag þegar tilkynning barst lögreglu á vellinu kl. 17:25 um vandræði með hjólabúnað vélar sem var að búa sig til lendingar. 5 manns voru um borð í vélinni sem er veggja hreyfla og lítil. Innlent 18.10.2006 19:39
Skrifræði að opna veitingahús Til að opna kaffihús getur þurft að leggja fram meira en þrjátíu fylgigögn þrátt fyrir að fyrirtækið hafi þegar lagt fram gögnin vegna annarra veitingastaða. Þetta hefur forstjóri Kaffitárs fengið að margreyna enda hefur fyrirtækið opnað sex kaffihús en að auki þarf að gera allt upp á nýtt á fjögurra ára fresti. Innlent 18.10.2006 17:41
Gæti rannsakað án gruns Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Innlent 18.10.2006 18:32
Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna. Innlent 18.10.2006 18:30
Tekið með silikihönskum á mjólkuriðnaðinum Umhverfisráðherra hefur fengið kvörtun frá Félagi íslenskra stórkaupmanna þar sem umbúðir utan um mjólkurdrykki í plastumbúðum bera ekki skilagjald. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta vera klára samkeppnislega mismunun og enn eitt dæmið þar sem stjórnvöld fara með silkihönskum um mjólkuriðnaðinn. Innlent 18.10.2006 17:36
Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu. Innlent 18.10.2006 16:53
Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum. Innlent 18.10.2006 16:45
Abramovich væntanlegur til landsins Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er væntanlegur hingað til lands á morgun samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu og mun ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands, kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi. Innlent 18.10.2006 16:32
Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi. Innlent 18.10.2006 16:13
Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi. Innlent 18.10.2006 16:00
Sólveig elsti Íslendingur sögunnar Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli náði í dag þeim merka áfanga að verða elsti Íslendingur sögunnar sem sannanlega er vitað um. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst og er því 109 ára og 59 daga gömul í dag. Innlent 18.10.2006 15:47
Íslenska ríkið sýknað af kröfu fyrrverandi fanga Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabóta kröfu manns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar hann var fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána eftirstöðvar dóms sem hann hlaut í Danmörku. Innlent 18.10.2006 15:20
Lýsa vonbrigðum með eflingu RÚV á fjölmiðlamarkaði Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði. Innlent 18.10.2006 14:53
Ríkisstjórnin sökuð um getuleysi í launajafnréttismálum Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í dag fyrir að geta ekki unnið gegn launamun kynjanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og vakti athygli á því að Alþingi hefði fyrir tveimur og hálfu ári samþykkt að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hvenær slík áætlun myndi taka gildi. Innlent 18.10.2006 14:46
Ellefu teknir vegna fíkniefnamála í gær og nótt Ellefu einstaklingar komu við sögu í fimm óskyldum fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Fram kemur á vef lögreglunnar að hálffertugur karlmaður hafi í gærmorgun verið færður á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í híbýlum hans. Innlent 18.10.2006 14:06
Hvalur 9 á hvalaslóðum djúpt úti af Faxaflóa Flaggskip hvalveiðiflotans, Hvalur 9, kom á hvalaslóðir djúpt úti af Faxaflóa um hádegisbil. Síðast þegar fréttist hafði enginn hvalur verið skotinn. Hvalbáturinn er staddur rúmlega eitthundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga, en hann sigldi af stað til veiða úr hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi. Innlent 18.10.2006 14:06
Nýsjálendingar segja ákvörðun Íslendinga aumkunarverða Tortryggni og undrun eru leiðarstef í umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að heimila atvinnuhvalveiðar. Einna hörðust hafa viðbrögðin verið í Nýja-Sjálandi en þarlend stjórnvöld segja ákvörðunina aumkunarverða. Erlent 18.10.2006 12:18
Vilja breyta fæðingarorlofslögum Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum. Innlent 18.10.2006 12:22
Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Innlent 18.10.2006 12:11
Önnur konan alvarlega slösuð Ekið var á tvær gangandi konur á Miklubraut í Reykjavík í morgun og er önnur alvarlega slösuð. Fyrst var ekið á konu um þrítugt á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut og meiddist hún á síðu og hálsi. Tildrög liggja ekki fyrir en hún var flutt í sjúkrabíl á slysadeild. Innlent 18.10.2006 12:07
Hvalstöðin hefur ekki leyfi til matvælavinnslu Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Stjórnarformaður Hvals hf. segir hins vegar öll leyfi í lagi. Hvalur 9 er nú að veiðum og hefur aðeins um sólarhring eftir að hvalur veiðist til að koma honum í land. Innlent 18.10.2006 12:09
Mótmælatölvupóstur streymir til sendiráðsins í Lundúnum Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og allir stærstu fjölmiðlar á Vesturlöndum greina frá málinu. Þá hefur tölvupóstur með mótmælum streymt til íslenska sendiráðsins í London í morgun. Innlent 18.10.2006 12:03
240 sektaðir fyrir hraðakstur á Hringbraut 240 ökumenn eiga sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Hringbrautinni í gær og fyrradag. Fram kemur á vef lögreglunnar að brot þeirra hafi náðst á löggæslumyndavél á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Innlent 18.10.2006 11:33
Þverpólitískur hópur andsnúinn stækkun álvers í Straumsvík Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins. Innlent 18.10.2006 11:26
Verðbólga innan EES mest á Íslandi Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. Innlent 18.10.2006 10:39