Útilokar þingsetu fyrir rasistaflokk 17. nóvember 2006 06:30 Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslyndra MYND/pjetur Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu." Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ef stefna Frjálslynda flokksins mun taka mið af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, eins og hún snýr að innflytjendamálum, útilokar Margrét Sverrisdóttir ekki að hætta í flokknum. „Mér hefur þótt Jón leggja of ríka áherslu á þjóðernishyggju, eins og þetta snúist um að standa sérstakan vörð um íslenska þjóðmenningu, en ekki að taka vel á móti því fólki sem hingað kemur." Spurð um pistilinn „Ísland fyrir Íslendinga?", sem Jón birti í Blaðinu fyrr í mánuðinum, þar sem Jón varar við „sonum Allah", hlær Margrét við og segist allt eins geta haft áhyggjur af Krossinum í Reykjavík. „Ofsatrúarfólk, hverrar trúar sem það er, getur ávallt valdið erfiðleikum. Það stendur skýrt í stefnuskrá flokksins að við mismunum ekki fólki eftir trúarbrögðum." Nýlega mældi Fréttablaðið mikla fylgis-aukningu Frjálslynda flokksins. Margrét er sannfærð um að meirihluti þess fólks sem hefur laðast að flokknum í kjölfar umræðunnar um innflytjendamál, hafi ekki gert það á forsendum þjóðernis- né kynþáttahyggju. „Af því fólki sem hefur gengið í flokkinn hafa 99 prósent ítrekað að þeim hafi einfaldlega þótt rík þörf vera fyrir þessa umræðu. Núna eru innflytjendamálin komin úr böndunum og við þurfum að bregðast við því. Þetta er viðkvæm umræða en ég vil forðast allan rasisma." Um möguleg framtíðarítök og áhrif Jóns Magnússonar innan flokksins, segir Margrét að Jón sé ekki talsmaður Frjálslynda flokksins. „Hann er nýgenginn til liðs við Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl er fámennur hópur manna. En ef hann yrði kjörinn til trúnaðarstarfa myndi ég íhuga alvarlega að segja mig úr flokknum. Ég get lofað því að ég myndi ekki fara gegn hugsjónum mínum bara til að hanga inni. Ég vildi frekar sjá á eftir mögulegu þingsæti en að taka þátt í einhverjum rasistaflokki." Jón Magnússon segist ekkert hafa hugleitt framboð til embættis innan flokksins, hann styðji formann og varaformann heilshugar og hafi meiri áhuga á áhrifum en völdum. Spurður um afstöðu Margrétar sagði Jón: „Þá hugnast henni ekki málflutningur þingflokksins. Ég er ekki með neinar sérskoðanir, þetta er málflutningur sem formaður, varaformaður og Sigurjón Þórðarson hafa haft uppi í málinu."
Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira