Reisa styttu af Birni í Kópavogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 17:09 Á myndinni er hönnuðurinn Doddi digital og Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari. Instagram Handmótuð brjóstmynd af rapparanum Birni, steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi, verður fest á steinstöpul og henni fundinn staður undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna en hún prýðir plötuumslagið á næstu plötu Birnis. Þórsteinn Svanhildarson, sem gengur undir listamannsnafninu Doddi digital, sá um hönnun og sjónræna útfærslu plötunnar. Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk. Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk.
Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05