Innlent

Sprengjuhótunarmál til saksóknara

 Málið hefur verið sent til ríkissaksóknara, að sögn Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns og mun hann taka ákvörðun um hvort ákært verður í því eða ekki. Konan sem er á miðjum aldri hefur verið svipt sjálfræði og þykir vafi leika á hvort hún sé sakhæf eða ekki. Það ræðst hjá embætti ríkissaksóknara. Konan hafði áður komið við sögu lögreglu þegar hún hringdi inn sprengjuhótunina. Hún hringdi úr farsíma og komst lögreglan fljótlega á spor hennar með því að rekja símtalið. Konan reyndist þá vera komin til Akureyrar þar sem hún var handtekin og færð til yfirheyrslu, þar sem sprengjuhótunarmálið leystist hratt og örugglega. Henni var sleppt úr haldi að því loknu. Þeir sem fremja afbrot af þessu tagi geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×