Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Evrópa minntist þess í dag að ár er liðið frá því að Rússar réðust með hervaldi inn í Úkraínu. Minningarathafnir fóru víðsvegar fram og lögðu flestir leiðtogar áherslu á að Úkraína verði að vinna stríðið.
Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast.
Þá fjöllum við um fyrirtöku í máli hjúkrunarfræðings sem ákærður er fyrir að hafa svipt sjúkling lífi, brunann í Tálknafirði og sjáum rostung sem hefur komið sér vel fyrir á Breiðdalsvík. Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.