Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30 á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30 á Stöð 2. Stöð 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna sem upp er komin í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni í dag. 

Formaður Eflingar dregur lögmæti tillögunnar í efa en ríkissáttasemjari segist í fullum rétti, þegar ekkert útlit hafi verið fyrir að aðilar næðu saman. Miðstjórn Alþýðusambandsins fundaði um málið síðdegis.

Illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði í dag hefði skriðið fram á þeim tíma dagsins þegar bæjarbúar voru flestir á ferðinni. Bæjarstjóri segir flóðið ýfa upp sár frá fyrri hamförum og minna á mikilvægi ofanflóðavarna sem væru af skornum skammti í bænum.

Rússar héldu uppi stórfelldum eldflauga- og loftárásum á borgir og innviði í Úkraínu í dag - daginn eftir að vesturlandaþjóðir ákváðu að senda yfir hundrað skriðdreka til landsins. Úkraínuher tókst að skjóta flestar eldflauga Rússa niður.

Og við förum með Magnúsi Hlyn á Suðurnesin þar sem hann hitti fjögurra ára dreng sem veit ekkert betra í sinn maga en súrmat. Pungar og súr hvalur eru í sérstöku uppáhaldi hjá þessum kornunga Íslendingi sem skolar súrmetinu niður með mysu eða mjólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×