Innlent Sparisjóðir Siglufjarðar og Skagafjarðar að sameinast Á stjórnarfundum Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar í dag var samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna. Markmið þessarar sameiningar er að efla sjóðina, til að hægt sé að takast á við stærri verkefni. Samrunanefnd verður skipuð af stjórnum beggja sjóðanna. Innlent 17.11.2006 20:17 Þvottavél stolið Nýlegri þvottavél var stolið úr sameign fjölbýlishúss í vesturbænum í gærmorgun. Tjónið er að sjálfsögðu bagalegt en það snertir nokkrar fjölskyldur. Þá var brotist inn í annað hús í vesturbænum og þar var meðal annars tölvubúnaður hafður á brott. Innlent 17.11.2006 19:45 Rúður splundruðust í rokinu Tvær rúður í hurðum, á nýju stúdentagörðunum við Lindargötu, hafa splundrast í roki og vindhviðum síðustu daga, en erfitt getur verið að hindra að hurðirnar fjúki upp. Innlent 17.11.2006 18:19 Verktakar vilja strangari reglur Talsmenn verktaka segja mikilvægt að allir viðurkenni að ekki hafi verið staðið nógu vel að öryggismálum í tengslum við vegaframkvæmdir. Þeir lýsa sig tilbúna til að gera betur í öryggismálum en segja að fleiri aðilar verði að koma að málum og menn verði að sætta sig við aukinn kostnað vegna öryggismála. Innlent 17.11.2006 18:13 Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga Fjögur álfyrirtæki keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis, sem gætu orðið lykillinn að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Innlent 17.11.2006 18:40 Flott án fíknar Flott án fíknar er nýtt og öðruvísi forvarnarverkefni sem kynnt var í Smáralindinni í dag. Verkefnið byggir á því að unglingar ganga í klúbba og samningsbinda sig til að vera reyk- og vímuefnalausir. Innlent 17.11.2006 18:09 Hydro ekki að reisa álver Norska fyrirtækið Hydro hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að það sé ekki að fara að reisa álver hér landi heldur muni eingöngu setja hér upp skrifstofu sem eigi að vinna að möguleikum hvað varðar þróun á orkulindum hér á landi. Innlent 17.11.2006 18:29 Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Innlent 17.11.2006 17:48 Fasteignaverð lækkaði í okóber Verð á einbýlishúsum lækkaði um 3,2% milli september og október og íbúðir í fjölbýli um 1,7%. Þetta er samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Vísitala íbúðarverðs mældist 306,1 stig í október og lækkar um 2,2% frá fyrri mánuði. Hækkunin síðastliðið ár mælist því 7,2% og lækkar skarpt síðan í september þegar hún mældist 10,5%. Innlent 17.11.2006 17:11 Öllum fuglum fargað í Húsdýragarðinum Landbúnaðarráðherra hefur fyrirskipað að öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skuli fargað, vegna hættu á fuglaflensu. Alls eru þetta sextíu og sex fuglar. Tveir fálkar og einn haförn fá þó að halda lífi, enda talið ólíklegt að í þeim finnist smit. Innlent 17.11.2006 16:53 Minna tap hjá Atlantic Petroleum Atlantic Petroleum tapaði 257,8 milljónum danskra króna eða um 3 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er talsvert betri afkoma en fyrir ári þegar félagið tapaði 2,5 milljörðum danskra króna eða 30 milljörðum króna. Viðskipti innlent 17.11.2006 16:47 Bryndísi Kristjándóttir skipuð skattrannsóknarstjóri ríkisins Fjármálaráðherra hefur skipað Bryndísi Kristjándóttur í embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins frá 1. janúar 2007. Auk Bryndísar voru þrír aðrir umsækendur um embættið. Innlent 17.11.2006 16:41 Þjófur barðist um á hæl og hnakka Þjófur sem starfsmenn gripu í Byko í Breiddinni, eftir hádegi, var svo ósáttur við að hafa verið fangaður að hann barðist um sem óður væri. Þurfti fjóra starfsmenn verslunarinnar til að hafa hemil á honum þartil lögreglan kom á vettvang. Innlent 17.11.2006 16:04 Vodafone þéttir net sitt Vodafone hefur lokið við uppfærslu á öllum símstöðvum í kerfi sínu, sem fyrirtækið segir að auki bæði þjónustu og öryggi. Innlent 17.11.2006 15:50 Kaupþing spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því í endurskoðaðri verðbólguspá sinni í dag að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga hér á landi 7,1 prósent. Verðbólga mælist nú 7,3 prósent. Viðskipti innlent 17.11.2006 14:36 Síminn fyrstur á Íslandi með WiMAX tækni Síminn býður viðskiptavinum sínum aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar Internetteningar. Nú þegar er þessi þjónustu í tilraunarekstri fyrir sumarhúsasvæði í Grímsnesi. Í tilkynningu segir að Síminn sé fyrst fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á þessa tækni. Viðskipti innlent 17.11.2006 13:41 Góð afkoma hjá Atorku Group Fjárfestingafélagið Atorka Group skilaði rúmlega 555 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Félagið skilar uppgjöri sínu í tvennu lagi: Uppgjöri móðurfélags og samtæðu Atorku Group. Viðskipti innlent 17.11.2006 12:39 Íbúðaverð lækkar á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,2% á milli september og október. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðaverð hafi verið sveiflukennt að undanförnu, bæði hækkað og lækkað á víxl á milli mánaða. Viðskipti innlent 17.11.2006 12:01 Fötluð börn fá lengda viðveru Eftir áramót eiga öll fötluð börn á aldrinum tíu til sextán ára kost á lengdri viðveru í grunnskólum eftir að kennslu lýkur. Félagsmálaráðherra kynnti samkomulag um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga á ríkisstjórnarfundi í morgun, en deilur um kostnaðarskiptinguna hafa komið í veg fyrir að fatlaðir njóti þessarar þjónustu. Innlent 17.11.2006 12:11 Stefnt að skráningu Teymis í Kauphöllina Stofnfundur fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. var haldinn í morgun. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Stjórnarformaður félagsins er Þórdís J. Sigurðardóttir en forstjóri Teymis er Árni Pétur Jónsson. Viðskipti innlent 17.11.2006 11:25 Framkvæmdastjóraskipti hjá Iceland Express Matthías Imsland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Matthías mun sinna starfinu tímabundið ásamt öðrum störfum fyrir eignarhaldsfélagið Fons ehf. Matthías er stjórnarformaður sænska ferðarisans Ticket og breska flugfélagsins Astreaus og situr hann einnig í ýmsum stjórnum stórfyrirtækja fyrir Fons ehf. Viðskipti innlent 17.11.2006 10:52 Jón Ásgeir nýr stjórnarformaður 365 Ákveðið var á hluthafafundi Dagsbrúnar í dag að félaginu verði skipt upp í tvö félög: fjölmiðlahluta 365 og Teymi, sem snýr að upplýsingatækni- og fjarskiptahluta félagsins. Stjórnin hefur kosið formenn og verður Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður fjölmiðlahlutans. Viðskipti innlent 17.11.2006 09:52 Skipt um stjórnarformann í Icelandic Group Stjórnarformannsskipti hafa átt sér stað í Icelandic Group. Í tilkynningu frá félaginu segir, að í ljósi breytinga á eignaraðild að félaginu hafi Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður, ákveðið eftir stjórnarfund í gær að láta af embætti. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Magnús Þorsteinsson. Viðskipti innlent 17.11.2006 09:50 Gullborg Binna í Gröf rifin Hið sögufræga skip Gullborgin verður að öllu óbreyttu rifið á næstu dögum, segir Gunnar Richter, eigandi Daníelsslipps í Reykjavíkurhöfn. Gullborgin hefur staðið afskipt í slippnum frá því í byrjun ágúst í fyrra. Innlent 16.11.2006 22:23 Tvöföld notkun vegna kulda Mikið hefur verið notað af heitu vatni undanfarna daga vegna kuldatíðar. Þannig dældi Orkuveita Reykjavíkur um 13.300 tonnum af heitu vatni á klukkustund til notenda á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn miðvikudag sem er tvöföld meðalnotkun. Innlent 16.11.2006 22:23 Nauðgaði sofandi stúlku Hæstiréttur staðfesti í gær dóm yfir rúmlega tvítugum manni vegna nauðgunar. Hann hafði áður verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 16.11.2006 22:23 Starfsmannaleigum fjölgar Starfsmannaleigum hefur fjölgað um tíu frá því lögum um frjálst flæði launafólks frá ríkjum EES var aflétt 1. maí síðastliðinn. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem Verkalýðsfélag Akraness fékk frá Vinnumálastofnun. Innlent 16.11.2006 22:22 Útilokar þingsetu fyrir rasistaflokk Margréti Sverrisdóttur hugnast ekki málflutningur Jóns Magnússonar og segir hann ekki samræmast stefnu Frjálslynda flokksins. Hún myndi íhuga að segja sig úr flokknum, færi svo að áherslur Jóns yrðu ríkjandi í stefnu flokksins. Innlent 16.11.2006 22:23 Segir að efla þurfi ákæruvald Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. Innlent 16.11.2006 22:23 Drógu félagann úr bílflakinu Enn er unnið að rannsókn máls Pólverjanna tveggja sem voru í bíl með félaga sínum sem lést eftir árekstur við vegartálma á Reykjanesbraut. Ekki hefur verið upplýst hver mannanna þriggja ók bílnum. Innlent 16.11.2006 22:22 « ‹ 150 151 152 153 154 155 156 157 158 … 334 ›
Sparisjóðir Siglufjarðar og Skagafjarðar að sameinast Á stjórnarfundum Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar í dag var samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna. Markmið þessarar sameiningar er að efla sjóðina, til að hægt sé að takast á við stærri verkefni. Samrunanefnd verður skipuð af stjórnum beggja sjóðanna. Innlent 17.11.2006 20:17
Þvottavél stolið Nýlegri þvottavél var stolið úr sameign fjölbýlishúss í vesturbænum í gærmorgun. Tjónið er að sjálfsögðu bagalegt en það snertir nokkrar fjölskyldur. Þá var brotist inn í annað hús í vesturbænum og þar var meðal annars tölvubúnaður hafður á brott. Innlent 17.11.2006 19:45
Rúður splundruðust í rokinu Tvær rúður í hurðum, á nýju stúdentagörðunum við Lindargötu, hafa splundrast í roki og vindhviðum síðustu daga, en erfitt getur verið að hindra að hurðirnar fjúki upp. Innlent 17.11.2006 18:19
Verktakar vilja strangari reglur Talsmenn verktaka segja mikilvægt að allir viðurkenni að ekki hafi verið staðið nógu vel að öryggismálum í tengslum við vegaframkvæmdir. Þeir lýsa sig tilbúna til að gera betur í öryggismálum en segja að fleiri aðilar verði að koma að málum og menn verði að sætta sig við aukinn kostnað vegna öryggismála. Innlent 17.11.2006 18:13
Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga Fjögur álfyrirtæki keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis, sem gætu orðið lykillinn að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Innlent 17.11.2006 18:40
Flott án fíknar Flott án fíknar er nýtt og öðruvísi forvarnarverkefni sem kynnt var í Smáralindinni í dag. Verkefnið byggir á því að unglingar ganga í klúbba og samningsbinda sig til að vera reyk- og vímuefnalausir. Innlent 17.11.2006 18:09
Hydro ekki að reisa álver Norska fyrirtækið Hydro hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að það sé ekki að fara að reisa álver hér landi heldur muni eingöngu setja hér upp skrifstofu sem eigi að vinna að möguleikum hvað varðar þróun á orkulindum hér á landi. Innlent 17.11.2006 18:29
Frítekjumarkið þýðir 6400 krónur í vasann Frítekjumark á atvinnutekjur eldri borgara upp á tuttugu og fimm þúsund krónur á mánuði, sem taka á gildi um áramótin, er hræódýrt fyrir ríkissjóð, segir Einar Árnason, hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Stjórnarandstaðan vill þrefalda frítekjumarkið. Varaformaður Samfylkingarinnar telur ríkisstjórnarflokkana hafa þvingað eldri borgara til að samþykkja frítekjumarkið með hótunum. Innlent 17.11.2006 17:48
Fasteignaverð lækkaði í okóber Verð á einbýlishúsum lækkaði um 3,2% milli september og október og íbúðir í fjölbýli um 1,7%. Þetta er samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Vísitala íbúðarverðs mældist 306,1 stig í október og lækkar um 2,2% frá fyrri mánuði. Hækkunin síðastliðið ár mælist því 7,2% og lækkar skarpt síðan í september þegar hún mældist 10,5%. Innlent 17.11.2006 17:11
Öllum fuglum fargað í Húsdýragarðinum Landbúnaðarráðherra hefur fyrirskipað að öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skuli fargað, vegna hættu á fuglaflensu. Alls eru þetta sextíu og sex fuglar. Tveir fálkar og einn haförn fá þó að halda lífi, enda talið ólíklegt að í þeim finnist smit. Innlent 17.11.2006 16:53
Minna tap hjá Atlantic Petroleum Atlantic Petroleum tapaði 257,8 milljónum danskra króna eða um 3 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er talsvert betri afkoma en fyrir ári þegar félagið tapaði 2,5 milljörðum danskra króna eða 30 milljörðum króna. Viðskipti innlent 17.11.2006 16:47
Bryndísi Kristjándóttir skipuð skattrannsóknarstjóri ríkisins Fjármálaráðherra hefur skipað Bryndísi Kristjándóttur í embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins frá 1. janúar 2007. Auk Bryndísar voru þrír aðrir umsækendur um embættið. Innlent 17.11.2006 16:41
Þjófur barðist um á hæl og hnakka Þjófur sem starfsmenn gripu í Byko í Breiddinni, eftir hádegi, var svo ósáttur við að hafa verið fangaður að hann barðist um sem óður væri. Þurfti fjóra starfsmenn verslunarinnar til að hafa hemil á honum þartil lögreglan kom á vettvang. Innlent 17.11.2006 16:04
Vodafone þéttir net sitt Vodafone hefur lokið við uppfærslu á öllum símstöðvum í kerfi sínu, sem fyrirtækið segir að auki bæði þjónustu og öryggi. Innlent 17.11.2006 15:50
Kaupþing spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því í endurskoðaðri verðbólguspá sinni í dag að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga hér á landi 7,1 prósent. Verðbólga mælist nú 7,3 prósent. Viðskipti innlent 17.11.2006 14:36
Síminn fyrstur á Íslandi með WiMAX tækni Síminn býður viðskiptavinum sínum aðgang að samskiptaneti sem nýtir WiMAX tækni. Um er að ræða þráðlaust net sem hentar vel fyrir bandbreiðar Internetteningar. Nú þegar er þessi þjónustu í tilraunarekstri fyrir sumarhúsasvæði í Grímsnesi. Í tilkynningu segir að Síminn sé fyrst fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á þessa tækni. Viðskipti innlent 17.11.2006 13:41
Góð afkoma hjá Atorku Group Fjárfestingafélagið Atorka Group skilaði rúmlega 555 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Félagið skilar uppgjöri sínu í tvennu lagi: Uppgjöri móðurfélags og samtæðu Atorku Group. Viðskipti innlent 17.11.2006 12:39
Íbúðaverð lækkar á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,2% á milli september og október. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að íbúðaverð hafi verið sveiflukennt að undanförnu, bæði hækkað og lækkað á víxl á milli mánaða. Viðskipti innlent 17.11.2006 12:01
Fötluð börn fá lengda viðveru Eftir áramót eiga öll fötluð börn á aldrinum tíu til sextán ára kost á lengdri viðveru í grunnskólum eftir að kennslu lýkur. Félagsmálaráðherra kynnti samkomulag um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga á ríkisstjórnarfundi í morgun, en deilur um kostnaðarskiptinguna hafa komið í veg fyrir að fatlaðir njóti þessarar þjónustu. Innlent 17.11.2006 12:11
Stefnt að skráningu Teymis í Kauphöllina Stofnfundur fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. var haldinn í morgun. Stefnt er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Stjórnarformaður félagsins er Þórdís J. Sigurðardóttir en forstjóri Teymis er Árni Pétur Jónsson. Viðskipti innlent 17.11.2006 11:25
Framkvæmdastjóraskipti hjá Iceland Express Matthías Imsland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Matthías mun sinna starfinu tímabundið ásamt öðrum störfum fyrir eignarhaldsfélagið Fons ehf. Matthías er stjórnarformaður sænska ferðarisans Ticket og breska flugfélagsins Astreaus og situr hann einnig í ýmsum stjórnum stórfyrirtækja fyrir Fons ehf. Viðskipti innlent 17.11.2006 10:52
Jón Ásgeir nýr stjórnarformaður 365 Ákveðið var á hluthafafundi Dagsbrúnar í dag að félaginu verði skipt upp í tvö félög: fjölmiðlahluta 365 og Teymi, sem snýr að upplýsingatækni- og fjarskiptahluta félagsins. Stjórnin hefur kosið formenn og verður Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður fjölmiðlahlutans. Viðskipti innlent 17.11.2006 09:52
Skipt um stjórnarformann í Icelandic Group Stjórnarformannsskipti hafa átt sér stað í Icelandic Group. Í tilkynningu frá félaginu segir, að í ljósi breytinga á eignaraðild að félaginu hafi Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður, ákveðið eftir stjórnarfund í gær að láta af embætti. Nýr stjórnarformaður var kjörinn Magnús Þorsteinsson. Viðskipti innlent 17.11.2006 09:50
Gullborg Binna í Gröf rifin Hið sögufræga skip Gullborgin verður að öllu óbreyttu rifið á næstu dögum, segir Gunnar Richter, eigandi Daníelsslipps í Reykjavíkurhöfn. Gullborgin hefur staðið afskipt í slippnum frá því í byrjun ágúst í fyrra. Innlent 16.11.2006 22:23
Tvöföld notkun vegna kulda Mikið hefur verið notað af heitu vatni undanfarna daga vegna kuldatíðar. Þannig dældi Orkuveita Reykjavíkur um 13.300 tonnum af heitu vatni á klukkustund til notenda á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn miðvikudag sem er tvöföld meðalnotkun. Innlent 16.11.2006 22:23
Nauðgaði sofandi stúlku Hæstiréttur staðfesti í gær dóm yfir rúmlega tvítugum manni vegna nauðgunar. Hann hafði áður verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 16.11.2006 22:23
Starfsmannaleigum fjölgar Starfsmannaleigum hefur fjölgað um tíu frá því lögum um frjálst flæði launafólks frá ríkjum EES var aflétt 1. maí síðastliðinn. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem Verkalýðsfélag Akraness fékk frá Vinnumálastofnun. Innlent 16.11.2006 22:22
Útilokar þingsetu fyrir rasistaflokk Margréti Sverrisdóttur hugnast ekki málflutningur Jóns Magnússonar og segir hann ekki samræmast stefnu Frjálslynda flokksins. Hún myndi íhuga að segja sig úr flokknum, færi svo að áherslur Jóns yrðu ríkjandi í stefnu flokksins. Innlent 16.11.2006 22:23
Segir að efla þurfi ákæruvald Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. Innlent 16.11.2006 22:23
Drógu félagann úr bílflakinu Enn er unnið að rannsókn máls Pólverjanna tveggja sem voru í bíl með félaga sínum sem lést eftir árekstur við vegartálma á Reykjanesbraut. Ekki hefur verið upplýst hver mannanna þriggja ók bílnum. Innlent 16.11.2006 22:22