Gæti rannsakað án gruns 18. október 2006 18:32 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál. Innlent Stj.mál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál.
Innlent Stj.mál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira