Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmann stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formenn þriggja stærstu verkalýðsfélaga landsins hafa dregið framboð sín í forsetaembætti ASÍ til baka og íhuga stöðu sína innan sambandsins. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verkalýðsleiðtogana.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina en tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rafmagnsleysi og víðtækar lokanir á vegum eru helsti skaði sem ofsaveður hefur valdið á landinu í dag. Rauðar viðvaranir eru í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi og Suðausturlandi. Björgunarsveitir hafa haft lítið að gera í dag. Við tökum stöðuna á landanum og ræðum við fulltrúa almannavarna í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Við ræðum við fagstjóra hjá Almannavörnum í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Litlar skýringar eru á víðfemu rafmagnsleysi í miðborginni sem nær allt vestur á Granda. Þar neyddust verslanir til að loka þegar rafmagnið fór af upp úr klukkan fjögur í dag. Þetta er þriðja stóra rafmagnsbilunin í borginni á stuttum tíma. Hallgerður Kolbrún fréttamaður hefur leitað svara við þessu og verður í beinni útsendingu í myrkrinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um þúsund manns söfnuðust saman við Menntaskólann í Hamrahlíð í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast þess að tekið sé á slíkum málum innan skóla af festu. Mótmælendur söfnuðust saman víðar um land. Við sýnum frá þessari gríðarfjölmennu byltingu í fréttatímanum, ræðum við nemendur og hittum framkvæmdastjóra Sambands íslenskra framhaldsskólanema um viðbrögð stjórnvalda í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast frá því að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að hækkunin sé sú síðasta, nú þurfi vinnumarkaðurinn og stjórnvöld að taka við boltanum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við hagfræðing BSRB í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn hefur verið opnuð í fyrsta skipti á Íslandi. Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið til landsins en í ár og hefur straumur þeirra aukist mjög síðustu vikur. Við verðum í beinni útsendingu frá fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni og ræðum við Rauða krossinn í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bara á Ólafsfirði í nótt og lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Knattspyrnuheimurinn er harmi sleginn eftir annað mannskæðasta slys íþróttasögunnar, sem varð í Indónesíu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 125 eru látnir eftir að mannþröng myndaðist á fjölmennum knattspyrnuleikvangi. Einn hinna slösuðu staðhæfir að sumir hafi kafnað, aðrir troðist undir en að allt hafi þetta hafist á táragasnotkun lögreglu. Við sýnum sláandi myndir frá vettvangi og heyrum vitnisburð slasaðra.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á ætluðum undirbúningi hryðjuverkaárásar vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom nafn föður hennar upp við skýrslutöku. Við fjöllum nánar um málið og sjáum myndir af vopnum sem voru gerð upptæk í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Evrópuríki gruna Rússa um að hafa sprengt upp göt á Nord Stream gasleiðsluna sem flytur gas frá Rússlandi til Evrópu. Búist er við að Pútín tilkynni á næstum dögum um innlimun úkraínskra héraða sem Rússar hafa náð tökum á. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bandarískur ferðamaður sem hefur setið fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í gær vegna veðurs. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö segjum við frá því að Landlæknir hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að lögregla hafði um langt skeið rannsakað mennina sem eru grunaðir um að undirbúa hryðjuverk vegna gruns um framleiðslu og sölu á skotvopnum. Við förum yfir atburðarás málsins en í skilaboðum milli mannanna sem eru í haldi komU fyrir orð eins og fjöldamorð samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður nánar sagt frá því að fjórir menn á þrítugsaldri eru nú grunaðir um að hafa verið að undirbúa hryðjuverk hér á landi gagnvart almennum borgurum, Alþingi og fleiri stofnunum. Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rússnesk stjórnvöld hóta notkun kjarnavopna og segja að öllum tiltækum ráðum verði beitt til þess að verja landið. Bandaríkjaforseti sakar Rússa um gróf brot gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og vestrænir leiðtogar segja herkvaðningu til marks um örvæntingu. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum ræðum við við kviðarholsskurðlækni um gríðarlega fjölgun magaerma- og hjáveituaðgerða hjá Íslendingum á síðustu tveimur árum. Um þriðjungur Íslendinga er of feitur í dag. Læknirinn segir úrelt að segja feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við hefjum fréttatímann á beinni útsendingu frá fréttamanni okkar Kristínu Ólafsdóttur sem er stödd í Lundúnum og fylgdist þar með útför Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningar. Hún mun fara yfir daginn og sýna frá spjalli sínu við breska hermenn og íslensku forsetahjónin. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið kost á sér í embætti annars varaforseta Alþýðusambandsins. Rætt verður við Sólveigu Önnu í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Systkini frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Við ræðum við systkinin í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að hættustigi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna fordæmalauss fjölda hælisleitenda. Hátt í þrjú þúsund manns hafa sótt um alþjóðlega vernd á það sem af er ári og eru innviðir við það að bresta.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum er sagt hafa verið óbærilegt en framtíð prestsins innan þjóðkirkjunnar er enn óráðin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Laugalandi og yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stjórnvalda um heimilið.

Innlent