Útilokar þingsetu fyrir rasistaflokk 17. nóvember 2006 06:30 Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslyndra MYND/pjetur Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu." Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu."
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira