Lög og regla Fjöldi manns við leit í dag Stórleit verður framkvæmd í dag að líki 34 ára karlmanns sem fórst eftir að skemmtibátur ók á Skarfasker á Viðeyjarsundi aðfararnótt síðasta laugardags. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að leitað verði á svæði sem nær allt frá Gróttu og upp á Akranes. Innlent 14.10.2005 06:42 Grunuð um að hafa neytt áfengis Lögregla segir rökstuddan grun um að hvort tveggja eigandi bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags og kona hans hafi neytt áfengis um kvöldið áður en slysið varð. Bæði njóta þau réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur vegna rannsóknar málsins. Innlent 14.10.2005 06:42 Rökstuddur grunur um áfengisneyslu Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Innlent 14.10.2005 06:42 TF-SIF leitaði Friðriks í dag Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, leitaði við strendur, eyjar og sker allt frá Skerjafirði inn Kollafjörð, út með Kjalarnesi og upp á Akranes í dag að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað hefur verið í tæpa viku eftir að bátur sem hann var í steytti á skeri. Flogið var í kringum allar eyjar, m.a. Þerney, Lundey, Viðey, Engey og Akurey en leitin bar engan árangur. Innlent 14.10.2005 06:42 Málsaðilar bera hver sinn kostnað Hæstiréttur staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrravetur um landamerki Vogajarða og jarða í Brunnstaðahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi utan að felldur var niður málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Innlent 14.10.2005 06:42 Dóms að vænta vegna græns skyrs Næsta mánudag er dóms að vænta í máli Örnu Aspar Magnúsardóttur, en hún er ein þremenninganna sem slettu grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í sumar. Hún játar aðild sína en segir að ekki hafi vísvitandi verið slett á tæki eða húsmuni. Innlent 14.10.2005 06:42 Leitað á saklausum nemendum Lögreglumenn og fíkniefnahundur biðu á Akureyrarflugvelli þegar leiguflugvél, sem flutti væntanlega útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri heim úr skemmtiferð frá Tyrklandi í gær, og var leit gerð á farþegum og í farangri. En ekki komust þeir í feitt í þetta sinn. Innlent 14.10.2005 06:42 Upplýst um aðdraganda sjóslyss Í dag ætlar lögregla að upplýsa um niðurstöður rannsóknar á slysi sem varð um síðustu helgi þegar skemmtibátur ók á Skarfasker á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórst 51 árs gömul kona og 34 ára maður er talinn af, en lík hans hefur ekki enn fundist. Innlent 14.10.2005 06:42 Slapp ótrúlega vel úr bílveltu Ökumaður jeppa slapp ótrúlega lítið meiddur þegar hann missti stjórn á jeppa sínum á Strandarheiði á Reykjanesbraut laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn valt út af veginum. Klippa þurfti manninn úr bílnum. Innlent 14.10.2005 06:42 Gröfuþjófurinn ófundinn Þjófurinn sem braust inn í tölvuverslun í Kópavogi í fyrrinótt með því að beita traktorsgröfu er ófundinn og liggur enginn sérstakur undir grun eftir því sem fréttastofan best veit. Unnið var í allan gærdag að því að lagfæra framhlið verslunarinnar sem stórskemmdist og hleypur tjónið á mörg hundruð þúsundum króna. Innlent 14.10.2005 06:42 Lokaleit verður um helgina Maðurinn sem saknað er eftir sjóslys á Viðeyjarsundi er talinn af. Í slysinu fórst einnig kona, en hjón með 10 ára dreng björguðust. Lögregla tók af þeim skýrslur í gær. Formlegri leit að líki mannsins verður ekki haldið áfram í dag. Innlent 14.10.2005 06:42 Ríkið gæti þurft að borga meira Launaábyrgðir ríkisins fyrir Bandaríkjaher gætu aukist um tugi milljóna ef Rafiðnaðarsambandið vinnur mál á hendur ríkinu í Hæstarétti. Í vor vann sambandið málið í Héraðsdómi, en því var áfrýjað og verður flutt í Hæstarétti í október. Innlent 14.10.2005 06:42 Ferðamaður dæmdur fyrir líkamsárás Bandarískur ferðamaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. Innlent 14.10.2005 06:42 Sprengjuhótunarmál til saksóknara Rannsókn á máli konu sem hringdi inn sprengjuhótun til Keflavíkurflugvallar í byrjun ágúst er nú lokið hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Innlent 14.10.2005 06:42 Innbrotsþjófur enn ófundinn Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. Innlent 14.10.2005 06:42 Vill að ákæra í Baugsmáli standi Fyrirtöku í Baugsmálinu, þar sem fjallað var átján ákæruliði sem dómendur í málinu hafa gert athugasemdir við, lauk nú fyrir stundu. Þar fór Jón H. Snorrason saksóknari ákæruvaldsins yfir þessa átján ákæruliði lið fyrir lið og tiltók fjölda dóma máli sínu til stuðnings. Hann krefst þess að ákæran standi. Innlent 14.10.2005 06:42 Stefna olíufélaga þingfest Stefna olíufélaganna Skeljungs og Olíuverslunar Íslands á hendur samkeppnisyfirvöldum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Stefna Olíufélags Íslands hefur þegar verið þingfest. Innlent 14.10.2005 06:42 Ók traktor inn í tölvuverslun Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu inn í tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut í leiðinni dyraumbúnað og stóran sýningarglugga. Að því búnu lét hann greipar sópa í verlsuninni og hvarf á brott. Ekki er enn vitað hversu miklu hann stal né hver eða hverjir voru þarna á ferð, en rannsóknarlögreglumenn eru á vettvangi. Innlent 14.10.2005 06:42 Matsmenn skoði krufningargögn Hæstiréttur sneri úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og segir að kalla beri til tvo matsmenn í réttarmeinafræðum til þess að meta gögn úr krufningu manns sem lést af völdum hnefahöggs á Ásláki í Mosfellsbæ á síðasta ári. Héraðsdómur hafnaði beiðni verjanda þess, sem er grunaður um verknaðinn, um dómkvadda matsmenn. Innlent 14.10.2005 06:42 Farið yfir ákæruliði í Baugsmáli Fyrirtaka í Baugsmálinu verður klukkan hálftvö í dag og hefur verið tekinn frá tími í dómsal til klukkan hálffimm. Þar verður meðal annars farið yfir átján ákæruliði sem dómendur í málinu telja að annmarkar gætu verið á. Héraðsdómur Reykjavíkur sendi bæði ákæruvaldinu og ákærðu bréf 26. ágúst síðastliðinn þar sem athygli var vakin á hugsanlegum annmörkum sem gætu orðið til þess að dómur verði ekki kveðinn upp um hluta ákærunnar. Innlent 14.10.2005 06:42 Vilja sektarúrskurð ómerktan Þingfest voru í gærmorgun mál olíufélaganna Skeljungs og Olís á hendur samkeppnisyfirvöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í júní var þingfest sambærilegt mál Kers. Stefnur félaganna eru keimlíkar, en þau vilja freista þess að fá felldan úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnisyfirvalda um samráð þeirra. Innlent 14.10.2005 06:42 Morðmáli frestað á ný Mál parsins sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson, 54 ára gamlan athafnamann, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í sumar, var tekið fyrir í dómi í Boksburg í gær og frestað fram í næsta mánuð. Innlent 14.10.2005 06:42 Með nauðgunarlyf í plasthylkjum Tveir 25 ára gamlir menn voru dæmdir í mánaðarfangelsi og til að sæta upptöku á rúmum fimmtán grömmum af amfetamíni, tæpu grammi af kókaíni og 38 millilítrum af smjörsýru. Dómurinn, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands, var skilorðsbundinn í þrjú ár. Innlent 14.10.2005 06:42 Tjón talið nema hundruðum þúsunda Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu að tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut svo dyraumbúnað og stóran sýningarglugga með rimlum fyrir með afturskóflunni. Tjón er talið nema hundruðum þúsunda. Innlent 14.10.2005 06:42 25 bátar frá Snarfara í leit Sjómælingaskipið Baldur frá Landhelgisgæslunni mun í dag taka þátt í leitinni að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag eftir sjóslysið á sundunum. Á sunnudag tóku 25 bátar frá sportbátafélaginu Snarfara þátt í leitinni. Innlent 14.10.2005 06:42 Tekist á í Baugsmáli Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Innlent 14.10.2005 06:42 Sjómælingaskip tekur þátt í leit Sjómælingaskipið Baldur frá Landhelgisgæslunni mun í dag taka þátt í leitinni að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag, eftir sjóslysið á sundunum. Skipið er búið botnsjám sem gætu komið að gagni. Leit á sjó, sem gerð var í gærkvöldi, bar engan árangur og heldur ekki leit í fjörunni í gær þar sem á fjórða tug vina og ættingja Friðriks leitaði. Innlent 14.10.2005 06:42 Ósakhæfur áfrýjar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja til Hæstaréttar nýföllnum dómi þar sem maður var fundinn ósakhæfur og sendur á Sogn, eftir að hafa ráðist á prófessor í réttarlæknisfræði í vor. Innlent 14.10.2005 06:42 Mál í biðstöðu vegna dómaraskipta Mál ákæruvaldsins vegna banaslyssins við Kárahnjúka í mars á síðasta ári er í biðstöðu vegna dómaraskipta. Ákæra í málinu var gefin út um miðjan apríl á þessu ári og hafa allir ákærðu komið fyrir Héraðsdóm Austurlands við þingfestingu málsins, en þeir eru yfirmenn hjá Arnarfelli, Impregilo og VIJV. Innlent 14.10.2005 06:41 Lést í sjóslysi á Viðeyjarsundi Konan sem lést þegar bátur steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi, aðfaranótt laugardags, hét Matthildur Harðardóttir, 51 árs að aldri. Matthildur var til heimilis að Hjallabrekku í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns Matthildar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson, 33 ára. Friðrik á barnungan son. Innlent 14.10.2005 06:42 « ‹ 33 34 35 36 37 38 39 40 41 … 120 ›
Fjöldi manns við leit í dag Stórleit verður framkvæmd í dag að líki 34 ára karlmanns sem fórst eftir að skemmtibátur ók á Skarfasker á Viðeyjarsundi aðfararnótt síðasta laugardags. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að leitað verði á svæði sem nær allt frá Gróttu og upp á Akranes. Innlent 14.10.2005 06:42
Grunuð um að hafa neytt áfengis Lögregla segir rökstuddan grun um að hvort tveggja eigandi bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags og kona hans hafi neytt áfengis um kvöldið áður en slysið varð. Bæði njóta þau réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur vegna rannsóknar málsins. Innlent 14.10.2005 06:42
Rökstuddur grunur um áfengisneyslu Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Innlent 14.10.2005 06:42
TF-SIF leitaði Friðriks í dag Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, leitaði við strendur, eyjar og sker allt frá Skerjafirði inn Kollafjörð, út með Kjalarnesi og upp á Akranes í dag að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað hefur verið í tæpa viku eftir að bátur sem hann var í steytti á skeri. Flogið var í kringum allar eyjar, m.a. Þerney, Lundey, Viðey, Engey og Akurey en leitin bar engan árangur. Innlent 14.10.2005 06:42
Málsaðilar bera hver sinn kostnað Hæstiréttur staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrravetur um landamerki Vogajarða og jarða í Brunnstaðahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi utan að felldur var niður málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Innlent 14.10.2005 06:42
Dóms að vænta vegna græns skyrs Næsta mánudag er dóms að vænta í máli Örnu Aspar Magnúsardóttur, en hún er ein þremenninganna sem slettu grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í sumar. Hún játar aðild sína en segir að ekki hafi vísvitandi verið slett á tæki eða húsmuni. Innlent 14.10.2005 06:42
Leitað á saklausum nemendum Lögreglumenn og fíkniefnahundur biðu á Akureyrarflugvelli þegar leiguflugvél, sem flutti væntanlega útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri heim úr skemmtiferð frá Tyrklandi í gær, og var leit gerð á farþegum og í farangri. En ekki komust þeir í feitt í þetta sinn. Innlent 14.10.2005 06:42
Upplýst um aðdraganda sjóslyss Í dag ætlar lögregla að upplýsa um niðurstöður rannsóknar á slysi sem varð um síðustu helgi þegar skemmtibátur ók á Skarfasker á Viðeyjarsundi. Í slysinu fórst 51 árs gömul kona og 34 ára maður er talinn af, en lík hans hefur ekki enn fundist. Innlent 14.10.2005 06:42
Slapp ótrúlega vel úr bílveltu Ökumaður jeppa slapp ótrúlega lítið meiddur þegar hann missti stjórn á jeppa sínum á Strandarheiði á Reykjanesbraut laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn valt út af veginum. Klippa þurfti manninn úr bílnum. Innlent 14.10.2005 06:42
Gröfuþjófurinn ófundinn Þjófurinn sem braust inn í tölvuverslun í Kópavogi í fyrrinótt með því að beita traktorsgröfu er ófundinn og liggur enginn sérstakur undir grun eftir því sem fréttastofan best veit. Unnið var í allan gærdag að því að lagfæra framhlið verslunarinnar sem stórskemmdist og hleypur tjónið á mörg hundruð þúsundum króna. Innlent 14.10.2005 06:42
Lokaleit verður um helgina Maðurinn sem saknað er eftir sjóslys á Viðeyjarsundi er talinn af. Í slysinu fórst einnig kona, en hjón með 10 ára dreng björguðust. Lögregla tók af þeim skýrslur í gær. Formlegri leit að líki mannsins verður ekki haldið áfram í dag. Innlent 14.10.2005 06:42
Ríkið gæti þurft að borga meira Launaábyrgðir ríkisins fyrir Bandaríkjaher gætu aukist um tugi milljóna ef Rafiðnaðarsambandið vinnur mál á hendur ríkinu í Hæstarétti. Í vor vann sambandið málið í Héraðsdómi, en því var áfrýjað og verður flutt í Hæstarétti í október. Innlent 14.10.2005 06:42
Ferðamaður dæmdur fyrir líkamsárás Bandarískur ferðamaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás. Innlent 14.10.2005 06:42
Sprengjuhótunarmál til saksóknara Rannsókn á máli konu sem hringdi inn sprengjuhótun til Keflavíkurflugvallar í byrjun ágúst er nú lokið hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Innlent 14.10.2005 06:42
Innbrotsþjófur enn ófundinn Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. Innlent 14.10.2005 06:42
Vill að ákæra í Baugsmáli standi Fyrirtöku í Baugsmálinu, þar sem fjallað var átján ákæruliði sem dómendur í málinu hafa gert athugasemdir við, lauk nú fyrir stundu. Þar fór Jón H. Snorrason saksóknari ákæruvaldsins yfir þessa átján ákæruliði lið fyrir lið og tiltók fjölda dóma máli sínu til stuðnings. Hann krefst þess að ákæran standi. Innlent 14.10.2005 06:42
Stefna olíufélaga þingfest Stefna olíufélaganna Skeljungs og Olíuverslunar Íslands á hendur samkeppnisyfirvöldum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Stefna Olíufélags Íslands hefur þegar verið þingfest. Innlent 14.10.2005 06:42
Ók traktor inn í tölvuverslun Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu inn í tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut í leiðinni dyraumbúnað og stóran sýningarglugga. Að því búnu lét hann greipar sópa í verlsuninni og hvarf á brott. Ekki er enn vitað hversu miklu hann stal né hver eða hverjir voru þarna á ferð, en rannsóknarlögreglumenn eru á vettvangi. Innlent 14.10.2005 06:42
Matsmenn skoði krufningargögn Hæstiréttur sneri úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og segir að kalla beri til tvo matsmenn í réttarmeinafræðum til þess að meta gögn úr krufningu manns sem lést af völdum hnefahöggs á Ásláki í Mosfellsbæ á síðasta ári. Héraðsdómur hafnaði beiðni verjanda þess, sem er grunaður um verknaðinn, um dómkvadda matsmenn. Innlent 14.10.2005 06:42
Farið yfir ákæruliði í Baugsmáli Fyrirtaka í Baugsmálinu verður klukkan hálftvö í dag og hefur verið tekinn frá tími í dómsal til klukkan hálffimm. Þar verður meðal annars farið yfir átján ákæruliði sem dómendur í málinu telja að annmarkar gætu verið á. Héraðsdómur Reykjavíkur sendi bæði ákæruvaldinu og ákærðu bréf 26. ágúst síðastliðinn þar sem athygli var vakin á hugsanlegum annmörkum sem gætu orðið til þess að dómur verði ekki kveðinn upp um hluta ákærunnar. Innlent 14.10.2005 06:42
Vilja sektarúrskurð ómerktan Þingfest voru í gærmorgun mál olíufélaganna Skeljungs og Olís á hendur samkeppnisyfirvöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í júní var þingfest sambærilegt mál Kers. Stefnur félaganna eru keimlíkar, en þau vilja freista þess að fá felldan úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnisyfirvalda um samráð þeirra. Innlent 14.10.2005 06:42
Morðmáli frestað á ný Mál parsins sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson, 54 ára gamlan athafnamann, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í sumar, var tekið fyrir í dómi í Boksburg í gær og frestað fram í næsta mánuð. Innlent 14.10.2005 06:42
Með nauðgunarlyf í plasthylkjum Tveir 25 ára gamlir menn voru dæmdir í mánaðarfangelsi og til að sæta upptöku á rúmum fimmtán grömmum af amfetamíni, tæpu grammi af kókaíni og 38 millilítrum af smjörsýru. Dómurinn, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands, var skilorðsbundinn í þrjú ár. Innlent 14.10.2005 06:42
Tjón talið nema hundruðum þúsunda Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu að tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut svo dyraumbúnað og stóran sýningarglugga með rimlum fyrir með afturskóflunni. Tjón er talið nema hundruðum þúsunda. Innlent 14.10.2005 06:42
25 bátar frá Snarfara í leit Sjómælingaskipið Baldur frá Landhelgisgæslunni mun í dag taka þátt í leitinni að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag eftir sjóslysið á sundunum. Á sunnudag tóku 25 bátar frá sportbátafélaginu Snarfara þátt í leitinni. Innlent 14.10.2005 06:42
Tekist á í Baugsmáli Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Innlent 14.10.2005 06:42
Sjómælingaskip tekur þátt í leit Sjómælingaskipið Baldur frá Landhelgisgæslunni mun í dag taka þátt í leitinni að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag, eftir sjóslysið á sundunum. Skipið er búið botnsjám sem gætu komið að gagni. Leit á sjó, sem gerð var í gærkvöldi, bar engan árangur og heldur ekki leit í fjörunni í gær þar sem á fjórða tug vina og ættingja Friðriks leitaði. Innlent 14.10.2005 06:42
Ósakhæfur áfrýjar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja til Hæstaréttar nýföllnum dómi þar sem maður var fundinn ósakhæfur og sendur á Sogn, eftir að hafa ráðist á prófessor í réttarlæknisfræði í vor. Innlent 14.10.2005 06:42
Mál í biðstöðu vegna dómaraskipta Mál ákæruvaldsins vegna banaslyssins við Kárahnjúka í mars á síðasta ári er í biðstöðu vegna dómaraskipta. Ákæra í málinu var gefin út um miðjan apríl á þessu ári og hafa allir ákærðu komið fyrir Héraðsdóm Austurlands við þingfestingu málsins, en þeir eru yfirmenn hjá Arnarfelli, Impregilo og VIJV. Innlent 14.10.2005 06:41
Lést í sjóslysi á Viðeyjarsundi Konan sem lést þegar bátur steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi, aðfaranótt laugardags, hét Matthildur Harðardóttir, 51 árs að aldri. Matthildur var til heimilis að Hjallabrekku í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns Matthildar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson, 33 ára. Friðrik á barnungan son. Innlent 14.10.2005 06:42